Sendlinum krossbrá þegar fjöldi lögreglumanna beið hans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2019 10:54 Sigurður segist hafa fengið þá hugmynd að fela amfetamín í taflmönnum. Töluverð vinna fór í að koma efnunum fyrir en lögregluyfirvöld virðast hafa lesið Sigurð eins og opna bók. Wikimedia Commons Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna. Jóhann Axel virðist hafa verið í hlutverki sendils í málinu. Sagðist Jóhann Axel hafa fengið skilaboð frá Hákoni Erni Bergmann að taka við sendingunni, greiða af henni toll og fara með hana að knattspyrnusvæði við Tungubakka í Mosfellsbæ.Taldi að um stera væri að ræða Sagði Jóhann Axel við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann hefði talið að um stera væri að ræða. Þegar fjöldi lögreglumanna hefði handtekið hann áttaði hann sig í því að hann væri flæktur í alvarlegra mál. Vildi maðurinn meina að um þrjátíu lögreglumenn hefðu beðið hans. Jóhann Axel sagðist hafa skuldað Hákoni Erni þrjú hundruð þúsund krónur vegna fíkniefna sem hann hefði tekið í leyfisleysi frá Hákoni fyrir mörgum árum. Átti hann að sækja pakkann og afhenda hann og vera þá laus allra mála. Jóhann Axel segist hafa ályktað út frá upphæðinni að um stera væri að ræða því enginn heilvita maður myndi flækja sig í svo stórt mál, líkt og reyndin er í dag, fyrir jafn lága upphæð. Jóhann Axel var úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldi af því að hann var handtekinn í janúar. Hann sagðist hafa farið í meðferð í apríl í fyrra og tekið líf sitt í gegn. Hann væri edrú í dag.Tjáði sig ekki Sigurður Kristinsson, sem ákærður er fyrir að hafa lagt á ráðin við innflutning á fimm kílóum af amfetamíni, kaus að tjá sig ekki frekar um málið í morgun. Hann hefur játað að hluta en er ósammála ákæruvaldinu um magn og styrkleika efnanna. Þá segir Hákon Örn Bergmann, sem ákærður er fyrir skipulagningu, hafa átt von á peningagreiðslu frá Sigurði vegna þriggja milljóna króna láns sem hann hafði veitt æskuvini sínum. Hann hefði verið meðvirkur með Sigurði vini sínum. Dómsmál Skáksambandsmálið Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna. Jóhann Axel virðist hafa verið í hlutverki sendils í málinu. Sagðist Jóhann Axel hafa fengið skilaboð frá Hákoni Erni Bergmann að taka við sendingunni, greiða af henni toll og fara með hana að knattspyrnusvæði við Tungubakka í Mosfellsbæ.Taldi að um stera væri að ræða Sagði Jóhann Axel við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann hefði talið að um stera væri að ræða. Þegar fjöldi lögreglumanna hefði handtekið hann áttaði hann sig í því að hann væri flæktur í alvarlegra mál. Vildi maðurinn meina að um þrjátíu lögreglumenn hefðu beðið hans. Jóhann Axel sagðist hafa skuldað Hákoni Erni þrjú hundruð þúsund krónur vegna fíkniefna sem hann hefði tekið í leyfisleysi frá Hákoni fyrir mörgum árum. Átti hann að sækja pakkann og afhenda hann og vera þá laus allra mála. Jóhann Axel segist hafa ályktað út frá upphæðinni að um stera væri að ræða því enginn heilvita maður myndi flækja sig í svo stórt mál, líkt og reyndin er í dag, fyrir jafn lága upphæð. Jóhann Axel var úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldi af því að hann var handtekinn í janúar. Hann sagðist hafa farið í meðferð í apríl í fyrra og tekið líf sitt í gegn. Hann væri edrú í dag.Tjáði sig ekki Sigurður Kristinsson, sem ákærður er fyrir að hafa lagt á ráðin við innflutning á fimm kílóum af amfetamíni, kaus að tjá sig ekki frekar um málið í morgun. Hann hefur játað að hluta en er ósammála ákæruvaldinu um magn og styrkleika efnanna. Þá segir Hákon Örn Bergmann, sem ákærður er fyrir skipulagningu, hafa átt von á peningagreiðslu frá Sigurði vegna þriggja milljóna króna láns sem hann hafði veitt æskuvini sínum. Hann hefði verið meðvirkur með Sigurði vini sínum.
Dómsmál Skáksambandsmálið Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent