Krabbameinsfélagið hefur ákveðið að ráðast í tilraunaverkefni og bjóða upp á ókeypis fyrstu skimun fyrir krabbameinum á árinu 2019. Mun verkefnið ná til kvenna sem fæddar eru 1996 og mæta í fyrsta sinn í leghálsskimun og kvenna sem fæddar eru 1979 og mæta í fyrsta sinn í skimun fyrir brjóstakrabbameini.
Markmið verkefnisins er að kanna hvort kostnaður við skimun hafi áhrif á þátttöku kvenna en hún hefur farið minnkandi undanfarin ár og er minni en á hinum Norðurlöndunum. Telur félagið mikilvægt að snúa þeirri þróun við.
Í tilkynningu er haft eftir Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, að nánast sé hægt að koma í veg fyrir leghálskrabbamein með reglubundinni skimun og greiningu á forstigi. Þá sé með reglubundinni skimun fyrir brjóstakrabbameinum hægt að greina það á byrjunarstigi og draga þannig úr dauðsföllum.
Bjóða upp á ókeypis skimun

Tengdar fréttir

Samningur um skimun fyrir krabbameini framlengdur
Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt skimun fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi í áratugi og veitt til hennar miklu fé.

Leggja til stofnun miðstöðvar skimunar fyrir krabbameini
Skammtímasamningar við ríkið hafa reynst Krabbameinsfélaginu erfiðir að sögn framkvæmdastjóra. Nýr samningur er til eins árs.

Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum
Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu.