Nýtti veikindaleyfi til að búa til Þingspilið Sighvatur Arnmundsson skrifar 5. janúar 2019 07:00 Jón Þór notaði tækifærið og sýndi forseta lýðveldisins Þingspilið í nýársmóttöku á Bessastöðum. Að sögn Jóns Þórs leist Guðna vel á. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég datt í veikindi rétt fyrir þingfrestun í byrjun desember og var heima í einhverja daga. Þá bjó ég bara til Þingspilið í einhverju hitamóki. Ég er búinn að gera nokkrar prótótýpur og byrjaður að prófa spilið,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Jón Þór er búinn að gera 72 mismunandi spil en þar á meðal eiga allir átta flokksformennirnir á þingi sitt eigið spil. Einnig er að finna spil eins og hneykslismál, stefnumál til að leggja fram og atvik eins og búsáhaldabyltinguna eða að fá pólitíska blóðgjöf. „Ég vildi hafa þetta svona eins og vinsælustu spilin eru í dag. Þú verður bara að geta tekið spilið upp og byrjað að spila þannig að allir skilji það eins og skot. Þá má bara taka svona korter til hálftíma að hámarki. Um leið og ég var kominn með formið þá rammaði það inn alla möguleikana sem ég hafði. Það er svo rosalega margt hægt að gera. Ég er búinn að vera að leikjavæða Alþingi í hausnum á mér mjög lengi.“ Hann ákvað að nota skopmyndir Halldórs Baldurssonar í prótótýpuna. „Ég fór að skoða myndirnar hans en hann er búinn að vera með samfélagsgrín síðan 2005 og tók í rauninni bara þessa stjórnmálasögu sem hann er búinn að taka saman í þessum myndum. Svo sá ég að ég gat leikjavætt hverja myndina á fætur annarri.“ Þannig varð til dæmis til spil sem sýnir fjórflokkinn en þegar því spili er spilað út tapa allir þeir flokkar fylgi. Svo eru nýju framboðin með sitt spil en þá eru helmingslíkur á því að sá sem fær það detti út af þingi. „Ég var núna að klára ansi góða útgáfu af prótótýpunni og sýndi Halldóri. Honum fannst þetta bara frábært og er með í þessu. Við erum bara að skoða næstu skref.“ Jón Þór segir að spilið sé einfalt, bara spilin en ekkert leikborð. „Sum spilin krefjast reyndar hlutkestis og þá var ég að hugsa um að hafa eina íslenska krónu með hverju spili.“ Jón Þór viðurkennir að hafa skemmt sér konunglega við gerð spilsins. „Þetta var geggjað stuð. Ég prófaði það svo fyrst með börnunum mínum. Það gekk fínt hjá stelpunni sem er að verða níu ára en var aðeins erfiðara hjá stráknum sem er sex ára.“ Aðspurður segist Jón Þór telja að hægt verði að spila Þingspilið í hliðarsölum Alþingis en varla í sjálfum þingsalnum nema í algjöru hljóði. „Ég sýndi öllum formönnunum sín spil fyrir jólin og þeim fannst þetta drepfyndið. Mig langar að gera þetta þannig að þetta sé eitthvað sem allir geti spilað. Það sé enginn kvikindisháttur heldur bara verið að hafa gaman af stjórnmálasögunni.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Sjá meira
„Ég datt í veikindi rétt fyrir þingfrestun í byrjun desember og var heima í einhverja daga. Þá bjó ég bara til Þingspilið í einhverju hitamóki. Ég er búinn að gera nokkrar prótótýpur og byrjaður að prófa spilið,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Jón Þór er búinn að gera 72 mismunandi spil en þar á meðal eiga allir átta flokksformennirnir á þingi sitt eigið spil. Einnig er að finna spil eins og hneykslismál, stefnumál til að leggja fram og atvik eins og búsáhaldabyltinguna eða að fá pólitíska blóðgjöf. „Ég vildi hafa þetta svona eins og vinsælustu spilin eru í dag. Þú verður bara að geta tekið spilið upp og byrjað að spila þannig að allir skilji það eins og skot. Þá má bara taka svona korter til hálftíma að hámarki. Um leið og ég var kominn með formið þá rammaði það inn alla möguleikana sem ég hafði. Það er svo rosalega margt hægt að gera. Ég er búinn að vera að leikjavæða Alþingi í hausnum á mér mjög lengi.“ Hann ákvað að nota skopmyndir Halldórs Baldurssonar í prótótýpuna. „Ég fór að skoða myndirnar hans en hann er búinn að vera með samfélagsgrín síðan 2005 og tók í rauninni bara þessa stjórnmálasögu sem hann er búinn að taka saman í þessum myndum. Svo sá ég að ég gat leikjavætt hverja myndina á fætur annarri.“ Þannig varð til dæmis til spil sem sýnir fjórflokkinn en þegar því spili er spilað út tapa allir þeir flokkar fylgi. Svo eru nýju framboðin með sitt spil en þá eru helmingslíkur á því að sá sem fær það detti út af þingi. „Ég var núna að klára ansi góða útgáfu af prótótýpunni og sýndi Halldóri. Honum fannst þetta bara frábært og er með í þessu. Við erum bara að skoða næstu skref.“ Jón Þór segir að spilið sé einfalt, bara spilin en ekkert leikborð. „Sum spilin krefjast reyndar hlutkestis og þá var ég að hugsa um að hafa eina íslenska krónu með hverju spili.“ Jón Þór viðurkennir að hafa skemmt sér konunglega við gerð spilsins. „Þetta var geggjað stuð. Ég prófaði það svo fyrst með börnunum mínum. Það gekk fínt hjá stelpunni sem er að verða níu ára en var aðeins erfiðara hjá stráknum sem er sex ára.“ Aðspurður segist Jón Þór telja að hægt verði að spila Þingspilið í hliðarsölum Alþingis en varla í sjálfum þingsalnum nema í algjöru hljóði. „Ég sýndi öllum formönnunum sín spil fyrir jólin og þeim fannst þetta drepfyndið. Mig langar að gera þetta þannig að þetta sé eitthvað sem allir geti spilað. Það sé enginn kvikindisháttur heldur bara verið að hafa gaman af stjórnmálasögunni.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Sjá meira