Nútíminn með augum Sjóns árið 1989 Benedikt Bóas skrifar 5. janúar 2019 11:00 Úr DV árið 1989. „Þarna var leiklistardraumurinn að byrja,“ segir Hilmir Snær Guðnason sem lék aðalhlutverkið í verkinu Tóm ást fyrir 30 árum sem Herranótt, leikfélag MR, setti upp. Verkið gerist í fjarlægri framtíð, í Reykjavík árið 2019. Þá lendir ungur geimprins hér í borg og leitar að ástinni. Til að gera langa sögu stutta finnur hann sína heittelskuðu á japönskum veitingastað, svokölluðum sushi-stað. Leikurinn berst síðan frá sólkerfi til sólkerfis, vetrarbraut til vetrarbrautar en fer þó aldrei lengra en í 23. víddina. Þetta var fyrsta leikritið sem Sjón skrifaði. Síðan hefur töluvert vatn runnið til sjávar og mörg verðlaun fallið í hans skaut. Leikstjóri var Kolbrún Halldórsdóttir og Hilmir Snær í aðalhlutverki. Kári Schram kvikmyndagerðarmaður sá um tæknilega hlutann og búningarnir og gervin sem Dominique Poulain sá um vöktu sérstaka athygli. Tónlistina gerði Þór Eldon. „Ég man að þetta var skemmtilegt verk og gekk töluvert lengi. Ég man að það komu krakkar úr öðrum skólum til að kíkja á okkur. Þetta sló alveg í gegn,“ segir Hilmir. „Prinsinn gekk um með hjartsláttarmæli til að finna ástina. Það væri gaman að sjá þetta aftur,“ segir Hilmir en hann gegndi formannsembættinu hjá leikfélaginu það árið. Leikhús Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þarna var leiklistardraumurinn að byrja,“ segir Hilmir Snær Guðnason sem lék aðalhlutverkið í verkinu Tóm ást fyrir 30 árum sem Herranótt, leikfélag MR, setti upp. Verkið gerist í fjarlægri framtíð, í Reykjavík árið 2019. Þá lendir ungur geimprins hér í borg og leitar að ástinni. Til að gera langa sögu stutta finnur hann sína heittelskuðu á japönskum veitingastað, svokölluðum sushi-stað. Leikurinn berst síðan frá sólkerfi til sólkerfis, vetrarbraut til vetrarbrautar en fer þó aldrei lengra en í 23. víddina. Þetta var fyrsta leikritið sem Sjón skrifaði. Síðan hefur töluvert vatn runnið til sjávar og mörg verðlaun fallið í hans skaut. Leikstjóri var Kolbrún Halldórsdóttir og Hilmir Snær í aðalhlutverki. Kári Schram kvikmyndagerðarmaður sá um tæknilega hlutann og búningarnir og gervin sem Dominique Poulain sá um vöktu sérstaka athygli. Tónlistina gerði Þór Eldon. „Ég man að þetta var skemmtilegt verk og gekk töluvert lengi. Ég man að það komu krakkar úr öðrum skólum til að kíkja á okkur. Þetta sló alveg í gegn,“ segir Hilmir. „Prinsinn gekk um með hjartsláttarmæli til að finna ástina. Það væri gaman að sjá þetta aftur,“ segir Hilmir en hann gegndi formannsembættinu hjá leikfélaginu það árið.
Leikhús Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira