Þurftu varðmenn að handan vegna ills anda Björk Eiðsdóttir skrifar 19. janúar 2019 10:00 Gjörningaklúbburinn: Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir. Við gerðum þátttökugjörning með frábæru listafólki í Hvammsvík árið 2016, á leiklistar-og danshátíðinni Everybody’s Spectacular en þá fóru gestir í óvissuferð sem tók um fjórar klukkustundir,“ útskýrir Jóní Jónsdóttir, önnur listakona Gjörningaklúbbsins. „Fólkið gekk þá inn í senurnar sem sjást í myndinni og er sjálfstætt verk unnið út frá gjörningnum án áhorfenda.“ Sálnasafn er abstrakt mynd og gefur innsýn í persónur og sálir sem um svæðið hafa farið en þær Jóní og Eirún Sigurðardóttir, leikstjórar myndarinnar, fengu til liðs við sig miðla á hugmyndastigi verksins „Þegar við byrjuðum að vinna á þessari gömlu landnámsjörð og fengum miðil, fann hún fyrir óværu sem þurfti að losna við. Þarna var sérlega fyrirferðarmikill einn aðili og taldi miðillinn ekki óhætt fyrir okkur að halda áfram að vinna í húsinu. Óværan náðist svo út á hlað og þriðji miðillinn sem kom til okkar náði honum af landareigninni fyrir opnunina en þangað til stóðu varðmenn að handan í dyrunum og vörnuðum honum inngöngu í húsið svo við gætum unnið verkið. Þar stóð því leyniskytta úr bandaríska hernum og lífvörður Genghis Khan og sáu til þess að allt færi vel fram,“ segir Jóní og bætir við í léttum tón: „Fólk heldur að þetta sé eitthvert grín en þetta er auðvitað sannleikur.“ Með myndinni fagna Eirún og Jóní jafnframt 20 ára samstarfsafmæli Gjörningaklúbbsins og nýttu úr fórum sínum muni og búninga svo þeir sem fylgst hafa með starfi klúbbsins ættu að kannast við eitt og annað úr listaverkum þeirra. Stefnan er nú tekin á að koma myndinni inn á stuttmyndahátíðir og kynna hana fyrir safn- og sýningarstjórum í myndlistarheiminum. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Við gerðum þátttökugjörning með frábæru listafólki í Hvammsvík árið 2016, á leiklistar-og danshátíðinni Everybody’s Spectacular en þá fóru gestir í óvissuferð sem tók um fjórar klukkustundir,“ útskýrir Jóní Jónsdóttir, önnur listakona Gjörningaklúbbsins. „Fólkið gekk þá inn í senurnar sem sjást í myndinni og er sjálfstætt verk unnið út frá gjörningnum án áhorfenda.“ Sálnasafn er abstrakt mynd og gefur innsýn í persónur og sálir sem um svæðið hafa farið en þær Jóní og Eirún Sigurðardóttir, leikstjórar myndarinnar, fengu til liðs við sig miðla á hugmyndastigi verksins „Þegar við byrjuðum að vinna á þessari gömlu landnámsjörð og fengum miðil, fann hún fyrir óværu sem þurfti að losna við. Þarna var sérlega fyrirferðarmikill einn aðili og taldi miðillinn ekki óhætt fyrir okkur að halda áfram að vinna í húsinu. Óværan náðist svo út á hlað og þriðji miðillinn sem kom til okkar náði honum af landareigninni fyrir opnunina en þangað til stóðu varðmenn að handan í dyrunum og vörnuðum honum inngöngu í húsið svo við gætum unnið verkið. Þar stóð því leyniskytta úr bandaríska hernum og lífvörður Genghis Khan og sáu til þess að allt færi vel fram,“ segir Jóní og bætir við í léttum tón: „Fólk heldur að þetta sé eitthvert grín en þetta er auðvitað sannleikur.“ Með myndinni fagna Eirún og Jóní jafnframt 20 ára samstarfsafmæli Gjörningaklúbbsins og nýttu úr fórum sínum muni og búninga svo þeir sem fylgst hafa með starfi klúbbsins ættu að kannast við eitt og annað úr listaverkum þeirra. Stefnan er nú tekin á að koma myndinni inn á stuttmyndahátíðir og kynna hana fyrir safn- og sýningarstjórum í myndlistarheiminum.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira