Hildur Yeoman í Hong Kong 19. janúar 2019 08:30 Hildur tók fjölskylduna með til Asíu, hér ásamt eiginmanni sínum, Daníel Björnssyni, og syni þeirra, Högna. Hér er ég að taka þátt í alþjóðlegu verkefni, Belt and Road, en ég var valin í það ásamt nokkrum hönnuðum frá Kína og Hong Kong, tveimur frá Panama og einum frá Tansaníu í Afríku. Fyrstu dagana vorum við í Kína en nú erum við komin til Hong Kong. Aðstandendur hátíðarinnar eru mjög hrifnir af Íslandi og þeim var bent á mig þegar þeir voru að leita að þátttakendum.“ Hildur segir að gengið hafi vel og haldin hafi verið glæsileg tískusýning með nýjustu línum hönnuðanna. „Það sem hefur staðið upp úr fyrir mig er að okkur var boðið að heimsækja mjög flottar verksmiðjur hér úti sem framleiða fyrir mörg af mínum uppáhalds fatamerkjum. Þetta er mjög langt frá þeirri staðalímynd að framleiðsla í Kína samanstandi af barnaþrælkun og umhverfissóðaskap. Þessar verksmiðjur áttu það sameiginlegt að vera með umhverfissjónarmið í forgangi. Það hafa á undanförnum árum verið sett mjög hörð lög hér í landi hvað varðar verksmiðjur og umhverfisstaðla og það var áhugavert að kynnast þeim málefnum.“ Aðspurð hvort stefnan sé tekin á Asíumarkað svarar Hildur: „Já, við skulum vona það. Nú hefur afskekkti eyjarskegginn ég alla vega kynnst fólki sem vinnur í sama bransa í þremur mismunandi heimsálfum og fengið ansi margar tengingar bæði hvað varðar framleiðslumöguleika og sölu svo ég kem skælbrosandi heim.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Hér er ég að taka þátt í alþjóðlegu verkefni, Belt and Road, en ég var valin í það ásamt nokkrum hönnuðum frá Kína og Hong Kong, tveimur frá Panama og einum frá Tansaníu í Afríku. Fyrstu dagana vorum við í Kína en nú erum við komin til Hong Kong. Aðstandendur hátíðarinnar eru mjög hrifnir af Íslandi og þeim var bent á mig þegar þeir voru að leita að þátttakendum.“ Hildur segir að gengið hafi vel og haldin hafi verið glæsileg tískusýning með nýjustu línum hönnuðanna. „Það sem hefur staðið upp úr fyrir mig er að okkur var boðið að heimsækja mjög flottar verksmiðjur hér úti sem framleiða fyrir mörg af mínum uppáhalds fatamerkjum. Þetta er mjög langt frá þeirri staðalímynd að framleiðsla í Kína samanstandi af barnaþrælkun og umhverfissóðaskap. Þessar verksmiðjur áttu það sameiginlegt að vera með umhverfissjónarmið í forgangi. Það hafa á undanförnum árum verið sett mjög hörð lög hér í landi hvað varðar verksmiðjur og umhverfisstaðla og það var áhugavert að kynnast þeim málefnum.“ Aðspurð hvort stefnan sé tekin á Asíumarkað svarar Hildur: „Já, við skulum vona það. Nú hefur afskekkti eyjarskegginn ég alla vega kynnst fólki sem vinnur í sama bransa í þremur mismunandi heimsálfum og fengið ansi margar tengingar bæði hvað varðar framleiðslumöguleika og sölu svo ég kem skælbrosandi heim.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira