Hildur Yeoman í Hong Kong 19. janúar 2019 08:30 Hildur tók fjölskylduna með til Asíu, hér ásamt eiginmanni sínum, Daníel Björnssyni, og syni þeirra, Högna. Hér er ég að taka þátt í alþjóðlegu verkefni, Belt and Road, en ég var valin í það ásamt nokkrum hönnuðum frá Kína og Hong Kong, tveimur frá Panama og einum frá Tansaníu í Afríku. Fyrstu dagana vorum við í Kína en nú erum við komin til Hong Kong. Aðstandendur hátíðarinnar eru mjög hrifnir af Íslandi og þeim var bent á mig þegar þeir voru að leita að þátttakendum.“ Hildur segir að gengið hafi vel og haldin hafi verið glæsileg tískusýning með nýjustu línum hönnuðanna. „Það sem hefur staðið upp úr fyrir mig er að okkur var boðið að heimsækja mjög flottar verksmiðjur hér úti sem framleiða fyrir mörg af mínum uppáhalds fatamerkjum. Þetta er mjög langt frá þeirri staðalímynd að framleiðsla í Kína samanstandi af barnaþrælkun og umhverfissóðaskap. Þessar verksmiðjur áttu það sameiginlegt að vera með umhverfissjónarmið í forgangi. Það hafa á undanförnum árum verið sett mjög hörð lög hér í landi hvað varðar verksmiðjur og umhverfisstaðla og það var áhugavert að kynnast þeim málefnum.“ Aðspurð hvort stefnan sé tekin á Asíumarkað svarar Hildur: „Já, við skulum vona það. Nú hefur afskekkti eyjarskegginn ég alla vega kynnst fólki sem vinnur í sama bransa í þremur mismunandi heimsálfum og fengið ansi margar tengingar bæði hvað varðar framleiðslumöguleika og sölu svo ég kem skælbrosandi heim.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Hér er ég að taka þátt í alþjóðlegu verkefni, Belt and Road, en ég var valin í það ásamt nokkrum hönnuðum frá Kína og Hong Kong, tveimur frá Panama og einum frá Tansaníu í Afríku. Fyrstu dagana vorum við í Kína en nú erum við komin til Hong Kong. Aðstandendur hátíðarinnar eru mjög hrifnir af Íslandi og þeim var bent á mig þegar þeir voru að leita að þátttakendum.“ Hildur segir að gengið hafi vel og haldin hafi verið glæsileg tískusýning með nýjustu línum hönnuðanna. „Það sem hefur staðið upp úr fyrir mig er að okkur var boðið að heimsækja mjög flottar verksmiðjur hér úti sem framleiða fyrir mörg af mínum uppáhalds fatamerkjum. Þetta er mjög langt frá þeirri staðalímynd að framleiðsla í Kína samanstandi af barnaþrælkun og umhverfissóðaskap. Þessar verksmiðjur áttu það sameiginlegt að vera með umhverfissjónarmið í forgangi. Það hafa á undanförnum árum verið sett mjög hörð lög hér í landi hvað varðar verksmiðjur og umhverfisstaðla og það var áhugavert að kynnast þeim málefnum.“ Aðspurð hvort stefnan sé tekin á Asíumarkað svarar Hildur: „Já, við skulum vona það. Nú hefur afskekkti eyjarskegginn ég alla vega kynnst fólki sem vinnur í sama bransa í þremur mismunandi heimsálfum og fengið ansi margar tengingar bæði hvað varðar framleiðslumöguleika og sölu svo ég kem skælbrosandi heim.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira