Menning

Sólarlampi, skammdegi og rútínuleysi í aðalhlutverkum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Geirþrúður og Árni glaðbeitt á sýningunni í Harbinger.
Geirþrúður og Árni glaðbeitt á sýningunni í Harbinger.
Listafólkinu Árna Jónssyni og Geirþrúði Einarsdóttur verður skammdegið að yrkisefni á sýningunni Sólarlampi sem opnuð verður í dag klukkan 17 í Harb­inger á Freyjugötu 1. Þar er sólarljósi varpað á draumkennda svefnmollu sem fylgir tímabilinu þar sem nóttin er sameinuð deginum. Sýningin er sú fyrsta í sýningaröðinni Rólegt og rómantískt sem samanstendur af sex sýningum á sex mánuðum í Harbinger fyrri hluta þessa árs.

Samhliða myndlist vinnur Árni við leikmyndagerð í leikhúsi og kvikmyndum. Það nýtir hann oftar en ekki í verkum sínum þar sem hann notar vídeó, ljósmyndir og innsetningar til að sviðsetja atburði og tilfinningar.

Geirþrúður Einarsdóttir er menntaður klæðskeri og hefur starfað sem slíkur og einnig í myndlist,. Hún vinnur út frá formum sem hún finnur í umhverfi sínu og vekja áhuga hennar og efnisval hennar er fjölbreytt.

Ókeypis aðgangur er að sýningum í Harbinger og allir eru velkomnir. Sýningin Sólarlampi stendur yfir til 9. febrúar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.