Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 73-66 | Loks unnu Haukar leik Axel Örn Sæmundsson skrifar 17. janúar 2019 22:15 vísir/bára Hér í kvöld mættust lið Hauka og Tindastóls í 14. umferð Dominos deildar karla. Haukarnir voru fyrir leik í 10. sæti deildarinnar á meðan að Tindastóll sat í öðru sæti. Var því vitað fyrir leik að Haukarnir þyrftu að hitta á frábæran leik til að vinna hér í kvöld. Leikurinn fór rólega af stað og tók það nokkrar mínútur að fá fyrstu körfu leiksins. Haukar byrjuðu leikhlutan aðeins betur en Tindastóll tók mjög góðan kafla undir leik leikhlutans til að komast yfir. Leikurinn var mjög hægur í þessum fyrsta leikhluta. Jafnræðið hélt áfram í ðrum leikhluta og voru liðin að skiptast á að skora körfur og skiptast á forystum. Tindastóll tók þó aftur sterkt áhlaup í þessum leikhluta eins og í þeim fyrsta og náðu að halda Haukunum aðeins frá sér. Haukarnir svöruðu því með áhlaupi sem sýndi nákvæmlega hversu jafn þessi leikur ætlaði að vera. Staðan í hálfleik var 38-41 Tindastól í vil. Hraðinn varð aðeins meiri í þriðja leikhluta og var leikurinn ennþá jafn og spennandi, hvorugt lið náði að mynda sér til nægilega stórar forystur og skiptust liðin því marg oft um forystur í leiknum. Í fjórða leikhluta voru það stórar körfur Haukamegin sem gengu frá Stólunum. Stólarnir voru að skjóta mjög illa í leikhlutanum og gengu Haukar á lagið. Haukarnir voru mikið grimmari og virtist viljinn til að vinna þennan leik vera meira þeirra megin. Lokatölur 73-66 Haukum í vil.Af hverju unnu Haukar? Baráttan fór langt með Haukana í dag sem og sigurviljinn. Þeir vildu þetta einfaldlega meira. Haukarnir spiluðu vel í sókninni og frábærlega í vörninni. Mjög vel spilaður leikur hjá Haukum hér í kvöld.Hverjir stóðu uppúr? Hilmar Smári var gjörsamlega frábær hér í kvöld. Leiddi sitt lið í baráttu, spilaði frábæra vörn og var að stjórna spilinu ágætlega. Skoraði hér 20 stig og var frábær!Hvað gekk illa? Frákastabarátta Tindastóls gekk brösulega. Haukarnir fengu mikið af second-chance skotum sem þeir nýttu.Hvað gerist næst? Haukar spila við Breiðablik í Kópavogi á meðan að Tindastóll fer og spilar útileik gegn Njarðvík.Haukar-Tindastóll 73-66 (15-18, 23-23, 19-11, 16-14) Haukar: Hilmar Smári Henningsson 20/4 fráköst, Russell Woods Jr. 19/17 fráköst, Hjálmar Stefánsson 13/9 fráköst, Kristinn Marinósson 11/5 fráköst, Daði Lár Jónsson 4, Haukur Óskarsson 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Arnór Bjarki Ívarsson 2, Ori Garmizo 2.Tindastóll: Brynjar Þór Björnsson 16/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 15/7 stoðsendingar, Dino Butorac 14, Danero Thomas 6/6 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 6/8 fráköst, Viðar Ágústsson 4/6 fráköst, Hannes Ingi Másson 3, Axel Kárason 2/4 fráköst.Ívar messar yfir sínum mönnum.vísir/baraÍvar: Ég er gríðarlega ánægður „Ég er gríðarlega stoltur af liðinu og af strákunum. Eftir tvo slaka leiki í röð þá finnst mér við bregðast vel við,“ sagði ánægður Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka eftir sigur gegn Tindastól hér í kvöld. „Við erum búnir að vinna í sóknarleiknum og mér fannst hann ganga mjög vel hérna í kvöld. Frábært flæði en það var vörnin sem vann þennan leik, spiluðum hátt uppi og vorum grimmir.“ Haukarnir voru virkilega grimmir hér í kvöld og fóru í öll fráköst af miklum krafti og unnu líka frákastabaráttu leiksins. Grimmdin og áræðnin var Hauka megin í kvöld. „Við vissum að Stólarnir væru grimmir og með sterkt lið og við vissum að við þyrftum að vera grimmir í frákastabaráttunni til að taka þetta.“ Hjá Tindastól vantaði Urald King sem hefði eflaust verið Haukunum erfiður en það er ekki spurt að því að leikslokum. „Þeir eru án eins leikmanns sem hefði verið erfiður hér í kvöld en við erum ekki búnir að spila einn leik með fullt lið og það vantar ennþá Kristján Leif hjá okkur. Mér fannst vera karakter í hópnum í kvöld sem er frábært.“ Ruzzell Woods spilaði sinn þriðja leik fyrir Hauka í kvöld og átti fínasta leik. Skoraði 19 stig og tók 17 fráköst. „Hann er allur að koma til, við þurftum aðeins að breyta okkar leik. Hann er frábær í pikk og rúlli og við erum farnir að spila hærra og fá hann meira inní teiginn, við erum farnir að fá galopna þrista af því menn þurfa að passa hann. Svo þetta er bara flott.“Isreal Martin er þjálfari Tindastólsvísir/báraMartin: Þetta var jafn leikur sem við enduðum á að tapa „Það er erfitt að vinna alla útileiki og deildin er orðin jafnari og sterkari og við þurfum bara að vera duglegir og hafa trú á verkefninu þá lagast þetta.“ sagði Israel Martin eftir tap gegn Haukum hér í kvöld. Leikurinn var mjög jafn og skemmtilegur og voru það Stólarnir sem drógu stutta stráið í þetta sinn. „Þetta var mjög jafnt og liðin skiptust á að leiða leikinn, það myndaðist aldrei stór munur en á mikilvægum augnablikum þá réðust þeir á körfuna og við náðum ekki að stoppa það. Við áttum líka mjög erfitt með frákastabaráttuna.“ Næsti leikur Stólanna er gegn Njarðvík á útivelli en það er algjör toppslagur í deildinni. „Við eigum auðvitað bikarleik á þriðjudaginn gegn Stjörnunni sem er mjög mikilvægt en með Njarðvík þá er það topplið í deildinni og við þurfum að ná að vera ferskir og hjálpast að og mæta andlega sterkir í næstu leiki.“Hilmar Smári hefur spilað vel í Hafnarfirði í veturvísir/báraHilmar Smári: Þetta er bara geggjað „Þetta er geggjað, loksins fengum við sigur. Við erum búnir að vera svolítið slappir hérna í byrjun 2019, þannig það er geggjað að fá sigur gegn svona sterku liði eins og Tindastól,“ sagði ánægður Hilmar Smári eftir sigur gegn Tindastól hér í kvöld. Hilmar Smári átti flottan leik hér í kvöld, skoraði 20 stig og var með 20 framlagspunkta. Stýrði sóknarleik Haukanna og var fremsti maður í baráttunni sem skóp þennan sigur. „Mér fannst við koma loksins tilbúnir í leikinn, við höfum alveg mætt tilbúnir til leiks en það dalar oft voða fljótt niður en núna náðum við að halda intensity-inu uppi og náðum að koma til baka, svo komum við brjálaðir inn í seinni hálfleikinn og ætluðum okkur að vinna.“ Eins og áður kom fram þá er Ruzzell Woods að stimpla sig ágætlega inn í lið Haukanna og menn eru almennt ánægðir með hann. „Hann er flottur og með skemmtilegt attitude. Hann er mjög explosive og við þurfum bara að koma honum meira inn í kerfin og þá held ég að við séum í toppmálum.“ Haukarnir nálgast nú hratt baráttu um sæti í úrslitakeppni og var þessi sigur mjög mikilvægur í því. „Við erum búnir að vera í smá rugli núna og höfum verið að horfa svolítið niður á töfluna en með þessum sigri þá getum við vonandi farið að horfa upp á við og leitað að sigri í hverjum einasta leik.“ Dominos-deild karla
Hér í kvöld mættust lið Hauka og Tindastóls í 14. umferð Dominos deildar karla. Haukarnir voru fyrir leik í 10. sæti deildarinnar á meðan að Tindastóll sat í öðru sæti. Var því vitað fyrir leik að Haukarnir þyrftu að hitta á frábæran leik til að vinna hér í kvöld. Leikurinn fór rólega af stað og tók það nokkrar mínútur að fá fyrstu körfu leiksins. Haukar byrjuðu leikhlutan aðeins betur en Tindastóll tók mjög góðan kafla undir leik leikhlutans til að komast yfir. Leikurinn var mjög hægur í þessum fyrsta leikhluta. Jafnræðið hélt áfram í ðrum leikhluta og voru liðin að skiptast á að skora körfur og skiptast á forystum. Tindastóll tók þó aftur sterkt áhlaup í þessum leikhluta eins og í þeim fyrsta og náðu að halda Haukunum aðeins frá sér. Haukarnir svöruðu því með áhlaupi sem sýndi nákvæmlega hversu jafn þessi leikur ætlaði að vera. Staðan í hálfleik var 38-41 Tindastól í vil. Hraðinn varð aðeins meiri í þriðja leikhluta og var leikurinn ennþá jafn og spennandi, hvorugt lið náði að mynda sér til nægilega stórar forystur og skiptust liðin því marg oft um forystur í leiknum. Í fjórða leikhluta voru það stórar körfur Haukamegin sem gengu frá Stólunum. Stólarnir voru að skjóta mjög illa í leikhlutanum og gengu Haukar á lagið. Haukarnir voru mikið grimmari og virtist viljinn til að vinna þennan leik vera meira þeirra megin. Lokatölur 73-66 Haukum í vil.Af hverju unnu Haukar? Baráttan fór langt með Haukana í dag sem og sigurviljinn. Þeir vildu þetta einfaldlega meira. Haukarnir spiluðu vel í sókninni og frábærlega í vörninni. Mjög vel spilaður leikur hjá Haukum hér í kvöld.Hverjir stóðu uppúr? Hilmar Smári var gjörsamlega frábær hér í kvöld. Leiddi sitt lið í baráttu, spilaði frábæra vörn og var að stjórna spilinu ágætlega. Skoraði hér 20 stig og var frábær!Hvað gekk illa? Frákastabarátta Tindastóls gekk brösulega. Haukarnir fengu mikið af second-chance skotum sem þeir nýttu.Hvað gerist næst? Haukar spila við Breiðablik í Kópavogi á meðan að Tindastóll fer og spilar útileik gegn Njarðvík.Haukar-Tindastóll 73-66 (15-18, 23-23, 19-11, 16-14) Haukar: Hilmar Smári Henningsson 20/4 fráköst, Russell Woods Jr. 19/17 fráköst, Hjálmar Stefánsson 13/9 fráköst, Kristinn Marinósson 11/5 fráköst, Daði Lár Jónsson 4, Haukur Óskarsson 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Arnór Bjarki Ívarsson 2, Ori Garmizo 2.Tindastóll: Brynjar Þór Björnsson 16/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 15/7 stoðsendingar, Dino Butorac 14, Danero Thomas 6/6 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 6/8 fráköst, Viðar Ágústsson 4/6 fráköst, Hannes Ingi Másson 3, Axel Kárason 2/4 fráköst.Ívar messar yfir sínum mönnum.vísir/baraÍvar: Ég er gríðarlega ánægður „Ég er gríðarlega stoltur af liðinu og af strákunum. Eftir tvo slaka leiki í röð þá finnst mér við bregðast vel við,“ sagði ánægður Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka eftir sigur gegn Tindastól hér í kvöld. „Við erum búnir að vinna í sóknarleiknum og mér fannst hann ganga mjög vel hérna í kvöld. Frábært flæði en það var vörnin sem vann þennan leik, spiluðum hátt uppi og vorum grimmir.“ Haukarnir voru virkilega grimmir hér í kvöld og fóru í öll fráköst af miklum krafti og unnu líka frákastabaráttu leiksins. Grimmdin og áræðnin var Hauka megin í kvöld. „Við vissum að Stólarnir væru grimmir og með sterkt lið og við vissum að við þyrftum að vera grimmir í frákastabaráttunni til að taka þetta.“ Hjá Tindastól vantaði Urald King sem hefði eflaust verið Haukunum erfiður en það er ekki spurt að því að leikslokum. „Þeir eru án eins leikmanns sem hefði verið erfiður hér í kvöld en við erum ekki búnir að spila einn leik með fullt lið og það vantar ennþá Kristján Leif hjá okkur. Mér fannst vera karakter í hópnum í kvöld sem er frábært.“ Ruzzell Woods spilaði sinn þriðja leik fyrir Hauka í kvöld og átti fínasta leik. Skoraði 19 stig og tók 17 fráköst. „Hann er allur að koma til, við þurftum aðeins að breyta okkar leik. Hann er frábær í pikk og rúlli og við erum farnir að spila hærra og fá hann meira inní teiginn, við erum farnir að fá galopna þrista af því menn þurfa að passa hann. Svo þetta er bara flott.“Isreal Martin er þjálfari Tindastólsvísir/báraMartin: Þetta var jafn leikur sem við enduðum á að tapa „Það er erfitt að vinna alla útileiki og deildin er orðin jafnari og sterkari og við þurfum bara að vera duglegir og hafa trú á verkefninu þá lagast þetta.“ sagði Israel Martin eftir tap gegn Haukum hér í kvöld. Leikurinn var mjög jafn og skemmtilegur og voru það Stólarnir sem drógu stutta stráið í þetta sinn. „Þetta var mjög jafnt og liðin skiptust á að leiða leikinn, það myndaðist aldrei stór munur en á mikilvægum augnablikum þá réðust þeir á körfuna og við náðum ekki að stoppa það. Við áttum líka mjög erfitt með frákastabaráttuna.“ Næsti leikur Stólanna er gegn Njarðvík á útivelli en það er algjör toppslagur í deildinni. „Við eigum auðvitað bikarleik á þriðjudaginn gegn Stjörnunni sem er mjög mikilvægt en með Njarðvík þá er það topplið í deildinni og við þurfum að ná að vera ferskir og hjálpast að og mæta andlega sterkir í næstu leiki.“Hilmar Smári hefur spilað vel í Hafnarfirði í veturvísir/báraHilmar Smári: Þetta er bara geggjað „Þetta er geggjað, loksins fengum við sigur. Við erum búnir að vera svolítið slappir hérna í byrjun 2019, þannig það er geggjað að fá sigur gegn svona sterku liði eins og Tindastól,“ sagði ánægður Hilmar Smári eftir sigur gegn Tindastól hér í kvöld. Hilmar Smári átti flottan leik hér í kvöld, skoraði 20 stig og var með 20 framlagspunkta. Stýrði sóknarleik Haukanna og var fremsti maður í baráttunni sem skóp þennan sigur. „Mér fannst við koma loksins tilbúnir í leikinn, við höfum alveg mætt tilbúnir til leiks en það dalar oft voða fljótt niður en núna náðum við að halda intensity-inu uppi og náðum að koma til baka, svo komum við brjálaðir inn í seinni hálfleikinn og ætluðum okkur að vinna.“ Eins og áður kom fram þá er Ruzzell Woods að stimpla sig ágætlega inn í lið Haukanna og menn eru almennt ánægðir með hann. „Hann er flottur og með skemmtilegt attitude. Hann er mjög explosive og við þurfum bara að koma honum meira inn í kerfin og þá held ég að við séum í toppmálum.“ Haukarnir nálgast nú hratt baráttu um sæti í úrslitakeppni og var þessi sigur mjög mikilvægur í því. „Við erum búnir að vera í smá rugli núna og höfum verið að horfa svolítið niður á töfluna en með þessum sigri þá getum við vonandi farið að horfa upp á við og leitað að sigri í hverjum einasta leik.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti