Umfjöllun: Þór Þ. - KR 95-88 | Dramatísk endurkoma Þórsara Sindri Freyr Ágústsson skrifar 17. janúar 2019 22:00 Þórsarar fagna sigri Vísir/Daníel Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR mættu í Þorlákshöfn með fjóra sigurleiki í röð í deildinni. Þórsarar töpuðu síðasta leik fyrir Njarvíð en höfðu þar áður gert sér lítið fyrir og skellt Tindastólsmönnum í fyrsta leik á nýju ári. Leikurinn í kvöld var jafn í fyrsta leikhluta en KR-ingar keyrðu yfir heimamenn í öðrum leikhluta, unnu hann 36-19 og fóru inn í hálfleikinn með 54-37 forystu. Í þriðja leikhluta leit út fyrir að KR-ingar ætluðu að ná að sigla heim nokkuð þægilegum sigri, það munaði 19 stigum á liðunum fyrir síðasta fjórðunginn. Þar áttu hins vegar ótrúlegir atburðir sér stað. Þórsarar fóru á flug og náðu að loka algjörlega á KR, sem hjálpaði sjálfum sér þó lítið með mikið af klaufalegum mistökum í sókninni, og endaði fjórði leikhlutinn með 33-7 sigri Þórsara sem tryggðu sér sjö stiga sigur, 95-88.Afhverju vann Þór? Barátttan í fjórða leikhluta hjá Þórsörum var ástæða númer eitt, tvö og þrjú fyrir því að þeir sigruðu þennan leik. Þeir voru 23 stigum undir á ákveðnum tímapunkti í þriðja leikhluta en þeir gáfust aldrei upp og enduðu á að vinna leikinn með 7 stigum. Heimamenn gjörsamlega slátruðu gestunum í fjórða leikhluta og unnu þeir þann leikhluta 33-7. Flest allir héldu líklega að leikurinn væri búinn eftir þriðja leikhluta þegar KR leiddi með 19 stigum en eins og var sagt hér fyrr þá áttu þeir frábæran fjórða leikhluta og uppskáru sigur að lokum eftir að hafa skorað öll síðustu 22 stig leiksins. KR voru með þetta í hendi sér en voru ólíkir sjálfum sér í fjórða leikhluta og nýttu sóknir sínar gríðarlega illa. Þeir voru líka skelfilegir í vörn og fengu á sig 33 stig sem er ófyrirgefanlegt.Bestu menn vallarins? Kinu Rochford og Nik Tomsick áttu enn einn stórleikinn fyrir Þór í kvöld, þeir sýndu það enn og aftur hversu mikilvægir þeir eru fyrir þetta lið. Báðir enduðu þeir með góðar tvennur, Kinu var með 30 stig og 12 fráköst og Nik Tomsick endaði með 26 stig og gaf 12 stoðsendingar að auki. Erfitt samt að segja að þeir tveir hafi unnið þennan leik fyrir þá af því að allt liðið spilaði frábærlega í lokinn og var þetta algjör liðssigur. Hjá KR er helst hægt að nefna Julian Boyd sem átti fínan leik en hann endaði með 23 stig og var að nýta sín skot ágætlega. Jón Arnór var einnig fínn í kvöld en hann skilaði 18 punktum.Hvað gekk illa? Vörnin hjá Þór var ekki upp á marga fiska í fyrstu þrem leikhlutunum, þeir voru búnir að fá á sig 81 stig en þá fengu þeir nóg og spiluðu frábæra vörn í fjórða. Það gekk allt illa hjá KR í fjórða, skoruðu bara 7 stig í þeim leikhluta og fengu á sig 33 stig út af slöppum varnarleik.Hvað næst? Þórsarar munu keyra suðurstrandarveginn til að mæta Grindvíkingum. Allar líkur eru á því að þar mun fara fram spennandi og skemmtilegur leikur. KR fær heimaleik gegn liði Vals, en þeir hafa verið að lýta nokkuð vel út í síðustu þrem leikjum svo það er ljóst að KR má ekki eiga annan svona slappan leikhluta eins og í kvöld.Þór Þ.-KR 95-88 (18-18, 19-36, 25-27, 33-7) Þór Þ.: Kinu Rochford 30/12 fráköst, Nikolas Tomsick 26/5 fráköst/12 stoðsendingar, Jaka Brodnik 18, Halldór Garðar Hermannsson 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 5, Ragnar Örn Bragason 2.KR: Julian Boyd 23/6 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 16, Michele Christopher Di Nunno 15/8 stoðsendingar, Kristófer Acox 8/8 fráköst, Helgi Már Magnússon 8/5 fráköst, Orri Hilmarsson 6, Finnur Atli Magnússon 6, Emil Barja 3, Sigurður Á. Þorvaldsson 2, Björn Kristjánsson 1. Dominos-deild karla
Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR mættu í Þorlákshöfn með fjóra sigurleiki í röð í deildinni. Þórsarar töpuðu síðasta leik fyrir Njarvíð en höfðu þar áður gert sér lítið fyrir og skellt Tindastólsmönnum í fyrsta leik á nýju ári. Leikurinn í kvöld var jafn í fyrsta leikhluta en KR-ingar keyrðu yfir heimamenn í öðrum leikhluta, unnu hann 36-19 og fóru inn í hálfleikinn með 54-37 forystu. Í þriðja leikhluta leit út fyrir að KR-ingar ætluðu að ná að sigla heim nokkuð þægilegum sigri, það munaði 19 stigum á liðunum fyrir síðasta fjórðunginn. Þar áttu hins vegar ótrúlegir atburðir sér stað. Þórsarar fóru á flug og náðu að loka algjörlega á KR, sem hjálpaði sjálfum sér þó lítið með mikið af klaufalegum mistökum í sókninni, og endaði fjórði leikhlutinn með 33-7 sigri Þórsara sem tryggðu sér sjö stiga sigur, 95-88.Afhverju vann Þór? Barátttan í fjórða leikhluta hjá Þórsörum var ástæða númer eitt, tvö og þrjú fyrir því að þeir sigruðu þennan leik. Þeir voru 23 stigum undir á ákveðnum tímapunkti í þriðja leikhluta en þeir gáfust aldrei upp og enduðu á að vinna leikinn með 7 stigum. Heimamenn gjörsamlega slátruðu gestunum í fjórða leikhluta og unnu þeir þann leikhluta 33-7. Flest allir héldu líklega að leikurinn væri búinn eftir þriðja leikhluta þegar KR leiddi með 19 stigum en eins og var sagt hér fyrr þá áttu þeir frábæran fjórða leikhluta og uppskáru sigur að lokum eftir að hafa skorað öll síðustu 22 stig leiksins. KR voru með þetta í hendi sér en voru ólíkir sjálfum sér í fjórða leikhluta og nýttu sóknir sínar gríðarlega illa. Þeir voru líka skelfilegir í vörn og fengu á sig 33 stig sem er ófyrirgefanlegt.Bestu menn vallarins? Kinu Rochford og Nik Tomsick áttu enn einn stórleikinn fyrir Þór í kvöld, þeir sýndu það enn og aftur hversu mikilvægir þeir eru fyrir þetta lið. Báðir enduðu þeir með góðar tvennur, Kinu var með 30 stig og 12 fráköst og Nik Tomsick endaði með 26 stig og gaf 12 stoðsendingar að auki. Erfitt samt að segja að þeir tveir hafi unnið þennan leik fyrir þá af því að allt liðið spilaði frábærlega í lokinn og var þetta algjör liðssigur. Hjá KR er helst hægt að nefna Julian Boyd sem átti fínan leik en hann endaði með 23 stig og var að nýta sín skot ágætlega. Jón Arnór var einnig fínn í kvöld en hann skilaði 18 punktum.Hvað gekk illa? Vörnin hjá Þór var ekki upp á marga fiska í fyrstu þrem leikhlutunum, þeir voru búnir að fá á sig 81 stig en þá fengu þeir nóg og spiluðu frábæra vörn í fjórða. Það gekk allt illa hjá KR í fjórða, skoruðu bara 7 stig í þeim leikhluta og fengu á sig 33 stig út af slöppum varnarleik.Hvað næst? Þórsarar munu keyra suðurstrandarveginn til að mæta Grindvíkingum. Allar líkur eru á því að þar mun fara fram spennandi og skemmtilegur leikur. KR fær heimaleik gegn liði Vals, en þeir hafa verið að lýta nokkuð vel út í síðustu þrem leikjum svo það er ljóst að KR má ekki eiga annan svona slappan leikhluta eins og í kvöld.Þór Þ.-KR 95-88 (18-18, 19-36, 25-27, 33-7) Þór Þ.: Kinu Rochford 30/12 fráköst, Nikolas Tomsick 26/5 fráköst/12 stoðsendingar, Jaka Brodnik 18, Halldór Garðar Hermannsson 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 5, Ragnar Örn Bragason 2.KR: Julian Boyd 23/6 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 16, Michele Christopher Di Nunno 15/8 stoðsendingar, Kristófer Acox 8/8 fráköst, Helgi Már Magnússon 8/5 fráköst, Orri Hilmarsson 6, Finnur Atli Magnússon 6, Emil Barja 3, Sigurður Á. Þorvaldsson 2, Björn Kristjánsson 1.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti