Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. janúar 2019 07:45 Þeim fjölgar um sjö prósent milli kannana sem hafa þessar áhyggjur. Gjörðir okkar endurspegla þó ekki endilega þessar áhyggjur. vísir/Vilhelm Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. Þeim fjölgar um sjö prósent milli kannana sem hafa þessar áhyggjur. Gjörðir okkar endurspegla þó ekki endilega þessar áhyggjur. Umhverfisráðherra segir stjórnvöld deila þessum áhyggjum og því sé verið að grípa til aðgerða. Á föstudag fer fram umhverfisráðstefna í Hörpu á vegum Gallup þar sem fjallað verður um niðurstöðu könnunarinnar í heild sinni. Í einni spurningu hennar var fólk spurt út í afstöðu til fullyrðingarinnar hvort það hefði áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á það eða fjölskyldu þess. 66,9 prósent voru sammála. 21,5 prósent sögðu hvorki né, en aðeins 11,6 prósent sögðust ósammála. En áhyggjur eru eitt, aðgerðir eru annað og verðum að gera betur, segir stjörnufræðikennarinn og umhverfisverndarsinninn Sævar Helgi Bragason. Síðastliðið ár hefur hann lagst yfir stöðu loftslagsmála við vinnu að nýrri þáttaröð um málefnið sem sýnd verður á RÚV í mars. „Við erum engan veginn að standa okkur og ég er ekki bjartsýnn á að fólk sé yfirhöfuð tilbúið að fórna einhverju af því sem það kallar lífsgæði sín en eru það kannski ekki,“ segir Sævar. Íslendingar séu ein neyslufrekasta þjóð í Evrópu og losun og sóun á haus með því mesta sem gerist í heiminum. Höfuðborgarbúar eru einnig grátlega háðir einkabílnum. „Við þurfum alls ekki að nota bíla svona mikið. Við erum bara löt þegar öllu er á botninn hvolft. Þó við séum fámenn getum við allavega verið fyrirmynd annarra og það er dýrmætt í heimi sem verður að breytast sem allra fyrst. Og þar er ekki nokkur maður undanskilinn.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, sem ávarpa mun ráðstefnuna, segir stór skref hafa verið tekin en vissulega megi alltaf gera betur. „Það er greinilegt á könnuninni að meðvitund fólks um alvarleika loftslagsbreytinga hefur aukist og það er mjög jákvætt að umræðan á síðastliðnu ári er að skila sér.“ Bendir hann á að stjórnvöld deili þessum áhyggjum með almenningi og því sé verið að grípa til aðgerða og meira sé í farvatninu. Í haust var lögð fram heildstæð aðgerðaáætlun til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vakning meðal almennings er eitt en getur mengandi iðnaður ekki lagt meira til? „Ég hef verið að hitta fulltrúa þeirra fyrirtækja sem ábyrg eru fyrir mestri mengun, stóriðjan og flugið, til að ræða hvort fyrirtækin séu til í að ganga lengra og koma í þá vegferð með stjórnvöldum að ná kolefnishlutleysi 2040. Til að ná því þurfum við alla með á vagninn,“ segir Guðmundur og bætir við að tekið hafi verið vel í þessar hugmyndir. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. Þeim fjölgar um sjö prósent milli kannana sem hafa þessar áhyggjur. Gjörðir okkar endurspegla þó ekki endilega þessar áhyggjur. Umhverfisráðherra segir stjórnvöld deila þessum áhyggjum og því sé verið að grípa til aðgerða. Á föstudag fer fram umhverfisráðstefna í Hörpu á vegum Gallup þar sem fjallað verður um niðurstöðu könnunarinnar í heild sinni. Í einni spurningu hennar var fólk spurt út í afstöðu til fullyrðingarinnar hvort það hefði áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á það eða fjölskyldu þess. 66,9 prósent voru sammála. 21,5 prósent sögðu hvorki né, en aðeins 11,6 prósent sögðust ósammála. En áhyggjur eru eitt, aðgerðir eru annað og verðum að gera betur, segir stjörnufræðikennarinn og umhverfisverndarsinninn Sævar Helgi Bragason. Síðastliðið ár hefur hann lagst yfir stöðu loftslagsmála við vinnu að nýrri þáttaröð um málefnið sem sýnd verður á RÚV í mars. „Við erum engan veginn að standa okkur og ég er ekki bjartsýnn á að fólk sé yfirhöfuð tilbúið að fórna einhverju af því sem það kallar lífsgæði sín en eru það kannski ekki,“ segir Sævar. Íslendingar séu ein neyslufrekasta þjóð í Evrópu og losun og sóun á haus með því mesta sem gerist í heiminum. Höfuðborgarbúar eru einnig grátlega háðir einkabílnum. „Við þurfum alls ekki að nota bíla svona mikið. Við erum bara löt þegar öllu er á botninn hvolft. Þó við séum fámenn getum við allavega verið fyrirmynd annarra og það er dýrmætt í heimi sem verður að breytast sem allra fyrst. Og þar er ekki nokkur maður undanskilinn.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, sem ávarpa mun ráðstefnuna, segir stór skref hafa verið tekin en vissulega megi alltaf gera betur. „Það er greinilegt á könnuninni að meðvitund fólks um alvarleika loftslagsbreytinga hefur aukist og það er mjög jákvætt að umræðan á síðastliðnu ári er að skila sér.“ Bendir hann á að stjórnvöld deili þessum áhyggjum með almenningi og því sé verið að grípa til aðgerða og meira sé í farvatninu. Í haust var lögð fram heildstæð aðgerðaáætlun til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vakning meðal almennings er eitt en getur mengandi iðnaður ekki lagt meira til? „Ég hef verið að hitta fulltrúa þeirra fyrirtækja sem ábyrg eru fyrir mestri mengun, stóriðjan og flugið, til að ræða hvort fyrirtækin séu til í að ganga lengra og koma í þá vegferð með stjórnvöldum að ná kolefnishlutleysi 2040. Til að ná því þurfum við alla með á vagninn,“ segir Guðmundur og bætir við að tekið hafi verið vel í þessar hugmyndir.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira