Þúsund hjúkrunarfræðingar fögnuðu 100 ára afmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2019 15:31 Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands var viðstödd hátíðahöldin en hún er heiðursfélagi í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Móðir hennar, Sigríður Eiríksdóttir, var fyrsti íslenski formaður félagsins en hún tók við því hlutverki 1924. Fjórðungur félagsmanna, hátt í þúsund hjúkrunarfræðingur, í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga tók þátt í opnunarhátíð aldarafmælis félagsins á Hilton Nordica í gær. Bæði fjölmenntu hjúkrunarfræðingar, sem eru fjölmennasta heilbrigðisstétt landsins með rúmlega 4000 félaga, og fylgst var með í gegnum streymi. Greint er frá í tilkynningu frá félaginu. Formaður félagsins, Guðbjörg Pálsdóttir, flutti ávarp ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Ölmu Möller landlækni. Björg Þórhallsdóttir, söngkona og hjúkrunarfræðingur tók lagið og nýstofnaður kór hjúkrunarfræðinga flutti nokkur lög við undirleik Hilmars Arnar Agnarssonar. Ari Bragi Kárason lék á trompet og Ari Eldjárn var með uppistand.Frá Hilton í gær.Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands var viðstödd hátíðahöldin en hún er heiðursfélagi í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Móðir hennar, Sigríður Eiríksdóttir, var fyrsti íslenski formaður félagsins en hún tók við því hlutverki 1924 og markaði mikilvæg spor í sögu hjúkrunar á Íslandi á sínum 36 ára ferli sem formaður. Í ávarpi formannsins kom meðal annars fram að hjúkrunarfræðingar hafi barist frá upphafi fyrir því að hjúkrunarmenntun væri í hæsta gæðaflokki hér á landi og benti á að í dag er hátt hlutfall hjúkrunarfræðinga sem hafa lokið framhaldsmenntun hér á landi. Doktorsmenntaðir hjúkrunarfræðingar eru orðnir rúmlega 40 talsins og nú er boðið upp á doktorsnám við báðar hjúkrunarfræðideildir háskólanna. Þá eru yfir 100 sérfræðingar í hjúkrun á Íslandi.Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, ávarpar samkomuna.„Já, Ísland er því ríkt land að hafa möguleika á svo miklum mannauði við störf í heilbrigðiskerfinu og án efa einhver lönd sem vildu gjarnan vera í okkar sporum,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins. Þá sagði formaðurinn hjúkrunarfræðinga horfa til framtíðar með bjartsýni. „Við stefnum fram á veginn og horfum til nýrrar hjúkrunaraldar með mikilli bjartsýni. Það er ljóst að þróun heilbrigðismála á 21. öldinni mun hafa það í för með sér að hjúkrunarfræðingar munu í framtíðinni gegna enn stærra hlutverki innan heilbrigðiskerfisins en nú er.“ Aldarafmælinu verður fagnað með fjölbreyttum viðburðum út árið. Hægt er að kynna sér þá heimasíðu félagsins, www.hjukrun.is Heilbrigðismál Tímamót Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Fjórðungur félagsmanna, hátt í þúsund hjúkrunarfræðingur, í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga tók þátt í opnunarhátíð aldarafmælis félagsins á Hilton Nordica í gær. Bæði fjölmenntu hjúkrunarfræðingar, sem eru fjölmennasta heilbrigðisstétt landsins með rúmlega 4000 félaga, og fylgst var með í gegnum streymi. Greint er frá í tilkynningu frá félaginu. Formaður félagsins, Guðbjörg Pálsdóttir, flutti ávarp ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Ölmu Möller landlækni. Björg Þórhallsdóttir, söngkona og hjúkrunarfræðingur tók lagið og nýstofnaður kór hjúkrunarfræðinga flutti nokkur lög við undirleik Hilmars Arnar Agnarssonar. Ari Bragi Kárason lék á trompet og Ari Eldjárn var með uppistand.Frá Hilton í gær.Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands var viðstödd hátíðahöldin en hún er heiðursfélagi í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Móðir hennar, Sigríður Eiríksdóttir, var fyrsti íslenski formaður félagsins en hún tók við því hlutverki 1924 og markaði mikilvæg spor í sögu hjúkrunar á Íslandi á sínum 36 ára ferli sem formaður. Í ávarpi formannsins kom meðal annars fram að hjúkrunarfræðingar hafi barist frá upphafi fyrir því að hjúkrunarmenntun væri í hæsta gæðaflokki hér á landi og benti á að í dag er hátt hlutfall hjúkrunarfræðinga sem hafa lokið framhaldsmenntun hér á landi. Doktorsmenntaðir hjúkrunarfræðingar eru orðnir rúmlega 40 talsins og nú er boðið upp á doktorsnám við báðar hjúkrunarfræðideildir háskólanna. Þá eru yfir 100 sérfræðingar í hjúkrun á Íslandi.Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, ávarpar samkomuna.„Já, Ísland er því ríkt land að hafa möguleika á svo miklum mannauði við störf í heilbrigðiskerfinu og án efa einhver lönd sem vildu gjarnan vera í okkar sporum,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins. Þá sagði formaðurinn hjúkrunarfræðinga horfa til framtíðar með bjartsýni. „Við stefnum fram á veginn og horfum til nýrrar hjúkrunaraldar með mikilli bjartsýni. Það er ljóst að þróun heilbrigðismála á 21. öldinni mun hafa það í för með sér að hjúkrunarfræðingar munu í framtíðinni gegna enn stærra hlutverki innan heilbrigðiskerfisins en nú er.“ Aldarafmælinu verður fagnað með fjölbreyttum viðburðum út árið. Hægt er að kynna sér þá heimasíðu félagsins, www.hjukrun.is
Heilbrigðismál Tímamót Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira