Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2019 12:30 Bjarni á fundi nefndarinnar í morgun. Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. Það hefði verið dónaskapur að greiða ekki götuna fyrir því að slíkt samtal við utanríkisráðherra gæti átt sér stað að mati Bjarna. Bjarni sat fyrir svörum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á morgun þar sem skipan sendiherra var rædd. Tilefnið var Klaustursupptakan svokallaða en þar mátti heyra þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður. Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra, eftir að hafa sjálfur skipað Geir H. Haarde sem sendiherra í Washington. „Það lágu til grundvallar þeirri ákvörðun ekki nein loforð af minni hálfu af nokkru tagi, hvorki fyrir né eftir, um að í staðinn fyrir þá skipan kæmi einhvers konar greiði,“ sagði Bjarni er hann var spurður um þetta af Helgu Völu Helgadóttur, formanni nefndarinnar.Horfa má á upptöku frá fundi nefndarinnar hér fyrir neðan. Guðlaugur Þór sat einnig fyrir svörum en Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð urðu ekki við ósk nefndarinnar um að mæta á fundinn. Sendu þeir frá sér yfirlýsingar sem lesnar voru upp í upphafi fundar.Áhugi Gunnars Braga aldrei ræddur í samhengi við loforð eða greiða Bjarni var einnig spurður út í fund sem hann átti með Sigmundi Davíð og Guðlaugi Þór í þinghúsinu síðastliðið haust. „Sigmundur Davíð kom á framfæri áhuga Gunnars Braga ef að möguleiki væri á því að starfa í utanríkisþjónustunni. Fundinn sat jafnframt Guðlaugur Þór og fór yfir þá stöðu að hann væri nú fyrst og fremst í þeirri stöðu að fækka sendiherrum,“ svaraði Bjarni. Sagðist hann ekki muna hver hafi átt frumkvæði að þeim fundi en ítrekaði Bjarni að á fundinum hafi verið ætlunin að Sigmundur Davíð fengi að heyra það beint frá utanríkisráðherra hvernig staðan væri í utanríkisþjónustunni. Aldrei hafi það komið til tals að Gunnar Bragi ætti inni greiða í tengslum við skipan Geirs sem sendiherra í Washington. „Í þessum samtölum eru þessi mál aldrei rædd í því samhengi að það sé verið að innheimta eitthvert loforð eða skuldbindingu. Heldur eingöngu verið að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga á því að kanna möguleikann á því að starfa í framtíðinni utanríkisþjónustunni,“ sagði Bjarni.MIðflokksmennirnir tveir mættu ekki á fundinn.Til í að greiða götu Jóns Þórs en lofar engu Sagði hann raunar að sér þætti það fullkomnlega eðlilegt að liðka fyrir því að þeir sem hafi áhuga á slíkum störfum geti átt slíkt samtal við utanríkisráðherra.„Ég verð að segja það alveg eins og er að mér þætti það raunar dónaskapur gagnvart mönnum að bregðast ekki vinsamlega við slíkri beiðni og greiða fyrir því að menn geti átt samtal við ráðherrann sem fer með þann málaflokk enda ef menn skoða það í einhverju eðlilegu ljósi, einhverju eðlilegu samhengi, þá sjá menn að það hafa fjölmargir aðilar sem áður hafa starfað á vettvangi stjórnmálanna fengið hlutverk í utanríkisþjónustunni,“ svaraði Bjarni.Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, greip þá boltann á lofti og spurði hvort það ætti líka við um hann sjálfan.„Ef að ég hefði áhuga á því að ræða svona við þig, erum við ekki bara „geim“ í það,“ spurði Jón Þór Bjarna.„Jón Þór, það er meira en sjálfsagt að reyna að greiða götu þína til að uppfylla þínar væntingar ef hægt er en ég lofa engu Jón Þór, ég lofa engu,“ svaraði Bjarni og uppskar nokkurn hlátur viðstaddra.Fylgst var með fundinum í beinni textalýsingu. Lesa má það helsta sem þar fór fram hér að neðan.
Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. Það hefði verið dónaskapur að greiða ekki götuna fyrir því að slíkt samtal við utanríkisráðherra gæti átt sér stað að mati Bjarna. Bjarni sat fyrir svörum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á morgun þar sem skipan sendiherra var rædd. Tilefnið var Klaustursupptakan svokallaða en þar mátti heyra þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður. Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra, eftir að hafa sjálfur skipað Geir H. Haarde sem sendiherra í Washington. „Það lágu til grundvallar þeirri ákvörðun ekki nein loforð af minni hálfu af nokkru tagi, hvorki fyrir né eftir, um að í staðinn fyrir þá skipan kæmi einhvers konar greiði,“ sagði Bjarni er hann var spurður um þetta af Helgu Völu Helgadóttur, formanni nefndarinnar.Horfa má á upptöku frá fundi nefndarinnar hér fyrir neðan. Guðlaugur Þór sat einnig fyrir svörum en Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð urðu ekki við ósk nefndarinnar um að mæta á fundinn. Sendu þeir frá sér yfirlýsingar sem lesnar voru upp í upphafi fundar.Áhugi Gunnars Braga aldrei ræddur í samhengi við loforð eða greiða Bjarni var einnig spurður út í fund sem hann átti með Sigmundi Davíð og Guðlaugi Þór í þinghúsinu síðastliðið haust. „Sigmundur Davíð kom á framfæri áhuga Gunnars Braga ef að möguleiki væri á því að starfa í utanríkisþjónustunni. Fundinn sat jafnframt Guðlaugur Þór og fór yfir þá stöðu að hann væri nú fyrst og fremst í þeirri stöðu að fækka sendiherrum,“ svaraði Bjarni. Sagðist hann ekki muna hver hafi átt frumkvæði að þeim fundi en ítrekaði Bjarni að á fundinum hafi verið ætlunin að Sigmundur Davíð fengi að heyra það beint frá utanríkisráðherra hvernig staðan væri í utanríkisþjónustunni. Aldrei hafi það komið til tals að Gunnar Bragi ætti inni greiða í tengslum við skipan Geirs sem sendiherra í Washington. „Í þessum samtölum eru þessi mál aldrei rædd í því samhengi að það sé verið að innheimta eitthvert loforð eða skuldbindingu. Heldur eingöngu verið að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga á því að kanna möguleikann á því að starfa í framtíðinni utanríkisþjónustunni,“ sagði Bjarni.MIðflokksmennirnir tveir mættu ekki á fundinn.Til í að greiða götu Jóns Þórs en lofar engu Sagði hann raunar að sér þætti það fullkomnlega eðlilegt að liðka fyrir því að þeir sem hafi áhuga á slíkum störfum geti átt slíkt samtal við utanríkisráðherra.„Ég verð að segja það alveg eins og er að mér þætti það raunar dónaskapur gagnvart mönnum að bregðast ekki vinsamlega við slíkri beiðni og greiða fyrir því að menn geti átt samtal við ráðherrann sem fer með þann málaflokk enda ef menn skoða það í einhverju eðlilegu ljósi, einhverju eðlilegu samhengi, þá sjá menn að það hafa fjölmargir aðilar sem áður hafa starfað á vettvangi stjórnmálanna fengið hlutverk í utanríkisþjónustunni,“ svaraði Bjarni.Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, greip þá boltann á lofti og spurði hvort það ætti líka við um hann sjálfan.„Ef að ég hefði áhuga á því að ræða svona við þig, erum við ekki bara „geim“ í það,“ spurði Jón Þór Bjarna.„Jón Þór, það er meira en sjálfsagt að reyna að greiða götu þína til að uppfylla þínar væntingar ef hægt er en ég lofa engu Jón Þór, ég lofa engu,“ svaraði Bjarni og uppskar nokkurn hlátur viðstaddra.Fylgst var með fundinum í beinni textalýsingu. Lesa má það helsta sem þar fór fram hér að neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15
Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54