Lífið

Broadway-stjarnan Carol Channing látin

Sylvía Hall skrifar
Channing á frumsýningu Broadway Beyond the Golden Age þann 7. janúar síðastliðinn.
Channing á frumsýningu Broadway Beyond the Golden Age þann 7. janúar síðastliðinn. Vísir/Getty
Hin 97 ára gamla Carol Channing er látin. Channing var þekktust fyrir hlutverk sitt sem Dolly Levi í Broadway-söngleiknum „Hello Dolly!“ og hlaut hún Tony verðlaun fyrir leik sinn í söngleiknum. 

Að sögn upplýsingafulltrúa leikkonunnar lést hún af eðlilegum orsökum. Hún hafi fengið tvö heilablóðföll á síðasta árinu og aldurinn hafi verið farinn að segja til sín. 

Margir kollegar Channing í leiklistinni minnast leikkonunnar á samfélagsmiðlum í dag og segja heiminn hafa misst einn sinn besta skemmtikraft.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.