Bein útsending: Auður Ava ríður á vaðið í Norræna húsinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2019 18:45 Auður Ava er margverðlaunaður rithöfundur. FBL/Sigtryggur Ari Auður Ava Ólafsdóttir verður í aðalhlutverki á fyrsta Höfundakvöldi Norræna hússins af fjórum sem fram fer í kvöld. Auður Ava er sem kunnugt er handhafi Norrænu bókmenntaverðlaunanna 2018 fyrir skáldsögu sína Ör. Höfundakvöldið hefst klukkan 19:30 og má sjá streymi Norræna hússins hér að neðan. Sofie Hermansen Eriksdatter, verkefnastjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, stýrir umræðum sem fara fram á íslensku, skandinavísku og ensku. Auður Ava Ólafsdóttir (1958) hefur kennt listfræði og listasögu við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og var um tíma forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands. Auður Ava hefur sett upp myndlistarsýningar og fjallað um myndlist og listasögulegt efni í ýmsum fjölmiðlum. Auður Ava er einn þekktasti rithöfundur Íslands og hefur sent frá sér sex skáldsögur, ljóðasafn, leikrit auk þess sem hún hefur skrifað texta fyrir íslensku hljómsveitina Milkywhale. Fyrsta skáldsaga Auðar Övu var Upphækkuð jörð sem kom út 1998 og sex árum síðar kom út skáldsagan Rigning í nóvember en fyrir hana hlaut Auður Ava Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Verðlaunabókin Afleggjarinn kom út 2007 og hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga meðal annars tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Skáldsagan Ör fimmta bók Auðar Övu og fyrir hana hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018. Í bókinni segir frá Jónasi Ebeneser sem er 49 ára fráskilinn, valdalaus og gagnkynhneigður karlmaður sem hefur ekki haldið utan um bert kvenmannshold – alla vega ekki viljandi – í átta ár og fimm mánuði. En hann er handlaginn. Hann hefur flísalagt sjö baðherbergi og þegar hann leggur af stað í ferðalag sem hann hefur ekki hugsað sér að snúa aftur úr, tekur hann með sér borvél. Með undirliggjandi húmor veltir Auður Ava upp aðkallandi og alvarlegum spurningum um stöðu kvenna, um stríð og frið, einmanaleika og óhamingju fólks og það að takast á við hið erfiðleika með mennskuna að vopni. Nýjasta skáldsaga Auðar Övu er Ungfrú Ísland. Bókmenntir Tengdar fréttir Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Auður Ava Ólafsdóttir verður í aðalhlutverki á fyrsta Höfundakvöldi Norræna hússins af fjórum sem fram fer í kvöld. Auður Ava er sem kunnugt er handhafi Norrænu bókmenntaverðlaunanna 2018 fyrir skáldsögu sína Ör. Höfundakvöldið hefst klukkan 19:30 og má sjá streymi Norræna hússins hér að neðan. Sofie Hermansen Eriksdatter, verkefnastjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, stýrir umræðum sem fara fram á íslensku, skandinavísku og ensku. Auður Ava Ólafsdóttir (1958) hefur kennt listfræði og listasögu við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og var um tíma forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands. Auður Ava hefur sett upp myndlistarsýningar og fjallað um myndlist og listasögulegt efni í ýmsum fjölmiðlum. Auður Ava er einn þekktasti rithöfundur Íslands og hefur sent frá sér sex skáldsögur, ljóðasafn, leikrit auk þess sem hún hefur skrifað texta fyrir íslensku hljómsveitina Milkywhale. Fyrsta skáldsaga Auðar Övu var Upphækkuð jörð sem kom út 1998 og sex árum síðar kom út skáldsagan Rigning í nóvember en fyrir hana hlaut Auður Ava Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Verðlaunabókin Afleggjarinn kom út 2007 og hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga meðal annars tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Skáldsagan Ör fimmta bók Auðar Övu og fyrir hana hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018. Í bókinni segir frá Jónasi Ebeneser sem er 49 ára fráskilinn, valdalaus og gagnkynhneigður karlmaður sem hefur ekki haldið utan um bert kvenmannshold – alla vega ekki viljandi – í átta ár og fimm mánuði. En hann er handlaginn. Hann hefur flísalagt sjö baðherbergi og þegar hann leggur af stað í ferðalag sem hann hefur ekki hugsað sér að snúa aftur úr, tekur hann með sér borvél. Með undirliggjandi húmor veltir Auður Ava upp aðkallandi og alvarlegum spurningum um stöðu kvenna, um stríð og frið, einmanaleika og óhamingju fólks og það að takast á við hið erfiðleika með mennskuna að vopni. Nýjasta skáldsaga Auðar Övu er Ungfrú Ísland.
Bókmenntir Tengdar fréttir Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05