Leita Katalónskumælandi Íslendinga Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. janúar 2019 22:30 Hópur katalónskra kvikmyndagerðarmanna hafa ferðast víða um land til að hafa upp á Íslendingum sem hafa af einhverjum ástæðum lagt á sig að læra katalónsku. Þáttastjórnandinn segir margt svipa til hjá Katalóníubúum og Íslendingum. Þar sé tungumálið engin undantekning enda hornsteinn í sjálfsmynd beggja þjóða. Þættirnir heita Katalonski og eru sýndir á katalónsku sjónvarpsstöðinni TV3. Þáttastjórnandinn er Halldór Már Stefánsson, tónlistarmaður, en hann hefur búið í Katalóníu í 25 ár og talar reipirennandi katalónsku. Þáttaröðin hefur verið endurnýjuð fyrir aðra seríu og hefst fyrsti þáttur á Íslandi. Undanfarna daga hefur teymið haft upp á katalónskumælandi Íslendingum. „Við höfum farið til Sikileyjar, Berlínar, Japans, Ástralíu,“ segir Halldór Már. „Við reynum svona yfirleitt að hafa svona fimm viðmælendur í þættinum og við höfum fundið fimm hér á Íslandi. Það eru nú ekki margir Íslendingar sem tala katalónsku.“Sjálfstæðisdraumar Katalóníu hafa ekki fengið að rætast en tungumálið er hornsteinn í sjálfsmynd íbúanna.EPA/Alejandro GarciaKatalónska málið hefur áður átt undir högg að sækja en það var bannað í skólum og hjá hinu opinbera á Frankótímabilinu á Spáni, allt til ársins 1975. Halldór segir mikilvægt að vernda tungumálið þar sem það sé hornsteinn í sjálfsmynd þjóðarinnar. Hann segir að þessu leiti séu Katalóníubúar og Íslendingar svipaðir en báðum þjóðum þykir það forvitnilegt ef fólk utan landsteinanna hafi áhuga á málinu. „Það er meira að segja fólk sem hefur aldrei komið til Katalóníu sem talar katalónsku,“ segir hann. „Þetta finnst Katalónum vera mjög merkilegt og ég gæti trúað því að Íslendingum þætti það jafn merkilegt að heyra af fjölda fólks um allan heims sem tala íslensku og eru ekki íslensk.“ Undanfarið hefur fjöldi Katalóníubúa barist fyrir sjálfstæði héraðsins frá Spáni og sjálfstæðisbaráttan mikið í fréttum. Oriol Gispert leikstjóri þáttanna segir katalónska tungumálið þjóðinni mikilvægt í því að viðhalda sterkri sjálfsmynd. „Tungumál er svo sterkt fyrirbæri,“ segir hann. „Við eigum ekki okkar eigið ríki en við eigum okkar menningu og tungumál. Við viljum varðveita tungumálið og við erum mjög stolt af því að vita að margir utan Katalóníu vilji læra málið. Það er mjög fallegt.“ Spánn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Hópur katalónskra kvikmyndagerðarmanna hafa ferðast víða um land til að hafa upp á Íslendingum sem hafa af einhverjum ástæðum lagt á sig að læra katalónsku. Þáttastjórnandinn segir margt svipa til hjá Katalóníubúum og Íslendingum. Þar sé tungumálið engin undantekning enda hornsteinn í sjálfsmynd beggja þjóða. Þættirnir heita Katalonski og eru sýndir á katalónsku sjónvarpsstöðinni TV3. Þáttastjórnandinn er Halldór Már Stefánsson, tónlistarmaður, en hann hefur búið í Katalóníu í 25 ár og talar reipirennandi katalónsku. Þáttaröðin hefur verið endurnýjuð fyrir aðra seríu og hefst fyrsti þáttur á Íslandi. Undanfarna daga hefur teymið haft upp á katalónskumælandi Íslendingum. „Við höfum farið til Sikileyjar, Berlínar, Japans, Ástralíu,“ segir Halldór Már. „Við reynum svona yfirleitt að hafa svona fimm viðmælendur í þættinum og við höfum fundið fimm hér á Íslandi. Það eru nú ekki margir Íslendingar sem tala katalónsku.“Sjálfstæðisdraumar Katalóníu hafa ekki fengið að rætast en tungumálið er hornsteinn í sjálfsmynd íbúanna.EPA/Alejandro GarciaKatalónska málið hefur áður átt undir högg að sækja en það var bannað í skólum og hjá hinu opinbera á Frankótímabilinu á Spáni, allt til ársins 1975. Halldór segir mikilvægt að vernda tungumálið þar sem það sé hornsteinn í sjálfsmynd þjóðarinnar. Hann segir að þessu leiti séu Katalóníubúar og Íslendingar svipaðir en báðum þjóðum þykir það forvitnilegt ef fólk utan landsteinanna hafi áhuga á málinu. „Það er meira að segja fólk sem hefur aldrei komið til Katalóníu sem talar katalónsku,“ segir hann. „Þetta finnst Katalónum vera mjög merkilegt og ég gæti trúað því að Íslendingum þætti það jafn merkilegt að heyra af fjölda fólks um allan heims sem tala íslensku og eru ekki íslensk.“ Undanfarið hefur fjöldi Katalóníubúa barist fyrir sjálfstæði héraðsins frá Spáni og sjálfstæðisbaráttan mikið í fréttum. Oriol Gispert leikstjóri þáttanna segir katalónska tungumálið þjóðinni mikilvægt í því að viðhalda sterkri sjálfsmynd. „Tungumál er svo sterkt fyrirbæri,“ segir hann. „Við eigum ekki okkar eigið ríki en við eigum okkar menningu og tungumál. Við viljum varðveita tungumálið og við erum mjög stolt af því að vita að margir utan Katalóníu vilji læra málið. Það er mjög fallegt.“
Spánn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira