Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 92-74 | Mikilvægur sigur ÍR Guðlaugur Valgeirsson skrifar 11. janúar 2019 21:15 vísir/daníel þór ÍR tók á móti Haukum í Seljaskóla í kvöld. Leikurinn var hluti af 13.umferð Domino’s deildar karla en henni lýkur í kvöld. Eftir tiltölulegan jafnan fyrri hálfleik stungu heimamenn af og unnu að lokum nokkuð sannfærandi sigur, 92-74. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og mikið um bæði tæknifeila og baráttu undir körfunni. Það var ljóst að bæði lið ætluðu að gefa allt sitt í leikinn. ÍR-ingar komust í 10-5 um miðbik fyrsta leikhluta en þá tók Ívar Ásgrímsson leikhlé. Eftir það var allt annað að sjá til Hauka liðsins og þeir tóku 10-0 kafla og komust yfir og leiddu að loknum fyrsta leikhluta, 13-17. Það var hinsvegar allt annað að sjá til heimamanna í öðrum leikhluta en þeir voru mikið ákveðnari og grimmari og komust fljótt aftur yfir en þeir tóku 11-0 kafla á tímapunkti og komust þá í 28-20. Þeir héldu þeirri forystu út hálfleikinn og leiddu í hálfleik, 40-33. Haukarnir gerðu sitt besta í að minnka muninn í byrjun síðari hálfleiks og Russell Woods reyndi að kveikja í sínum mönnum með hörku troðslu snemma í þriðja leikhluta en þá svöruðu ÍR-ingar með sinni eigin troðslu frá Kevin Capers sem var magnaður í þriðja leikhluta. Hann skoraði 16 stig í leikhlutanum og Ghetto Hooligans létu vel í sér heyra eftir þessa troðslu. Eftir þetta létu ÍR-ingar kné fylgja kviði og þeir komu sér í virkilega góða stöðu undir lok þriðja leikhluta og leiddu að honum loknum, 70-54. Haukarnir byrjuðu fjórða leikhluta nokkuð vel og settu tvo þrista og minnkuðu muninn í 10 stig en síðan ekki söguna meir. ÍR-ingar keyrðu yfir Haukana sem hættu að hitta og þeir komust 22 stigum yfir þegar aðeins 5 mínútur voru eftir. Eftir þetta hleypti Borche varamönnunum inná og þeir sigldu þessum sigri nokkuð örugglega í höfn. Haukarnir mjög slakir í síðari hálfleik og ÍR-ingar með góðan heimasigur, 92-74. ÍR-ingar komnir upp í 8.sætið eftir mikilvægan sigur.Af hverju vann ÍR? Það var eins og heimamenn vildu þetta meira í kvöld. Þeir voru ákveðnari og grimmari í flestum ef ekki öllum aðgerðum og fengu einnig framlag frá mörgum. Borche talaði um það fyrir leik að hann væri aftur kominn með smá breidd í lið sitt og það sást í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimamönnum var Kevin Capers stigahæstur en hann var magnaður í þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 16 stig, hann endaði með samtals 24 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Gerald Robinson skilaði einnig góðu dagsverki með 19 stig og 13 fráköst. Matthías Orri Sigurðarson kom til baka og þrátt fyrir að hitta illa skilaði hann sínu, 5 stig en á móti kemur með 5 fráköst og 6 stoðsendingar á rétt rúmum 25 mínútum. Hjá Haukum var Russell Woods stigahæstur með 20 stig og 8 fráköst að auki. Næstur kom Haukur Óskarsson með 15 stig. Athyglisvert að frákastahæsti maður Hauka var Daði Lár Jónsson en hann reif niður 11 fráköst.Hvað gekk illa? Það er gífurlega erfitt og nánast ómögulegt að vinna leik þegar þú hittir 4 þristum úr 30 tilraunum. Hittni Hauka var skelfileg og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Þeir enduðu leikinn með 32% hittni. Það gekk fátt upp hjá Hilmar Smára Henningssyni í kvöld en hann skoraði ekki nema 4 stig og hitti aðeins 1 af 8 skotum sínum. Hann getur miklu betur og þetta var skrítin frammistaða hjá honum í kvöld.Hvað gerist næst? Haukar fá það erfiða verkefni í næstu umferð að taka á móti Tindastól næstkomandi fimmtudag þann 17.janúar á meðan ÍR-ingar fara í Smárann og mæta heimamönnum í Breiðablik næstkomandi föstudag.Ívar Ásgrímssonvísir/báraÍvar: Baráttan ekki til staðar Ívar Ásgrímsson var skiljanlega ósáttur með sína menn eftir slæmt tap fyrir ÍR í Seljaskóla í kvöld. „Það sem fór úrskeiðis í kvöld var nánast allt bara. Við hittum alveg skelfilega en kannski erum við bara ekki að búa til neitt fyrir menn. Í fyrri hálfleik vorum við að skora inn í teig en síðan förum við að kasta þristum endalaust og höldum því svo áfram í síðari hálfleik.” Eftir að liðið kemst yfir snemma í fyrsta leikhluta datt allur botninn úr Haukum og þeir fóru að elta ÍR-inga, Ívar segir að baráttan hafi ekki verið til staðar. „Það bara gerist sama þá og þegar við minnkum niður í 10 stig í byrjun fjórða leikhluta, við förum að taka léleg skot á meðan þeir taka 3 sóknarfráköst sem kostar okkur þriggja stiga, þegar við hefðum getað tekið frákast og minnkað niður í 8 stig. Það sýndi bara baráttuna eða baráttuleysið í mínum mönnum.” „Þegar við áttum séns að komast inn í leikinn þá erum við bara ekki tilbúnir að leggja okkur fram.” Ívar viðurkennir að hann hefur áhyggjur af stöðu liðsins. „Auðvitað hef ég áhyggjur af stöðu liðsins, við erum að spila illa og það er það sem ég hef áhyggjur af. Ef við værum að spila vel og tapa þá gæfi það okkur allavega eitthvað en við erum að spila illa og við verðum að skoða þetta.” Hann sagðist hafa búist við betri frammistöðu frá sínum mönnum í kvöld. „Ég bjóst við betri frammistöðu í kvöld. Við vorum búnir að fara yfir fullt af hlutum en það virtist ekki hafa virkað mikið. En á meðan menn eru ekki að djöflast og berjast mikið og skorararnir okkar eru ekki að skora þá er þetta erfitt,” sagði Ívar að lokum.Borche Ilievskivísir/daníelBorche: Loksins sigur Borche Ilievski var gífurlega ánægður með sigur sinna manna í kvöld en eftir frekar jafnan fyrri hálfleik stungu þeir Haukana af í síðari hálfleik. „Loksins sigur. Mjög mikilvægur sigur og næsti leikur er það einnig. Sérstaklega til að laga andlega stöðu liðsins að hafa unnið gefur okkur mikið. Loksins fengum við menn til baka og dýpri bekk. Við töpum ekki mörgum boltum og það hjálpar til.” „Við þurfum samt ennþá að bæta okkur aðeins meira varnarlega. Vörnin er ekki eins sterk og ég vil og við þurfum að bæta samvinnuna þar. Mætum Breiðablik næst sem er gott lið og við þurfum að mæta með gott leikplan og undirbúa okkur vel og sigur hugarfar.” Hann var mjög ánægður með erlendu leikmenn liðsins sem leiddu liðið en vildi þó ekki gefa þeim of mikið hrós enda fékk hann framlag frá mörgum leikmönnum í kvöld. „Þeir leiddu liðið vel og skiluðu sínu en ég get ekki gert lítið úr frammistöðu hinna, sérstaklega varnarlega, Sigurkarl frábær í vörninni og Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) æfði ekki alla vikuna vegna smá meiðsla en hann steig upp og skilaði sínu. Matti (Matthías Orri) kom til baka og átti bara að spila 15 mínútur en ég gaf honum 25 mínútur og hann var flottur.” „En samt sem áður var þetta alls ekki auðvelt en með góðri liðsheild og sterkri vörn náðum við að innbyrða sigur.” Liðið mætir Breiðablik næst og þeir hljóta að horfa á þann leik sem leik sem á að vinna til að koma sér nær liðum fyrir ofan sig. „Ég ætla ekki að gera lítið úr neinu liði eða sýna þeim vanvirðingu og vanmeta þá. Breiðablik er gott lið og þeir hafa spilað vel í allan vetur og verið óheppnir í mörgum leikjum. Við þurfum að fara með sigur hugarfar í næsta leik og líka bara alla leiki. Það er það sem ég vil sjá frá mínum mönnum en við vanmetum þá alls ekki,” sagði Borche að lokum. Dominos-deild karla
ÍR tók á móti Haukum í Seljaskóla í kvöld. Leikurinn var hluti af 13.umferð Domino’s deildar karla en henni lýkur í kvöld. Eftir tiltölulegan jafnan fyrri hálfleik stungu heimamenn af og unnu að lokum nokkuð sannfærandi sigur, 92-74. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og mikið um bæði tæknifeila og baráttu undir körfunni. Það var ljóst að bæði lið ætluðu að gefa allt sitt í leikinn. ÍR-ingar komust í 10-5 um miðbik fyrsta leikhluta en þá tók Ívar Ásgrímsson leikhlé. Eftir það var allt annað að sjá til Hauka liðsins og þeir tóku 10-0 kafla og komust yfir og leiddu að loknum fyrsta leikhluta, 13-17. Það var hinsvegar allt annað að sjá til heimamanna í öðrum leikhluta en þeir voru mikið ákveðnari og grimmari og komust fljótt aftur yfir en þeir tóku 11-0 kafla á tímapunkti og komust þá í 28-20. Þeir héldu þeirri forystu út hálfleikinn og leiddu í hálfleik, 40-33. Haukarnir gerðu sitt besta í að minnka muninn í byrjun síðari hálfleiks og Russell Woods reyndi að kveikja í sínum mönnum með hörku troðslu snemma í þriðja leikhluta en þá svöruðu ÍR-ingar með sinni eigin troðslu frá Kevin Capers sem var magnaður í þriðja leikhluta. Hann skoraði 16 stig í leikhlutanum og Ghetto Hooligans létu vel í sér heyra eftir þessa troðslu. Eftir þetta létu ÍR-ingar kné fylgja kviði og þeir komu sér í virkilega góða stöðu undir lok þriðja leikhluta og leiddu að honum loknum, 70-54. Haukarnir byrjuðu fjórða leikhluta nokkuð vel og settu tvo þrista og minnkuðu muninn í 10 stig en síðan ekki söguna meir. ÍR-ingar keyrðu yfir Haukana sem hættu að hitta og þeir komust 22 stigum yfir þegar aðeins 5 mínútur voru eftir. Eftir þetta hleypti Borche varamönnunum inná og þeir sigldu þessum sigri nokkuð örugglega í höfn. Haukarnir mjög slakir í síðari hálfleik og ÍR-ingar með góðan heimasigur, 92-74. ÍR-ingar komnir upp í 8.sætið eftir mikilvægan sigur.Af hverju vann ÍR? Það var eins og heimamenn vildu þetta meira í kvöld. Þeir voru ákveðnari og grimmari í flestum ef ekki öllum aðgerðum og fengu einnig framlag frá mörgum. Borche talaði um það fyrir leik að hann væri aftur kominn með smá breidd í lið sitt og það sást í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimamönnum var Kevin Capers stigahæstur en hann var magnaður í þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 16 stig, hann endaði með samtals 24 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Gerald Robinson skilaði einnig góðu dagsverki með 19 stig og 13 fráköst. Matthías Orri Sigurðarson kom til baka og þrátt fyrir að hitta illa skilaði hann sínu, 5 stig en á móti kemur með 5 fráköst og 6 stoðsendingar á rétt rúmum 25 mínútum. Hjá Haukum var Russell Woods stigahæstur með 20 stig og 8 fráköst að auki. Næstur kom Haukur Óskarsson með 15 stig. Athyglisvert að frákastahæsti maður Hauka var Daði Lár Jónsson en hann reif niður 11 fráköst.Hvað gekk illa? Það er gífurlega erfitt og nánast ómögulegt að vinna leik þegar þú hittir 4 þristum úr 30 tilraunum. Hittni Hauka var skelfileg og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Þeir enduðu leikinn með 32% hittni. Það gekk fátt upp hjá Hilmar Smára Henningssyni í kvöld en hann skoraði ekki nema 4 stig og hitti aðeins 1 af 8 skotum sínum. Hann getur miklu betur og þetta var skrítin frammistaða hjá honum í kvöld.Hvað gerist næst? Haukar fá það erfiða verkefni í næstu umferð að taka á móti Tindastól næstkomandi fimmtudag þann 17.janúar á meðan ÍR-ingar fara í Smárann og mæta heimamönnum í Breiðablik næstkomandi föstudag.Ívar Ásgrímssonvísir/báraÍvar: Baráttan ekki til staðar Ívar Ásgrímsson var skiljanlega ósáttur með sína menn eftir slæmt tap fyrir ÍR í Seljaskóla í kvöld. „Það sem fór úrskeiðis í kvöld var nánast allt bara. Við hittum alveg skelfilega en kannski erum við bara ekki að búa til neitt fyrir menn. Í fyrri hálfleik vorum við að skora inn í teig en síðan förum við að kasta þristum endalaust og höldum því svo áfram í síðari hálfleik.” Eftir að liðið kemst yfir snemma í fyrsta leikhluta datt allur botninn úr Haukum og þeir fóru að elta ÍR-inga, Ívar segir að baráttan hafi ekki verið til staðar. „Það bara gerist sama þá og þegar við minnkum niður í 10 stig í byrjun fjórða leikhluta, við förum að taka léleg skot á meðan þeir taka 3 sóknarfráköst sem kostar okkur þriggja stiga, þegar við hefðum getað tekið frákast og minnkað niður í 8 stig. Það sýndi bara baráttuna eða baráttuleysið í mínum mönnum.” „Þegar við áttum séns að komast inn í leikinn þá erum við bara ekki tilbúnir að leggja okkur fram.” Ívar viðurkennir að hann hefur áhyggjur af stöðu liðsins. „Auðvitað hef ég áhyggjur af stöðu liðsins, við erum að spila illa og það er það sem ég hef áhyggjur af. Ef við værum að spila vel og tapa þá gæfi það okkur allavega eitthvað en við erum að spila illa og við verðum að skoða þetta.” Hann sagðist hafa búist við betri frammistöðu frá sínum mönnum í kvöld. „Ég bjóst við betri frammistöðu í kvöld. Við vorum búnir að fara yfir fullt af hlutum en það virtist ekki hafa virkað mikið. En á meðan menn eru ekki að djöflast og berjast mikið og skorararnir okkar eru ekki að skora þá er þetta erfitt,” sagði Ívar að lokum.Borche Ilievskivísir/daníelBorche: Loksins sigur Borche Ilievski var gífurlega ánægður með sigur sinna manna í kvöld en eftir frekar jafnan fyrri hálfleik stungu þeir Haukana af í síðari hálfleik. „Loksins sigur. Mjög mikilvægur sigur og næsti leikur er það einnig. Sérstaklega til að laga andlega stöðu liðsins að hafa unnið gefur okkur mikið. Loksins fengum við menn til baka og dýpri bekk. Við töpum ekki mörgum boltum og það hjálpar til.” „Við þurfum samt ennþá að bæta okkur aðeins meira varnarlega. Vörnin er ekki eins sterk og ég vil og við þurfum að bæta samvinnuna þar. Mætum Breiðablik næst sem er gott lið og við þurfum að mæta með gott leikplan og undirbúa okkur vel og sigur hugarfar.” Hann var mjög ánægður með erlendu leikmenn liðsins sem leiddu liðið en vildi þó ekki gefa þeim of mikið hrós enda fékk hann framlag frá mörgum leikmönnum í kvöld. „Þeir leiddu liðið vel og skiluðu sínu en ég get ekki gert lítið úr frammistöðu hinna, sérstaklega varnarlega, Sigurkarl frábær í vörninni og Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) æfði ekki alla vikuna vegna smá meiðsla en hann steig upp og skilaði sínu. Matti (Matthías Orri) kom til baka og átti bara að spila 15 mínútur en ég gaf honum 25 mínútur og hann var flottur.” „En samt sem áður var þetta alls ekki auðvelt en með góðri liðsheild og sterkri vörn náðum við að innbyrða sigur.” Liðið mætir Breiðablik næst og þeir hljóta að horfa á þann leik sem leik sem á að vinna til að koma sér nær liðum fyrir ofan sig. „Ég ætla ekki að gera lítið úr neinu liði eða sýna þeim vanvirðingu og vanmeta þá. Breiðablik er gott lið og þeir hafa spilað vel í allan vetur og verið óheppnir í mörgum leikjum. Við þurfum að fara með sigur hugarfar í næsta leik og líka bara alla leiki. Það er það sem ég vil sjá frá mínum mönnum en við vanmetum þá alls ekki,” sagði Borche að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti