Arnór kemst inn á lista yfir bestu táninga heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 15:00 Arnór Sigurðsson. Getty/David S. Bustamante Árið 2018 var eftirminnilegt fyrir íslenska knattspyrnumanninn Arnór Sigurðsson en á sama ári og hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í atvinnumennskunnni þá var hann líka seldur til CSKA Moskvu, spilaði og skoraði í Meistaradeildinni og lék sinn fyrsta A-landsleik. Það hefur líka verið tekið eftir uppkomu Skagamannsins eins og sést á samantekt hollenska fótboltablaðsins Voetbal International yfir tuttugu bestu táninga í heimi.VI PRO zet de grootste talenten op een rij. https://t.co/JsClfhuUSe — VI (@VI_nl) January 9, 2019Arnór komst upp í átjánda sæti listans sem er frábær árangur hjá íslenskum leikmanni sem mjög fáir vissu hver var fyrir ári síðan. Arnór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Norrköping á móti Östersunds 5. maí 2018 og skoraði þá bæði mörkin í 2-0 sigri. CSKA Moskva keypti hann síðan frá Norrköping 31. ágúst eftir að hann hafði skorað 3 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 17 deildarleikjum með besta liði Svíþjóðar. Arnór lék sinn fyrsta leik með CSKA Moskvu í Meistaradeildinni 19. september 2018 og 23. október var hann í fyrsta sinn í byrjunarliði í Meistaradeildinni á móti Roma. Hann skoraði síðan sitt fyrsta Meistaradeildarmark á móti Roma 7. nóvember og var síðan bæði með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri á Real Madrid á Santiago Bernabeu 12. desember síðastliðinn. Arnór lék síðan sinn fyrsta A-landsleik á móti Belgíu 15. nóvember en hann var í byrjunarliðinu í þeim leik. „Arnór Sigurðsson var stórkostlegur í Meistaradeildinni í desember. Hann gaf stoðsendingu og skoraði mark og átti stóran þátt í 3-0 útisigri á Real Madrid. Sigurðsson, sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik í nóvember, spilaði á síðasta ári með Norrköping. CSKA greiddi fyrir hann fjórar milljónir evra," segir í umfjöllun Voetbal International um Arnór en Fótbolti.net sagði frá. Besti táningurinn í heiminum í dag er varnarmaðurinn Matthijs De Ligt hjá Ajax í Hollandi en menn hafa verið að orða hann við stórlið eins og Barcelona. Það segir líka margt um þennan 19 ára strák að hann er þegar kominn með fyrirliðabandið hjá Ajax-liðinu. Englendingurinn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund er í öðru sæti og í því þriðja er Kai Havertz hjá Bayer Leverkusen. Justin Kluivert, Ryan Sessegnon og Matteo Guendouzi eru allir á listanum sem og Vinicius Junior brasilíska vonarstjarnan hjá Real Madrid. Næstu menn á undan Arnóri á listanum er Arsenal-maðurinn Reiss Nelson sem er í láni hjá Hoffenheim í Þýskalandi.Arnór Sigurðsson átti frábæran leik á Santiago Bernabéu í desember. Hér þakkar hann Gareth Bale fyrir leikinn.Getty/Denis Doyle Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Sjá meira
Árið 2018 var eftirminnilegt fyrir íslenska knattspyrnumanninn Arnór Sigurðsson en á sama ári og hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í atvinnumennskunnni þá var hann líka seldur til CSKA Moskvu, spilaði og skoraði í Meistaradeildinni og lék sinn fyrsta A-landsleik. Það hefur líka verið tekið eftir uppkomu Skagamannsins eins og sést á samantekt hollenska fótboltablaðsins Voetbal International yfir tuttugu bestu táninga í heimi.VI PRO zet de grootste talenten op een rij. https://t.co/JsClfhuUSe — VI (@VI_nl) January 9, 2019Arnór komst upp í átjánda sæti listans sem er frábær árangur hjá íslenskum leikmanni sem mjög fáir vissu hver var fyrir ári síðan. Arnór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Norrköping á móti Östersunds 5. maí 2018 og skoraði þá bæði mörkin í 2-0 sigri. CSKA Moskva keypti hann síðan frá Norrköping 31. ágúst eftir að hann hafði skorað 3 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 17 deildarleikjum með besta liði Svíþjóðar. Arnór lék sinn fyrsta leik með CSKA Moskvu í Meistaradeildinni 19. september 2018 og 23. október var hann í fyrsta sinn í byrjunarliði í Meistaradeildinni á móti Roma. Hann skoraði síðan sitt fyrsta Meistaradeildarmark á móti Roma 7. nóvember og var síðan bæði með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri á Real Madrid á Santiago Bernabeu 12. desember síðastliðinn. Arnór lék síðan sinn fyrsta A-landsleik á móti Belgíu 15. nóvember en hann var í byrjunarliðinu í þeim leik. „Arnór Sigurðsson var stórkostlegur í Meistaradeildinni í desember. Hann gaf stoðsendingu og skoraði mark og átti stóran þátt í 3-0 útisigri á Real Madrid. Sigurðsson, sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik í nóvember, spilaði á síðasta ári með Norrköping. CSKA greiddi fyrir hann fjórar milljónir evra," segir í umfjöllun Voetbal International um Arnór en Fótbolti.net sagði frá. Besti táningurinn í heiminum í dag er varnarmaðurinn Matthijs De Ligt hjá Ajax í Hollandi en menn hafa verið að orða hann við stórlið eins og Barcelona. Það segir líka margt um þennan 19 ára strák að hann er þegar kominn með fyrirliðabandið hjá Ajax-liðinu. Englendingurinn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund er í öðru sæti og í því þriðja er Kai Havertz hjá Bayer Leverkusen. Justin Kluivert, Ryan Sessegnon og Matteo Guendouzi eru allir á listanum sem og Vinicius Junior brasilíska vonarstjarnan hjá Real Madrid. Næstu menn á undan Arnóri á listanum er Arsenal-maðurinn Reiss Nelson sem er í láni hjá Hoffenheim í Þýskalandi.Arnór Sigurðsson átti frábæran leik á Santiago Bernabéu í desember. Hér þakkar hann Gareth Bale fyrir leikinn.Getty/Denis Doyle
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Sjá meira