Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Valur 97-94 | Stólarnir höfðu betur í framlengingu Árni Jóhannsson skrifar 10. janúar 2019 22:00 Brynjar Þór Björnsson setti 22 stig fyrir heimamenn í Síkinu í kvöld. vísir/bára Tindastóll og Valur háðu rosalega baráttu á Sauðárkróki fyrr í kvöld í leik sem þurfti að framlengja í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Valsmenn höfðu undirtökin allan leikinn nánast en köstuðu frá sér sigrinum þegar á hólminn var komið í framlengingu en Stólarnir þurftu ótrúlega körfu í lok venjulegs leiktíma til að knýja fram framlenginguna. Það var bersýnilegt að Tindastóll saknaði Péturs Rúnars og Urald King en Valsmenn sýndu sínar bestu hliðar og ætluðu svo sannarlega að sækja gullið í greipar heimamanna með nýjan leikmann, Dominique Rambo, í fararbroddi.Afhverju vann Tindastóll?Það var sambland af reynslu, sigurvilja og klaufaskap Valsmanna sem skópu þennan sigur. Valur var 11 stigum yfir þegar lítið var eftir en Tindastóll nagaði það forskot niður og þegar 3 sekúndur voru eftir henti Danero Thomas þriggja stiga skoti upp í von og óvon sem rataði heim og tryggði hans mönnum framlengingu. Í framlengingunni náðu heimamenn undirtökum og þegar á reyndi klikkuðu Valsmenn á grunnatriðum eins og að stíga út og leyfðu heimamönnum að taka sóknarfráköst sem að skiluðu stigum í hús og að lokum sigrinum. Bestu leikmenn?Í þessum leik var það Dino Butorac sem var mikilvægastur fyrir sína menn í Tindastól. Undir lok leiksins var það hann sem fann körfur til að naga niður forskotið eða til að halda í við Valsmenn þegar þeir virtust vera að síga framúr. Að auki skiluðu Brynjar Þór 22 stigum og Danero 23. Valsmenn fengu gott framlag frá mörgum leikmönnum en sjö leikmenn skoruðu 10 stig eða meira. Dominique Rambo lofar góðu en hann sýndi flotta frammistöðu þrátt fyrir að hafa líklega lítið æft með sínum mönnum og mun hann fara langt með að fylla skó Kendalls.Tölfræði sem vaktiathygli? Tindastóll reyndu 51 þriggja stiga skot í kvöld og hittu úr 19 þeirra sem gerir 37% nýtingu. Það telst alveg eðlileg nýting en sýnir líklegast hversu þeir söknuðu Urald King og Péturs Rúnars sem eru leikmenn sem sækja í teiginn. Að auki þá sýndu Valsmenn góða takta í varnarleik sínum og komu heimamönnum oft og mörgum sinnum í vandræði. Að auki verður að nefna það að Stólarnir náðu í 12 sóknarfráköst í heild sinni í leiknum en þar af voru þrjú þeirra í framlengingunni. Úr sóknarfráköstunum fengur þeir 18 stig en stig úr sóknarfráköstum Valsmanna voru ekki nema 13. Þá verður að nefna það að þetta er fyrsti heimaleikur Tindastóls þar sem þeir fá á sig meira en 73 stig og er það einn eitt dæmi um það hversu þeir söknuðu Urald King í leiknum.Hvað gekk illa?Vítanýting Valsmanna var ekki góð í leiknum og gæti það skilið á milli. Aðrir hlutar leiksins gengu nefnilega vel og þess vegna hlýtur það að svíða að vítanýtingin skuli ekki hafa verið meiri en 51% en Valsmenn voru duglegir að sækja villur í kvöld og hefður þegið að fleiri en 17 víti hefðu farið niður úr 33 tilraunum.Hvað næst?Tindastóll leggur land undir fót og etur kappi við Hauka í Hafnarfirði og vonandi þeirra vegna verða Pétur og Urald klárir. Þeirra var sárt saknað í kvöld þó að sigurinn hafi komist í hús. Valsmenn fá í heimsókn efsta liðið sem eru Njarðvíkingar. Það er annar erfiður leikur en miðað við fyrstu tvo leiki eftir áramót þá geta þeir horft björtum augum á framtíðina. Tindastóll-Valur 97-94 (16-25, 25-24, 26-19, 17-16, 13-10)Tindastóll: Danero Thomas 23/10 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Dino Butorac 18/8 stoðsendingar, Hannes Ingi Másson 14/7 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 8, Helgi Rafn Viggósson 4/5 fráköst, Viðar Ágústsson 3/8 fráköst, Finnbogi Bjarnason 3, Axel Kárason 2.Valur: Aleks Simeonov 16/13 fráköst/5 stoðsendingar, Benedikt Blöndal 14, Dominique Deon Rambo 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 14/4 fráköst, Austin Magnus Bracey 13, Ragnar Agust Nathanaelsson 12/13 fráköst, Illugi Steingrímsson 11/5 fráköst. Dino Butorac: Þurfum að spila betur en í kvöld Hann var að vonum ánægður með úrslit leiksins hann Dino Butorac þegar Tindastóll rétt marði sigur á Valsmönnum í framlengdum leik fyrr í kvöld. „Ég held að við spiluðum ekkert allt of vel en við söknuðum klárlega Péturs og Uralds í kvöld sem voru meiddir og eru mikilvægir fyrir okkur. Við þurftum því að reyna að finna aðrar leiðir og Valsmenn áttu síðan mjög góðan leik og þá sérstaklega sóknarlega. Við lentum í miklum vandræðum með þá og við þurftum að halda áfram að berjast og vona að við gætum tekið sigurinn í lokin“. „Það var ákveðið að taka ekki sénsinn á því að Pétur og Urald myndum espa upp meiðslin sín en það eru mjög erfiðir leikir framundan. Haukar eru næst til dæmis og við þurfum að spila betur en í kvöld. Sem betur fer náðum við að verja heimavöllinn en höfum misst einn leik frá okkur á móti Þór og verðum að sjá til þess að það gerist ekki aftur“.Ágúst S. Björgvinsson: Við hentum þessu frá okkur Hann var afar fámáll eftir leik þjálfari Valsmanna enda köstuðu hans menn unnum leik frá sér nánast eftir að hafa leitt lungan úr leiknum á móti Tindastól í kvöld. „Við hentum þessu frá en við vorum með unnin leik í höndum. Já við hendum þessu bara frá okkur“, sagði Ágúst þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum við leiknum. Hann var næst spurður út í frammistöðu Dominique Rambo sem spilaði sinn fyrsta leik með Val og sagði Ágúst að hann hafi gert margt gott og mætti gera margt betur og að sagði svo að lokum að þeir myndu reyna að gera það sama og þeir gera venjulega enda séu allir leikir erfiðir í deildinni en Valur mætir Njarðvík í næstu umferð.Benedikt Blöndal: Vítin telja í svona jöfnum leik „Þetta er mjög súrt, við ætluðum að reyna að halda áfram á sigurgöngu eftir góð úrslit um helgina en síðan köstuðum við þessu eiginlega frá okkur. Það leit þannig út að hver einasti leikmaður sem fór á vítalínuna hjá okkur klikkaði allavega úr einu víti og það telur í svona jöfnum leik“, sagði fyrirliði Valsmanna eftir leikinn í kvöld. Hann var ágætlega sáttur við nýja leikmann liðsins Dominique Rambo og þá sérstaklega í varnarleiknum. „Það var ágætis kraftur í honum í vörninni en svo er hann ný kominn til landsins þannig að hann er ekki farinn að þekkja inn á sóknarleikinn okkar almennilega. Hann var flottur í vörninni og þá sérstaklega í pressunni sem við reyndum að spila þannig að manni lýst vel á hann þannig en hann á eftir að komast betur inn í þetta hjá okkur en það kemur með fleiri æfingum“. Um leikinn á móti Njarðvík í næstu umferð sagði Benedikt: „Við stefnum í annan sigur okkar á árinu og að gera betur en í þessum leik“.Israel Martin: Mjög mikilvægur sigur Þjálfari Tindastóls taldi þennan sigur mikilvægan eftir tapið á mót Þór í seinustu umferð. „Mjög mikilvægur sigur eftir tapið á móti Þór og það var pínu pressa á okkur fyrir þennan leik. Sigurinn var að auki mjög ánægjulegur en við erum að reyna að finna nýjar liðsuppstillingar sem virka enda söknum við Uralds og Péturs sem voru meiddir en við fengum mikla orku frá öllum og notuðum 10 leikmenn í dag. Allir voru mjög einbeittir og mér fannst það sérstaklega í framlengingunni en við trúðum því að við gætum unnið þennan leik“. Um Urald og Pétur sagi Israel að þeir væru í meðferð við meiðslunum og þær væru að verða betri af þeim en hann gæti ekki sagt með vissu hvenær þeir yrðu tilbúnir í slaginn að nýju. „Við verðum að hvíla okkur eftir þennan leik áður en við undirbúum okkur fyrir leikinn á móti Haukum. Við munum ætla að reyna að halda sama standard á leik okkar og þurfum að einbeita okkur að varnarleiknum því við erum að fá á okkur yfir 90 stig í undanförnum tveimur leikjum. Við erum hinsvegar til í slaginn og er hópurinn mjög einbeittur og samstilltur“. Dominos-deild karla
Tindastóll og Valur háðu rosalega baráttu á Sauðárkróki fyrr í kvöld í leik sem þurfti að framlengja í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Valsmenn höfðu undirtökin allan leikinn nánast en köstuðu frá sér sigrinum þegar á hólminn var komið í framlengingu en Stólarnir þurftu ótrúlega körfu í lok venjulegs leiktíma til að knýja fram framlenginguna. Það var bersýnilegt að Tindastóll saknaði Péturs Rúnars og Urald King en Valsmenn sýndu sínar bestu hliðar og ætluðu svo sannarlega að sækja gullið í greipar heimamanna með nýjan leikmann, Dominique Rambo, í fararbroddi.Afhverju vann Tindastóll?Það var sambland af reynslu, sigurvilja og klaufaskap Valsmanna sem skópu þennan sigur. Valur var 11 stigum yfir þegar lítið var eftir en Tindastóll nagaði það forskot niður og þegar 3 sekúndur voru eftir henti Danero Thomas þriggja stiga skoti upp í von og óvon sem rataði heim og tryggði hans mönnum framlengingu. Í framlengingunni náðu heimamenn undirtökum og þegar á reyndi klikkuðu Valsmenn á grunnatriðum eins og að stíga út og leyfðu heimamönnum að taka sóknarfráköst sem að skiluðu stigum í hús og að lokum sigrinum. Bestu leikmenn?Í þessum leik var það Dino Butorac sem var mikilvægastur fyrir sína menn í Tindastól. Undir lok leiksins var það hann sem fann körfur til að naga niður forskotið eða til að halda í við Valsmenn þegar þeir virtust vera að síga framúr. Að auki skiluðu Brynjar Þór 22 stigum og Danero 23. Valsmenn fengu gott framlag frá mörgum leikmönnum en sjö leikmenn skoruðu 10 stig eða meira. Dominique Rambo lofar góðu en hann sýndi flotta frammistöðu þrátt fyrir að hafa líklega lítið æft með sínum mönnum og mun hann fara langt með að fylla skó Kendalls.Tölfræði sem vaktiathygli? Tindastóll reyndu 51 þriggja stiga skot í kvöld og hittu úr 19 þeirra sem gerir 37% nýtingu. Það telst alveg eðlileg nýting en sýnir líklegast hversu þeir söknuðu Urald King og Péturs Rúnars sem eru leikmenn sem sækja í teiginn. Að auki þá sýndu Valsmenn góða takta í varnarleik sínum og komu heimamönnum oft og mörgum sinnum í vandræði. Að auki verður að nefna það að Stólarnir náðu í 12 sóknarfráköst í heild sinni í leiknum en þar af voru þrjú þeirra í framlengingunni. Úr sóknarfráköstunum fengur þeir 18 stig en stig úr sóknarfráköstum Valsmanna voru ekki nema 13. Þá verður að nefna það að þetta er fyrsti heimaleikur Tindastóls þar sem þeir fá á sig meira en 73 stig og er það einn eitt dæmi um það hversu þeir söknuðu Urald King í leiknum.Hvað gekk illa?Vítanýting Valsmanna var ekki góð í leiknum og gæti það skilið á milli. Aðrir hlutar leiksins gengu nefnilega vel og þess vegna hlýtur það að svíða að vítanýtingin skuli ekki hafa verið meiri en 51% en Valsmenn voru duglegir að sækja villur í kvöld og hefður þegið að fleiri en 17 víti hefðu farið niður úr 33 tilraunum.Hvað næst?Tindastóll leggur land undir fót og etur kappi við Hauka í Hafnarfirði og vonandi þeirra vegna verða Pétur og Urald klárir. Þeirra var sárt saknað í kvöld þó að sigurinn hafi komist í hús. Valsmenn fá í heimsókn efsta liðið sem eru Njarðvíkingar. Það er annar erfiður leikur en miðað við fyrstu tvo leiki eftir áramót þá geta þeir horft björtum augum á framtíðina. Tindastóll-Valur 97-94 (16-25, 25-24, 26-19, 17-16, 13-10)Tindastóll: Danero Thomas 23/10 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Dino Butorac 18/8 stoðsendingar, Hannes Ingi Másson 14/7 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 8, Helgi Rafn Viggósson 4/5 fráköst, Viðar Ágústsson 3/8 fráköst, Finnbogi Bjarnason 3, Axel Kárason 2.Valur: Aleks Simeonov 16/13 fráköst/5 stoðsendingar, Benedikt Blöndal 14, Dominique Deon Rambo 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 14/4 fráköst, Austin Magnus Bracey 13, Ragnar Agust Nathanaelsson 12/13 fráköst, Illugi Steingrímsson 11/5 fráköst. Dino Butorac: Þurfum að spila betur en í kvöld Hann var að vonum ánægður með úrslit leiksins hann Dino Butorac þegar Tindastóll rétt marði sigur á Valsmönnum í framlengdum leik fyrr í kvöld. „Ég held að við spiluðum ekkert allt of vel en við söknuðum klárlega Péturs og Uralds í kvöld sem voru meiddir og eru mikilvægir fyrir okkur. Við þurftum því að reyna að finna aðrar leiðir og Valsmenn áttu síðan mjög góðan leik og þá sérstaklega sóknarlega. Við lentum í miklum vandræðum með þá og við þurftum að halda áfram að berjast og vona að við gætum tekið sigurinn í lokin“. „Það var ákveðið að taka ekki sénsinn á því að Pétur og Urald myndum espa upp meiðslin sín en það eru mjög erfiðir leikir framundan. Haukar eru næst til dæmis og við þurfum að spila betur en í kvöld. Sem betur fer náðum við að verja heimavöllinn en höfum misst einn leik frá okkur á móti Þór og verðum að sjá til þess að það gerist ekki aftur“.Ágúst S. Björgvinsson: Við hentum þessu frá okkur Hann var afar fámáll eftir leik þjálfari Valsmanna enda köstuðu hans menn unnum leik frá sér nánast eftir að hafa leitt lungan úr leiknum á móti Tindastól í kvöld. „Við hentum þessu frá en við vorum með unnin leik í höndum. Já við hendum þessu bara frá okkur“, sagði Ágúst þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum við leiknum. Hann var næst spurður út í frammistöðu Dominique Rambo sem spilaði sinn fyrsta leik með Val og sagði Ágúst að hann hafi gert margt gott og mætti gera margt betur og að sagði svo að lokum að þeir myndu reyna að gera það sama og þeir gera venjulega enda séu allir leikir erfiðir í deildinni en Valur mætir Njarðvík í næstu umferð.Benedikt Blöndal: Vítin telja í svona jöfnum leik „Þetta er mjög súrt, við ætluðum að reyna að halda áfram á sigurgöngu eftir góð úrslit um helgina en síðan köstuðum við þessu eiginlega frá okkur. Það leit þannig út að hver einasti leikmaður sem fór á vítalínuna hjá okkur klikkaði allavega úr einu víti og það telur í svona jöfnum leik“, sagði fyrirliði Valsmanna eftir leikinn í kvöld. Hann var ágætlega sáttur við nýja leikmann liðsins Dominique Rambo og þá sérstaklega í varnarleiknum. „Það var ágætis kraftur í honum í vörninni en svo er hann ný kominn til landsins þannig að hann er ekki farinn að þekkja inn á sóknarleikinn okkar almennilega. Hann var flottur í vörninni og þá sérstaklega í pressunni sem við reyndum að spila þannig að manni lýst vel á hann þannig en hann á eftir að komast betur inn í þetta hjá okkur en það kemur með fleiri æfingum“. Um leikinn á móti Njarðvík í næstu umferð sagði Benedikt: „Við stefnum í annan sigur okkar á árinu og að gera betur en í þessum leik“.Israel Martin: Mjög mikilvægur sigur Þjálfari Tindastóls taldi þennan sigur mikilvægan eftir tapið á mót Þór í seinustu umferð. „Mjög mikilvægur sigur eftir tapið á móti Þór og það var pínu pressa á okkur fyrir þennan leik. Sigurinn var að auki mjög ánægjulegur en við erum að reyna að finna nýjar liðsuppstillingar sem virka enda söknum við Uralds og Péturs sem voru meiddir en við fengum mikla orku frá öllum og notuðum 10 leikmenn í dag. Allir voru mjög einbeittir og mér fannst það sérstaklega í framlengingunni en við trúðum því að við gætum unnið þennan leik“. Um Urald og Pétur sagi Israel að þeir væru í meðferð við meiðslunum og þær væru að verða betri af þeim en hann gæti ekki sagt með vissu hvenær þeir yrðu tilbúnir í slaginn að nýju. „Við verðum að hvíla okkur eftir þennan leik áður en við undirbúum okkur fyrir leikinn á móti Haukum. Við munum ætla að reyna að halda sama standard á leik okkar og þurfum að einbeita okkur að varnarleiknum því við erum að fá á okkur yfir 90 stig í undanförnum tveimur leikjum. Við erum hinsvegar til í slaginn og er hópurinn mjög einbeittur og samstilltur“.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti