Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2019 21:00 Þingflokksformaður Pírata segir geðheilbrigðisþjónustu við fanga á Íslandi algerlega óviðunandi en ekkert hefði verið gert til að bæta úr því þrátt fyrir ábendingar bæði alþjóðlegra og innlendra stofnana. Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag minnti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata á að bann við pyntingum og annarri vanvirðandi eða ómannúðlegri meðferð væri algjört og án undantekninga í lýðræðisríkjum. Þetta væri hvergi mikilvægara en í fangelsum þar sem stjórnvöld hefðu svift fólk frelsi sínu. Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum hefði um árabil skorað á íslensk stjórnvöld að bæta úr alvarlegum skorti á geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. „Ríkisendurskoðun benti á þennan skort í skýrslu sinni árið 2010 og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað hvatt ráðuneyti hæstvirts ráðherra til að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga undanfarin ár án teljandi viðbragða eða úrbóta að hálfu ráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að núverandi fyrirkomulag tryggi ekki vernd fanga frá pyntingum og annarri vanvirðandi meðferð eða refsingu í fangelsum landsins,” sagði Sunna. Hún spurði heilbrigðisráðherra hvort hægt væri að una við þetta og hvenær mætti búast við úrbótum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði þær ábendingar sem Sunna nefndi teknar alvarlega í heilbrigðisráðuneytinu. Samningur Sjúkratrygginga við heilsugæsluna í Árbæ um alhliða heilbrigðisþjónustu á dagtíma við fanga á Hólmsheiði væri á lokastigi. „Geðheilbrigðisþjónusta, það er að segja geðlæknir og geðhjúkrunarfræðingur, eru hluti samningsins. Það er sérstakur undirsamningur við geðsvið Landsspítalans. Þannig að þessi samningur er á lokastigi og síðan er hugmyndin að þetta módel verði fært yfir á önnur fangelsi í landinu í samvinnu við heilbrigðisstofnanir á svæðinu og geðdeildir viðkomandi sjúkrahúsa,” sagði Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata segir geðheilbrigðisþjónustu við fanga á Íslandi algerlega óviðunandi en ekkert hefði verið gert til að bæta úr því þrátt fyrir ábendingar bæði alþjóðlegra og innlendra stofnana. Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag minnti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata á að bann við pyntingum og annarri vanvirðandi eða ómannúðlegri meðferð væri algjört og án undantekninga í lýðræðisríkjum. Þetta væri hvergi mikilvægara en í fangelsum þar sem stjórnvöld hefðu svift fólk frelsi sínu. Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum hefði um árabil skorað á íslensk stjórnvöld að bæta úr alvarlegum skorti á geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. „Ríkisendurskoðun benti á þennan skort í skýrslu sinni árið 2010 og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað hvatt ráðuneyti hæstvirts ráðherra til að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga undanfarin ár án teljandi viðbragða eða úrbóta að hálfu ráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að núverandi fyrirkomulag tryggi ekki vernd fanga frá pyntingum og annarri vanvirðandi meðferð eða refsingu í fangelsum landsins,” sagði Sunna. Hún spurði heilbrigðisráðherra hvort hægt væri að una við þetta og hvenær mætti búast við úrbótum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði þær ábendingar sem Sunna nefndi teknar alvarlega í heilbrigðisráðuneytinu. Samningur Sjúkratrygginga við heilsugæsluna í Árbæ um alhliða heilbrigðisþjónustu á dagtíma við fanga á Hólmsheiði væri á lokastigi. „Geðheilbrigðisþjónusta, það er að segja geðlæknir og geðhjúkrunarfræðingur, eru hluti samningsins. Það er sérstakur undirsamningur við geðsvið Landsspítalans. Þannig að þessi samningur er á lokastigi og síðan er hugmyndin að þetta módel verði fært yfir á önnur fangelsi í landinu í samvinnu við heilbrigðisstofnanir á svæðinu og geðdeildir viðkomandi sjúkrahúsa,” sagði Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira