Krabbameinsáætlun til ársins 2030 Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2019 17:56 Ráðgjafarhópurinn var skipaður af þáverandi velferðarráðherra í byrjun árs 2013. Vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að vinna að framkvæmd verkefna í samræmi við tillögu ráðgjafarhóps sem vann að mótun íslenskrar krabbameinsáætlunar á árunum 2013–2016. Ráðherra hefur ákveðið að gildistími áætlunarinnar verði til ársins 2030, til samræmis við tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu sem nú liggur fyrir Alþingi. Ráðgjafarhópurinn var skipaður af þáverandi velferðarráðherra í byrjun árs 2013 og falið það hlutverk að móta stefnu og meginmarkmið á sviði forvarna og meðferðar vegna krabbameina til ársins 2020. Skýrsla hópsins með tillögu að íslenskri krabbameinsáætlun var birt á vef Stjórnarráðsins í júlí 2017 en formleg afstaða til framkvæmdar þeirra verkefna sem áætlunin tekur til hefur ekki verið tekin fyrr en nú. Skýrsla ráðgjafarhópsins er afar viðamikil og tekur til margra þátta. Fjallað er um faraldsfræði krabbameina, skráningar þeirra, forvarnir og heilsugæslu, rannsóknir og gæðastjórnun, meðferðarþætti og mannafla, endurhæfingu, eftirfylgni og líknarmeðferð. Margt í krabbameinsáætlun er nú þegar komið til framkvæmda eða er í vinnslu. Í skýrslu ráðgjafarhópsins er lagt til að sett verði á fót verkefnisstjórn til að vinna að framgangi áætlunarinnar. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að ráðuneytið taki það hlutverk að sér og vinni að framkvæmdinni í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og aðra aðila sem hlut eiga að máli. Markmiðum og tilheyrandi aðgerðum/árangursviðmiðum krabbameinsáætlunarinnar verður forgangsraðað og ábyrgð á framkvæmd þeirra komið til þeirra stofnana sem augljóslega gegna meginhlutverki í framkvæmd þeirra. Stofnunum verði eftir atvikum falið að koma aðgerðum í framkvæmd eða gera ráðuneytinu grein fyrir hindrunum við að koma viðkomandi aðgerðum í framkvæmd og ná árangursviðmiðum. Áætlunin verði jafnframt tekin til skoðunar við gerð fjármálaáætlunar á ári hverju. Heilbrigðismál Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að vinna að framkvæmd verkefna í samræmi við tillögu ráðgjafarhóps sem vann að mótun íslenskrar krabbameinsáætlunar á árunum 2013–2016. Ráðherra hefur ákveðið að gildistími áætlunarinnar verði til ársins 2030, til samræmis við tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu sem nú liggur fyrir Alþingi. Ráðgjafarhópurinn var skipaður af þáverandi velferðarráðherra í byrjun árs 2013 og falið það hlutverk að móta stefnu og meginmarkmið á sviði forvarna og meðferðar vegna krabbameina til ársins 2020. Skýrsla hópsins með tillögu að íslenskri krabbameinsáætlun var birt á vef Stjórnarráðsins í júlí 2017 en formleg afstaða til framkvæmdar þeirra verkefna sem áætlunin tekur til hefur ekki verið tekin fyrr en nú. Skýrsla ráðgjafarhópsins er afar viðamikil og tekur til margra þátta. Fjallað er um faraldsfræði krabbameina, skráningar þeirra, forvarnir og heilsugæslu, rannsóknir og gæðastjórnun, meðferðarþætti og mannafla, endurhæfingu, eftirfylgni og líknarmeðferð. Margt í krabbameinsáætlun er nú þegar komið til framkvæmda eða er í vinnslu. Í skýrslu ráðgjafarhópsins er lagt til að sett verði á fót verkefnisstjórn til að vinna að framgangi áætlunarinnar. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að ráðuneytið taki það hlutverk að sér og vinni að framkvæmdinni í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og aðra aðila sem hlut eiga að máli. Markmiðum og tilheyrandi aðgerðum/árangursviðmiðum krabbameinsáætlunarinnar verður forgangsraðað og ábyrgð á framkvæmd þeirra komið til þeirra stofnana sem augljóslega gegna meginhlutverki í framkvæmd þeirra. Stofnunum verði eftir atvikum falið að koma aðgerðum í framkvæmd eða gera ráðuneytinu grein fyrir hindrunum við að koma viðkomandi aðgerðum í framkvæmd og ná árangursviðmiðum. Áætlunin verði jafnframt tekin til skoðunar við gerð fjármálaáætlunar á ári hverju.
Heilbrigðismál Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira