Mótmæli á Austurvelli: „Hypjið ykkur af þingi!“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2019 15:35 Yfir eitt hundrað manns sóttu mótmælin. Vísir/Sighvatur Yfir hundrað manns lögðu leið sína á Austurvöll klukkan tvö í dag í þeim tilgangi að mótmæla og krefjast afsagnar þingmannanna sex sem áttu hlut að máli í hinu svokallaða Klaustursmáli. Þó nokkuð færri létu sjá sig en búist var við þar sem á fimmta hundrað höfðu boðað komu sína á Facebook-viðburði mótmælanna. „Nú er komið nóg, við segjum nei, hingað og ekki lengra. Siðleysi þingmanna er ekki liðið, spillingin er ekki liðin! Sýnið a.m.k. örlitla virðingu fyrir Alþingi Íslendinga og hypjið ykkur af þingi,“ segir í lýsingu á viðburðinum. Meðal þeirra sem tóku til máls á mótmælafundinum voru Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, og Bára Halldórsdóttir, aktívisti og uppljóstrari, en það var Bára sjálf sem tók upp tal þingmannanna sex á Klaustri og kom þeim í hendur fjölmiðla. Fundarstjóri var Ninna Karla Katrínardóttir. Talsverð umræða hefur verið um Klaustursmálið að nýju eftir að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, sneru aftur á þing í síðustu viku. Þeir höfðu áður tekið sér leyfi frá þingstörfum vegna málsins.Bára Halldórsdóttir tók til máls á mótmælafundinum.Vísir/SighvaturVísir/SighvaturVísir/Sighvatur Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins. 27. janúar 2019 12:02 Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00 Íris gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til vinnu í sporum Miðflokksmanna Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. 26. janúar 2019 14:14 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Yfir hundrað manns lögðu leið sína á Austurvöll klukkan tvö í dag í þeim tilgangi að mótmæla og krefjast afsagnar þingmannanna sex sem áttu hlut að máli í hinu svokallaða Klaustursmáli. Þó nokkuð færri létu sjá sig en búist var við þar sem á fimmta hundrað höfðu boðað komu sína á Facebook-viðburði mótmælanna. „Nú er komið nóg, við segjum nei, hingað og ekki lengra. Siðleysi þingmanna er ekki liðið, spillingin er ekki liðin! Sýnið a.m.k. örlitla virðingu fyrir Alþingi Íslendinga og hypjið ykkur af þingi,“ segir í lýsingu á viðburðinum. Meðal þeirra sem tóku til máls á mótmælafundinum voru Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, og Bára Halldórsdóttir, aktívisti og uppljóstrari, en það var Bára sjálf sem tók upp tal þingmannanna sex á Klaustri og kom þeim í hendur fjölmiðla. Fundarstjóri var Ninna Karla Katrínardóttir. Talsverð umræða hefur verið um Klaustursmálið að nýju eftir að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, sneru aftur á þing í síðustu viku. Þeir höfðu áður tekið sér leyfi frá þingstörfum vegna málsins.Bára Halldórsdóttir tók til máls á mótmælafundinum.Vísir/SighvaturVísir/SighvaturVísir/Sighvatur
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins. 27. janúar 2019 12:02 Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00 Íris gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til vinnu í sporum Miðflokksmanna Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. 26. janúar 2019 14:14 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
„Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins. 27. janúar 2019 12:02
Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00
Íris gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til vinnu í sporum Miðflokksmanna Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. 26. janúar 2019 14:14