Minnst níu látnir eftir að stíflan brast í Brasilíu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. janúar 2019 10:24 Mikil aurleðja hefur flætt um svæðið. Bruno Correia/AP Yfir tvö hundruð manns er saknað eftir að stífla við járngrýtisnámu í suðausturhluta Brasilíu brast. Mikið magn aurleðju flæddi yfir mötuneyti þar sem starfsmenn námunnar sátu og snæddu hádegismat. Opinber tala látinna er níu en óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi. Um þrjú hundruð starfsmenn voru á svæðinu sem flæddi yfir en viðbragðsaðilum hefur aðeins tekist að koma um einum þriðja þeirra í skjól. Notast var við þyrlur til þess að flytja fólk úr sjálfheldu af völdum flóðsins þar sem vegir á svæðinu eyðilögðust eftir að stíflan brast. BBC greinir frá. Romeu Zema, fylkisstjóri í Minas Gerais þar sem flóðið varð, segir líkurnar á því að fólk finnist á lífi vera hverfandi. „Héðan af eru líkurnar í lágmarki og sennilegast að við munum aðeins finna lík.“ Um eitt hundrað slökkviliðsmenn sinna nú leitinni að fólkinu sem er saknað og gert er ráð fyrir að sá fjöldi muni tvöfaldast í dag. Ekki er ljóst hvað olli því að stíflan, sem er í eigu stærsta námuvinnslufyrirtækis Brasilíu, Vale, brast.Fyrirtækið segir stífluna hafa verið stöðuga Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kallaði atburðinni „alvarlegan harmleik“ og mun hann ferðast á svæðið í dag. Þá mun ráðherrar á sviðum umhverfismála, námugraftarmála og svæðisuppbyggingar í ríkisstjórn landsins fylgja honum á hamfarasvæðið. „Á þessari stundu er aðal áhersluefni okkar að hlúa að mögulegum fórnarlömbum þessa alvarlega harmleiks,“ skrifaði Bolsonaro á Twitter.Nossa maior preocupação neste momento é atender eventuais vítimas desta grave tragédia. — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) January 25, 2019 Fabio Schvartsmann, framkvæmdastjóri Vale, sagði málið vera „mannlegan harmleik.“ Hann hefur einnig sagt að þýskt fyrirtæki sem ráðið var til þess að meta öryggi stíflunnar sem brast hafi metið sem svo að stíflan væri „stöðug.“ Þá hefur Vale tilkynnt að fyrirtækið fylgist náið með öllum öðrum stíflum í sinni umsjá. Stíflan var byggð árið 1976 og notuð til þess að halda eftirstöðvum námuvinnslunnar frá starfsstöðvum námustarfsfólks.Ferfætlingar á svæðinu hafa einnig fundið fyrir áhrifum flóðsins.Leo Drumond/APYfirvöld mæta harðri gragnrýni Brasilíska dagblaðið Folha de S, Paulo birti í gær frétt þar sem því var haldið fram að mögulegt rof stíflunnar hafi verið umræðuefni spennuþrungins fundar þar sem leyfi fyrir stíflunni var samþykkt. Umhverfisaðgerðasinnasamtökin Greenpeace hafa gagnrýnt aðila málsins harðlega og segja málið vera „sorglegar afleiðingar þess að brasilísk yfirvöld og námuvinnslufyrirtæki hafi ekki lært sína lexíu,“ en rúm þrjú ár eru síðan 19 manns létust eftir að stífla í Mariana, sem er einnig í Minas Gerais, brast. Sú var einnig í eigu Vale. Þá hafa samtökin sagt að málin séu „ekki slys, heldur umhverfisglæpir sem þurfi að rannsaka, refsa fyrir, og bæta fyrir. Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Yfir tvö hundruð manns er saknað eftir að stífla við járngrýtisnámu í suðausturhluta Brasilíu brast. Mikið magn aurleðju flæddi yfir mötuneyti þar sem starfsmenn námunnar sátu og snæddu hádegismat. Opinber tala látinna er níu en óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi. Um þrjú hundruð starfsmenn voru á svæðinu sem flæddi yfir en viðbragðsaðilum hefur aðeins tekist að koma um einum þriðja þeirra í skjól. Notast var við þyrlur til þess að flytja fólk úr sjálfheldu af völdum flóðsins þar sem vegir á svæðinu eyðilögðust eftir að stíflan brast. BBC greinir frá. Romeu Zema, fylkisstjóri í Minas Gerais þar sem flóðið varð, segir líkurnar á því að fólk finnist á lífi vera hverfandi. „Héðan af eru líkurnar í lágmarki og sennilegast að við munum aðeins finna lík.“ Um eitt hundrað slökkviliðsmenn sinna nú leitinni að fólkinu sem er saknað og gert er ráð fyrir að sá fjöldi muni tvöfaldast í dag. Ekki er ljóst hvað olli því að stíflan, sem er í eigu stærsta námuvinnslufyrirtækis Brasilíu, Vale, brast.Fyrirtækið segir stífluna hafa verið stöðuga Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kallaði atburðinni „alvarlegan harmleik“ og mun hann ferðast á svæðið í dag. Þá mun ráðherrar á sviðum umhverfismála, námugraftarmála og svæðisuppbyggingar í ríkisstjórn landsins fylgja honum á hamfarasvæðið. „Á þessari stundu er aðal áhersluefni okkar að hlúa að mögulegum fórnarlömbum þessa alvarlega harmleiks,“ skrifaði Bolsonaro á Twitter.Nossa maior preocupação neste momento é atender eventuais vítimas desta grave tragédia. — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) January 25, 2019 Fabio Schvartsmann, framkvæmdastjóri Vale, sagði málið vera „mannlegan harmleik.“ Hann hefur einnig sagt að þýskt fyrirtæki sem ráðið var til þess að meta öryggi stíflunnar sem brast hafi metið sem svo að stíflan væri „stöðug.“ Þá hefur Vale tilkynnt að fyrirtækið fylgist náið með öllum öðrum stíflum í sinni umsjá. Stíflan var byggð árið 1976 og notuð til þess að halda eftirstöðvum námuvinnslunnar frá starfsstöðvum námustarfsfólks.Ferfætlingar á svæðinu hafa einnig fundið fyrir áhrifum flóðsins.Leo Drumond/APYfirvöld mæta harðri gragnrýni Brasilíska dagblaðið Folha de S, Paulo birti í gær frétt þar sem því var haldið fram að mögulegt rof stíflunnar hafi verið umræðuefni spennuþrungins fundar þar sem leyfi fyrir stíflunni var samþykkt. Umhverfisaðgerðasinnasamtökin Greenpeace hafa gagnrýnt aðila málsins harðlega og segja málið vera „sorglegar afleiðingar þess að brasilísk yfirvöld og námuvinnslufyrirtæki hafi ekki lært sína lexíu,“ en rúm þrjú ár eru síðan 19 manns létust eftir að stífla í Mariana, sem er einnig í Minas Gerais, brast. Sú var einnig í eigu Vale. Þá hafa samtökin sagt að málin séu „ekki slys, heldur umhverfisglæpir sem þurfi að rannsaka, refsa fyrir, og bæta fyrir.
Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26