Veikburða netöryggissveit og óvissa um stöðu netvarna Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. janúar 2019 13:30 Frumvarp samgönguráðherra tryggir ekki netöryggisssveit Íslands aðgang að upplýsingum þannig að hún geti sinnt hlutverki sínu. Þetta er mat Póst- og fjarskiptastofnunar og kemur fram í umsögn stofnunarinnar um frumvarpið. Vísir/Getty Netöryggissveit Íslands er veikburða í samanburði við sambærilegar sveitir á Norðurlöndunum. Þá veit enginn með vissu hvar netvarnir Íslands standa í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta segir forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Póst- og fjarskiptastofnun hefur starfrækt netöryggissveit Íslands (CERT-ÍS) frá árinu 2012 en í dag eru þrír einstaklingar í sveitinni. Hlutverk sveitarinnar er annars vegar að fylgjast með og vakta ógnir sem steðja að Íslandi í heild og hins vegar að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum. Sveitinni berast á hverju ári mörg hundruð tilkynningar frá stofnunum og fyrirtækjum. Lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveitina og fjölga verkefnum hennar. Með frumvarpinu er svokallað netumdæmi sveitarinnar útvíkkað og mun það til dæmis ná yfir bankastarfsemi, heilbrigðisþjónustu og orku-, vatns- og hitaveitur. Fyrsta umræða fór fram um frumarpið á Alþingi í desember sl. Póst- og fjarskiptastofnun leggur til breytingar á frumvarpinu í umsögn en að mati stofnunarinnar tryggir frumvarpið sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu. Stofnunin telur að frumvarpið sé almennt framfaraskref þótt hún geri athugasemdir og tillögur að breytingum. En hversu vel er netöryggissveitin í stakk búin til að sinna hlutverki sínu samkvæmt gildandi lögum? „Netöryggissveitin er afskaplega fámenn og það vantar ýmis tæki og tól til þess að hægt sé að gera þetta svo vel sé. Ef við horfum til sambærilegra stofnana á hinum Norðurlöndunum þar er hundraðfaldur munur að stærð,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Vísir/Baldur HrafnkellHvernig er netvörnum Íslendinga háttað í samanburði við hin Norðurlöndin? „Ég held að hreinskilna svarið er ég held að það viti það enginn í dag. Það er víða verið að gera mjög góða hluti í íslensku samfélagi varðandi netöryggi. Kerfin á Íslandi eru til þess að gera nýtískuleg, ég held að mörg þeirra séu ágætlega uppfærð. Sums staðar eru mjög öflugar netöryggisvarnir en það er engin heildarmynd af þessari stöðu í dag. Hana vantar og hún mun verða mun betri eftir að við verðum búin að innleiða þessi lög,“ segir Hrafnkell. Tölvuárásir Tengdar fréttir Þrír menn eru í netöryggissveit Íslands Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu. 21. janúar 2019 18:30 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Netöryggissveit Íslands er veikburða í samanburði við sambærilegar sveitir á Norðurlöndunum. Þá veit enginn með vissu hvar netvarnir Íslands standa í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta segir forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Póst- og fjarskiptastofnun hefur starfrækt netöryggissveit Íslands (CERT-ÍS) frá árinu 2012 en í dag eru þrír einstaklingar í sveitinni. Hlutverk sveitarinnar er annars vegar að fylgjast með og vakta ógnir sem steðja að Íslandi í heild og hins vegar að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum. Sveitinni berast á hverju ári mörg hundruð tilkynningar frá stofnunum og fyrirtækjum. Lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveitina og fjölga verkefnum hennar. Með frumvarpinu er svokallað netumdæmi sveitarinnar útvíkkað og mun það til dæmis ná yfir bankastarfsemi, heilbrigðisþjónustu og orku-, vatns- og hitaveitur. Fyrsta umræða fór fram um frumarpið á Alþingi í desember sl. Póst- og fjarskiptastofnun leggur til breytingar á frumvarpinu í umsögn en að mati stofnunarinnar tryggir frumvarpið sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu. Stofnunin telur að frumvarpið sé almennt framfaraskref þótt hún geri athugasemdir og tillögur að breytingum. En hversu vel er netöryggissveitin í stakk búin til að sinna hlutverki sínu samkvæmt gildandi lögum? „Netöryggissveitin er afskaplega fámenn og það vantar ýmis tæki og tól til þess að hægt sé að gera þetta svo vel sé. Ef við horfum til sambærilegra stofnana á hinum Norðurlöndunum þar er hundraðfaldur munur að stærð,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Vísir/Baldur HrafnkellHvernig er netvörnum Íslendinga háttað í samanburði við hin Norðurlöndin? „Ég held að hreinskilna svarið er ég held að það viti það enginn í dag. Það er víða verið að gera mjög góða hluti í íslensku samfélagi varðandi netöryggi. Kerfin á Íslandi eru til þess að gera nýtískuleg, ég held að mörg þeirra séu ágætlega uppfærð. Sums staðar eru mjög öflugar netöryggisvarnir en það er engin heildarmynd af þessari stöðu í dag. Hana vantar og hún mun verða mun betri eftir að við verðum búin að innleiða þessi lög,“ segir Hrafnkell.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Þrír menn eru í netöryggissveit Íslands Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu. 21. janúar 2019 18:30 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Þrír menn eru í netöryggissveit Íslands Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu. 21. janúar 2019 18:30