Saka skautaþjálfara um kynferðislega misnotkun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2019 11:30 Shim Sik-hee á ÓL í fyrra. vísir/getty Suður-Kórea hefur verið í fararbroddi í heiminum í sprettskautahlaupi en nú er búið að varpa dimmum skugga yfir starf skautasambandsins eftir að nokkrar stúlkur stigu fram og sökuðu þjálfarana í Kóreu um kynferðislega misnotkun. Suður-Kórea vann 24 gull á síðustu Vetrarólympíuleikum og skautafólk þjóðarinnar eru þjóðhetjur. Þetta mál er því mikill skellur fyrir þjóðina og ekki síst skautasambandið sem er ásakað að hafa breitt yfir allt saman. Fimm skautakonur, sem kjósa að koma fram undir nafnleynd af ótta við hefndaraðgerðir, opnuðu sig um málið í upphafi vikunnar. „Þær eru raunverulega hræddar við hefndaraðgerðir og útskúfun úr samfélaginu,“ sagði lögmaður stúlknanna en hann hefur einnig farið fram á rannsókn á formanni skautasambandsins sem hann segir hafa hylmt yfir ásakanir í áraraðir. Hann hafi komist upp með það þar sem hann sé vinur þekktra stjórnmálamanna og annarra með áhrif í samfélaginu. Ásakanirnar eru ekki bara um kynferðislega misnotkun. Í janúar steig Shim Sik-hee fram og sagði að þjálfarinn hennar hefði lamið hana síðan hún var sjö ára. Hann hefði meira að segja brotið fingur hennar með íshokkíkylfu. „Hann lamdi mig svo oft, og svo fast, að ég óttaðist að deyja á æfingum hjá honum,“ sagði Shim en þjálfarinn hennar var dæmdur í tíu mánaða fangelsi enda kom í ljós að hann hefði lamið fleiri en hana. Sami þjálfari var svo í kjölfarið ásakaður um kynferðislega misnotkun og það opnaði flóðgáttir sem ekki sér fyrir endann á. Þetta mál hefur þegar leitt það af sér að önnur íþróttasambönd í landinu eru að rannsaka hvort slík hegðun hafi viðgengist innan þeirra raða. Konur í kóreskum íþróttaheimi hafa verið að fá meira hugrekki til þess að stíga fram síðustu misseri og fyrrum tennisstjarnan Kim Ein-hee greindi frá kynferðislegri misnotkun frá sínum þjálfara. Sú misnotkun hófst er hún var aðeins tíu ára gömul. Sá þjálfari fékk tíu ára fangelsisdóm þannig að yfirvöld taka ásakanirnar alvarlega og refsa grimmilega. Aðrar íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilda halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Suður-Kórea hefur verið í fararbroddi í heiminum í sprettskautahlaupi en nú er búið að varpa dimmum skugga yfir starf skautasambandsins eftir að nokkrar stúlkur stigu fram og sökuðu þjálfarana í Kóreu um kynferðislega misnotkun. Suður-Kórea vann 24 gull á síðustu Vetrarólympíuleikum og skautafólk þjóðarinnar eru þjóðhetjur. Þetta mál er því mikill skellur fyrir þjóðina og ekki síst skautasambandið sem er ásakað að hafa breitt yfir allt saman. Fimm skautakonur, sem kjósa að koma fram undir nafnleynd af ótta við hefndaraðgerðir, opnuðu sig um málið í upphafi vikunnar. „Þær eru raunverulega hræddar við hefndaraðgerðir og útskúfun úr samfélaginu,“ sagði lögmaður stúlknanna en hann hefur einnig farið fram á rannsókn á formanni skautasambandsins sem hann segir hafa hylmt yfir ásakanir í áraraðir. Hann hafi komist upp með það þar sem hann sé vinur þekktra stjórnmálamanna og annarra með áhrif í samfélaginu. Ásakanirnar eru ekki bara um kynferðislega misnotkun. Í janúar steig Shim Sik-hee fram og sagði að þjálfarinn hennar hefði lamið hana síðan hún var sjö ára. Hann hefði meira að segja brotið fingur hennar með íshokkíkylfu. „Hann lamdi mig svo oft, og svo fast, að ég óttaðist að deyja á æfingum hjá honum,“ sagði Shim en þjálfarinn hennar var dæmdur í tíu mánaða fangelsi enda kom í ljós að hann hefði lamið fleiri en hana. Sami þjálfari var svo í kjölfarið ásakaður um kynferðislega misnotkun og það opnaði flóðgáttir sem ekki sér fyrir endann á. Þetta mál hefur þegar leitt það af sér að önnur íþróttasambönd í landinu eru að rannsaka hvort slík hegðun hafi viðgengist innan þeirra raða. Konur í kóreskum íþróttaheimi hafa verið að fá meira hugrekki til þess að stíga fram síðustu misseri og fyrrum tennisstjarnan Kim Ein-hee greindi frá kynferðislegri misnotkun frá sínum þjálfara. Sú misnotkun hófst er hún var aðeins tíu ára gömul. Sá þjálfari fékk tíu ára fangelsisdóm þannig að yfirvöld taka ásakanirnar alvarlega og refsa grimmilega.
Aðrar íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilda halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira