20% háskólanema hafa neytt lyfja sem þeim var ekki ávísað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. janúar 2019 19:45 Um 20% háskólanema á Íslandi hafa neytt lyfja sem þeim er ekki sjálfum ávísað í von um að bæta námsárangur eða til að draga úr álagseinkennum. Þá bendir ný rannsókn til þess að færri háskólanemar við Háskólann í Reykjavík glími við einkenni þunglyndis og kvíða en fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós. Þó sé full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, segir lyfjaneyslu meðal háskólanema hafa aukist jafnt og þétt í takt við aukna lyfjanotkun á Íslandi almennt, en hann var meðal frummælenda á ráðstefnu um geðheilbrigði sem stendur yfir í HR í vikunni. „20% háskólanema hafa á einhverjum tímapunkti tekið lyf sem hafa verið ávísuð á einhvern annan og þetta eru fyrst og fremst tveir flokkar lyfja. Annars vegar lyf sem eru tekin í þeim tilgangi að bæta námsárangurinn og hins vegar sem fólk tekur vegna álagseinkenna, verkja, svefnleysis og kvíða,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.Vísir/Anton BrinkÞað er svipað hlutfall og gengur og gerist í nágrannaríkjum. Hann segir lyfin geta vissulega hjálpað þeim sem glími til dæmis við ofvirkini og athyglisbresti, en geta haft öfug áhrif á aðra. „Það eru hættur sem þessu fylgir. Það jafnvel ýtir ennþá meira undir kvíða og svefnleysi og þetta getur leitt til ávana í þessi lyf og það verður lægri og lægri þröskuldurinn til þess að taka þessi lyf við aðrar aðstæður.“10,3% nemenda við HR með einkenni þunglyndis Ingvar Eysteinsson, mastersnemi í klínískri sálfræði, vann rannsókn meðal nemenda Háskólans í Reykjavík en niðurstöður hennar gefa til kynna að 10,3% nemenda við skólann verði fyrir truflun í daglegu lífi vegna þunglyndis og 9,3% vegna kvíða. „Samkvæmt okkar rannsókn virðast töluvert færri vera að glíma við þessi vandamál heldur en að fyrr hefur verið ætlað,“ segir Ingvar. Vísar hann þar til nýlegrar rannsóknar frá árinu 2017 sem náði einnig til nemenda við Háskólann í Reykjavík. Þrátt fyrir það er hlutfallið yfir viðmiðunarmörkum. „Það sem við vorum að gera var að leggja mat á algengi mismunandi kvíðavandamála og þunglyndis á meðal háskólanema með því að nota einkennalista og auk þess notuðum við spurningalista þar sem við spurðum fólk út í þeirra mat á truflun vegna kvíða, þunglyndis og streitu,“ útskýrir Ingvar. „Ég held að það sé rík ástæða til að bregðast við þessum vandamálum.“ Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Um 20% háskólanema á Íslandi hafa neytt lyfja sem þeim er ekki sjálfum ávísað í von um að bæta námsárangur eða til að draga úr álagseinkennum. Þá bendir ný rannsókn til þess að færri háskólanemar við Háskólann í Reykjavík glími við einkenni þunglyndis og kvíða en fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós. Þó sé full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, segir lyfjaneyslu meðal háskólanema hafa aukist jafnt og þétt í takt við aukna lyfjanotkun á Íslandi almennt, en hann var meðal frummælenda á ráðstefnu um geðheilbrigði sem stendur yfir í HR í vikunni. „20% háskólanema hafa á einhverjum tímapunkti tekið lyf sem hafa verið ávísuð á einhvern annan og þetta eru fyrst og fremst tveir flokkar lyfja. Annars vegar lyf sem eru tekin í þeim tilgangi að bæta námsárangurinn og hins vegar sem fólk tekur vegna álagseinkenna, verkja, svefnleysis og kvíða,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.Vísir/Anton BrinkÞað er svipað hlutfall og gengur og gerist í nágrannaríkjum. Hann segir lyfin geta vissulega hjálpað þeim sem glími til dæmis við ofvirkini og athyglisbresti, en geta haft öfug áhrif á aðra. „Það eru hættur sem þessu fylgir. Það jafnvel ýtir ennþá meira undir kvíða og svefnleysi og þetta getur leitt til ávana í þessi lyf og það verður lægri og lægri þröskuldurinn til þess að taka þessi lyf við aðrar aðstæður.“10,3% nemenda við HR með einkenni þunglyndis Ingvar Eysteinsson, mastersnemi í klínískri sálfræði, vann rannsókn meðal nemenda Háskólans í Reykjavík en niðurstöður hennar gefa til kynna að 10,3% nemenda við skólann verði fyrir truflun í daglegu lífi vegna þunglyndis og 9,3% vegna kvíða. „Samkvæmt okkar rannsókn virðast töluvert færri vera að glíma við þessi vandamál heldur en að fyrr hefur verið ætlað,“ segir Ingvar. Vísar hann þar til nýlegrar rannsóknar frá árinu 2017 sem náði einnig til nemenda við Háskólann í Reykjavík. Þrátt fyrir það er hlutfallið yfir viðmiðunarmörkum. „Það sem við vorum að gera var að leggja mat á algengi mismunandi kvíðavandamála og þunglyndis á meðal háskólanema með því að nota einkennalista og auk þess notuðum við spurningalista þar sem við spurðum fólk út í þeirra mat á truflun vegna kvíða, þunglyndis og streitu,“ útskýrir Ingvar. „Ég held að það sé rík ástæða til að bregðast við þessum vandamálum.“
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira