Guðrún Inga er hætt en segir að KSÍ sé ekki karlaklúbbur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2019 11:30 Guðrún Inga Sívertsen. Mynd/S2 Sport Guðrún Inga Sívertsen segir það áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa innan knattspyrnusambandsins. Guðrún Inga er að hætta í stjórn Knattspyrnusambands Íslands eftir tólf ára setu en hún hefur verið varaformaður sambandsins undanfarin ár. Arnar Björnsson ræddi við hana og spurði hana af hverju hún sé að hætta í stjórn KSÍ. „Af hverju ekki? Ég er búin að vera í tólf ár í stjórn, fannst þetta vera orðin góður tími og ákvað að segja að þetta væri komið gott. Það er engin ein sérstök ástæða fyrir því að ég hætti,“ sagði Guðrún Inga Sívertsen. Guðrún Inga var kjörin í stjórn KSÍ árið 2007 og er ein fárra kvenna í áhrifastöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Var hún einhvern tímann að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til formanns? „Ég skal segja þér alveg satt. Ég hugsaði þetta fyrir tveimur árum og ígrundaði það vel. Ég var þá í spennandi verkefni í vinnunni og var ekki tilbúin að fara í slaginn. Sú afstaða var sú sama núna,“ sagði Guðrún Inga. Konum fækkar í þessum stórum störfum innan íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. „Það er áhyggjuefni og ég viðurkenni það líka að ég hefði viljað sjá fleiri nöfn á konum sem væru að bjóða sig fram í stjórnina. Þetta er eitthvað sem við í knattspyrnuhreyfingunni þurfum að huga að jafnt hjá KSÍ sem og hjá aðildarfélögunum okkar. Kvenfólk er stór hluti af hreyfingunni og við þurfum líka að láta til okkar taka innan stjórna jafnt hjá KSÍ og félögunum,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga segir að Knattspyrnusamband Íslands sé ekki karlaklúbbur. „Ég held að það væri samt sterkt að fá fleiri konur til starfa,“ sagði Guðrún Inga sem á góðar minningar frá stjórnarsetuárum sínum. „Þetta eru búin að vera yndisleg ár, tólf flott ár og fimm stórmót. Ég er gríðarlega stolt að hafa verið þátttakandi í þessari uppbyggingu. Ég er búin að kynnast mörgu góðu fólki og eignast frábæra vini. Auðvitað verður þetta skrýtið en ég er ekki hætt í fótboltanum. Ég bý við fótboltavöll og ég er ekkert farin. Ég verð áfram þátttakandi í íslenskri knattspyrnu,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga Sívertsen ætlar ekki að blanda sér í kosningabaráttu þeirra Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar sem báðir sækjast nú eftir formannsstöðu KSÍ. „Ég vil bara gott fólk til þess að stýra knattspyrnunni á Íslandi,“ sagði Guðrún Inga að lokum en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.Klippa: Áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Guðrún Inga Sívertsen segir það áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa innan knattspyrnusambandsins. Guðrún Inga er að hætta í stjórn Knattspyrnusambands Íslands eftir tólf ára setu en hún hefur verið varaformaður sambandsins undanfarin ár. Arnar Björnsson ræddi við hana og spurði hana af hverju hún sé að hætta í stjórn KSÍ. „Af hverju ekki? Ég er búin að vera í tólf ár í stjórn, fannst þetta vera orðin góður tími og ákvað að segja að þetta væri komið gott. Það er engin ein sérstök ástæða fyrir því að ég hætti,“ sagði Guðrún Inga Sívertsen. Guðrún Inga var kjörin í stjórn KSÍ árið 2007 og er ein fárra kvenna í áhrifastöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Var hún einhvern tímann að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til formanns? „Ég skal segja þér alveg satt. Ég hugsaði þetta fyrir tveimur árum og ígrundaði það vel. Ég var þá í spennandi verkefni í vinnunni og var ekki tilbúin að fara í slaginn. Sú afstaða var sú sama núna,“ sagði Guðrún Inga. Konum fækkar í þessum stórum störfum innan íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. „Það er áhyggjuefni og ég viðurkenni það líka að ég hefði viljað sjá fleiri nöfn á konum sem væru að bjóða sig fram í stjórnina. Þetta er eitthvað sem við í knattspyrnuhreyfingunni þurfum að huga að jafnt hjá KSÍ sem og hjá aðildarfélögunum okkar. Kvenfólk er stór hluti af hreyfingunni og við þurfum líka að láta til okkar taka innan stjórna jafnt hjá KSÍ og félögunum,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga segir að Knattspyrnusamband Íslands sé ekki karlaklúbbur. „Ég held að það væri samt sterkt að fá fleiri konur til starfa,“ sagði Guðrún Inga sem á góðar minningar frá stjórnarsetuárum sínum. „Þetta eru búin að vera yndisleg ár, tólf flott ár og fimm stórmót. Ég er gríðarlega stolt að hafa verið þátttakandi í þessari uppbyggingu. Ég er búin að kynnast mörgu góðu fólki og eignast frábæra vini. Auðvitað verður þetta skrýtið en ég er ekki hætt í fótboltanum. Ég bý við fótboltavöll og ég er ekkert farin. Ég verð áfram þátttakandi í íslenskri knattspyrnu,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga Sívertsen ætlar ekki að blanda sér í kosningabaráttu þeirra Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar sem báðir sækjast nú eftir formannsstöðu KSÍ. „Ég vil bara gott fólk til þess að stýra knattspyrnunni á Íslandi,“ sagði Guðrún Inga að lokum en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.Klippa: Áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa
Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann