Einkaþotusamkoma í Ölpunum kom skemmtilega á óvart Björk Eiðsdóttir skrifar 30. janúar 2019 07:00 Halla og lið hennar báru sigur úr býtum í heitum kappræðum New York Times. Fréttablaðið/Aðsend Halla Tómasdóttir, forstjóri The B Team, var í Davos í svissnesku Ölpunum í vikunni sem leið, en þar kemur áhrifafólk heimsins saman á World Economic Forum á ári hverju. „The B-team, eru alþjóðleg samtök sem stofnuð voru fyrir um sex árum af Richard Branson og fleiri áhrifamiklum leiðtogum eins og Paul Polman, sem er stjórnarformaður og Sharan Burrow, sem er aðalritari alþjóðlegu verkalýðshreyfingarinnar. „Fólki sem taldi mikilvægt að beita sér saman fyrir bættum stjórnar- og viðskiptaháttum og betri heimi. Við leggjumst saman á árar í loftslagsmálum, mikilvægum samfélagsmálum og trúum að aukið gagnsæi, gott siðferði og ábyrg forysta séu lykilatriði í að byggja upp traust og auka sátt í heiminum.“Betri upplifun en hún átti von á Halla viðurkennir að hún hafi ekki endilega haft miklar væntingar til ráðstefnunnar í Davos. „Ég hef ekki mikla trú á því að einsleitur hópur sem hefur setið lengi við völd muni í einlægni ræða lausnir á okkar flóknu og fjölmörgu áskorunum sem oft á tíðum bitna meira á þeim sem minna mega sín en þeim sem koma saman á einkaþotum í svissnesku ölpunum. En upplifunin var að mörgu leyti betri en ég átti von á. Fjölmargir koma til Davos til að tryggja að fólk í valdastöðum heyri einmitt raddir þeirra sem berjast fyrir betri heimi.Kappræður New York Times snerust um kynjakvóta í þetta skiptið og voru að sögn Höllu líflegar og heitar.Fréttablaðið/AðsendUnnu New York Times kappræðurnar Halla og hennar lið unnu kappræður New York Times sem eru vinsæl leið til að takast á við mál sem á eru skiptar skoðanir. „Þeir velja þrjá aðila til að tala fyrir máli sem þeir velja og aðra þrjá til að tala gegn því. Hver aðili fær þrjár mínútur til að flytja sitt mál og áhorfendur láta vel í sér heyra. Við fáum hinsvegar ekki að velja í hvoru liðinu við erum og mitt lið talaði fyrir kynjakvótum í forystu. Við unnum og mögulega leiðir þetta til þess að jafnvægi kynjanna í þessum mikilvægu umræðum um stöðu heimsins verði aukið. Sem stendur eru konur einungis um 20% þátttakenda í Davos og það hófst ekki fyrr en skipuleggjendur sögðu fyrirtækjum að ef þeir sendu fimm aðila á staðinn, yrði einn þeirra að vera kona.“Halla segir það hafa verið hápunkt ferðarinnar að hitta ungu sænsku baráttukonuna Gretu Thunberg, þær eru hér ásamt Christinu Figueres, kollega Höllu úr B-team.Fréttablaðið/AðsendEins og fyrr segir kom ráðstefnan Höllu skemmtilega á óvart og segist hún hafa fundið einlæglega fyrir nýjum tón í samtölum sínum við forstjóra fyrirtækja um loftslags- og umhverfismál. „Forstjóri tryggingarfyrirtækis deildi t.d. með mér að hans fyrirtæki fjárfesti ekki lengur í kolafyrirtækjum og tryggi ekki lengur olíufyrirtæki. Þegar ég spurði hann hvers vegna, sagði hann mér að dóttir hans hefði spurt hann hvort hann væri stoltur af öllu sem fyrirtækið hans gerði. Þetta olli umsnúningi í hans huga og síðan þá býður hann börnum stjórnarmanna að koma inná fundi með stjórninni. Annar forstjóri olíufyrirtækis sagði mér að dóttir hans hefði spurt hann hvort hann ætlaði að bera ábyrgð á stærsta glæp gegn næstu kynslóð. Hann vinnur nú hörðum höndum að því að breyta sínu fyrirtæki sem og sínum geira til batnaðar. Ég er sannfærð um jákvæð áhrif þess að horfa á heiminn í gegnum augu barna okkar og barnabarna.“ Greta Thunberg hristi upp í hlutunum Talandi um næstu kynslóð, Halla segir það hafa verið hápunkt ferðarinnar að hitta hina sænsku Gretu Thunberg sem vakið hefur athygli fyrir baráttu sína fyrir umhverfismálum. „Það var algjörlega frábært að sjá hvernig þessi unga sænska stúlka, sem gerðist baráttumanneskja einungis tíu ára gömul, náði að hrista uppí Davos. Ólíkt leiðtogunum sem margir komu á einkaflugvélum, þá kom Greta með lest, það tók hana 31 klst. Við tókum saman þátt í atburði sem fór fram í Arctic Base Camp, þar sem hún gisti í tjaldi í fimbulkulda. Hún var með einföld skilaboð, ef við náum ekki tökum á loftslagsbreytingum, þá er fátt annað fyrir okkur að gera hér á jörð. Hún hitti skipuleggjendur World Economic Forum og fór fram á að loftslagsmálin yrðu aðalmálið árið 2020 og ég treysti nú að svo verði. Ég held það sé óhætt að segja að fátt vakti meira athygli í Davos en þessi unga, hugrakka stúlka.“ Birtist í Fréttablaðinu Sviss Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Sjá meira
Halla Tómasdóttir, forstjóri The B Team, var í Davos í svissnesku Ölpunum í vikunni sem leið, en þar kemur áhrifafólk heimsins saman á World Economic Forum á ári hverju. „The B-team, eru alþjóðleg samtök sem stofnuð voru fyrir um sex árum af Richard Branson og fleiri áhrifamiklum leiðtogum eins og Paul Polman, sem er stjórnarformaður og Sharan Burrow, sem er aðalritari alþjóðlegu verkalýðshreyfingarinnar. „Fólki sem taldi mikilvægt að beita sér saman fyrir bættum stjórnar- og viðskiptaháttum og betri heimi. Við leggjumst saman á árar í loftslagsmálum, mikilvægum samfélagsmálum og trúum að aukið gagnsæi, gott siðferði og ábyrg forysta séu lykilatriði í að byggja upp traust og auka sátt í heiminum.“Betri upplifun en hún átti von á Halla viðurkennir að hún hafi ekki endilega haft miklar væntingar til ráðstefnunnar í Davos. „Ég hef ekki mikla trú á því að einsleitur hópur sem hefur setið lengi við völd muni í einlægni ræða lausnir á okkar flóknu og fjölmörgu áskorunum sem oft á tíðum bitna meira á þeim sem minna mega sín en þeim sem koma saman á einkaþotum í svissnesku ölpunum. En upplifunin var að mörgu leyti betri en ég átti von á. Fjölmargir koma til Davos til að tryggja að fólk í valdastöðum heyri einmitt raddir þeirra sem berjast fyrir betri heimi.Kappræður New York Times snerust um kynjakvóta í þetta skiptið og voru að sögn Höllu líflegar og heitar.Fréttablaðið/AðsendUnnu New York Times kappræðurnar Halla og hennar lið unnu kappræður New York Times sem eru vinsæl leið til að takast á við mál sem á eru skiptar skoðanir. „Þeir velja þrjá aðila til að tala fyrir máli sem þeir velja og aðra þrjá til að tala gegn því. Hver aðili fær þrjár mínútur til að flytja sitt mál og áhorfendur láta vel í sér heyra. Við fáum hinsvegar ekki að velja í hvoru liðinu við erum og mitt lið talaði fyrir kynjakvótum í forystu. Við unnum og mögulega leiðir þetta til þess að jafnvægi kynjanna í þessum mikilvægu umræðum um stöðu heimsins verði aukið. Sem stendur eru konur einungis um 20% þátttakenda í Davos og það hófst ekki fyrr en skipuleggjendur sögðu fyrirtækjum að ef þeir sendu fimm aðila á staðinn, yrði einn þeirra að vera kona.“Halla segir það hafa verið hápunkt ferðarinnar að hitta ungu sænsku baráttukonuna Gretu Thunberg, þær eru hér ásamt Christinu Figueres, kollega Höllu úr B-team.Fréttablaðið/AðsendEins og fyrr segir kom ráðstefnan Höllu skemmtilega á óvart og segist hún hafa fundið einlæglega fyrir nýjum tón í samtölum sínum við forstjóra fyrirtækja um loftslags- og umhverfismál. „Forstjóri tryggingarfyrirtækis deildi t.d. með mér að hans fyrirtæki fjárfesti ekki lengur í kolafyrirtækjum og tryggi ekki lengur olíufyrirtæki. Þegar ég spurði hann hvers vegna, sagði hann mér að dóttir hans hefði spurt hann hvort hann væri stoltur af öllu sem fyrirtækið hans gerði. Þetta olli umsnúningi í hans huga og síðan þá býður hann börnum stjórnarmanna að koma inná fundi með stjórninni. Annar forstjóri olíufyrirtækis sagði mér að dóttir hans hefði spurt hann hvort hann ætlaði að bera ábyrgð á stærsta glæp gegn næstu kynslóð. Hann vinnur nú hörðum höndum að því að breyta sínu fyrirtæki sem og sínum geira til batnaðar. Ég er sannfærð um jákvæð áhrif þess að horfa á heiminn í gegnum augu barna okkar og barnabarna.“ Greta Thunberg hristi upp í hlutunum Talandi um næstu kynslóð, Halla segir það hafa verið hápunkt ferðarinnar að hitta hina sænsku Gretu Thunberg sem vakið hefur athygli fyrir baráttu sína fyrir umhverfismálum. „Það var algjörlega frábært að sjá hvernig þessi unga sænska stúlka, sem gerðist baráttumanneskja einungis tíu ára gömul, náði að hrista uppí Davos. Ólíkt leiðtogunum sem margir komu á einkaflugvélum, þá kom Greta með lest, það tók hana 31 klst. Við tókum saman þátt í atburði sem fór fram í Arctic Base Camp, þar sem hún gisti í tjaldi í fimbulkulda. Hún var með einföld skilaboð, ef við náum ekki tökum á loftslagsbreytingum, þá er fátt annað fyrir okkur að gera hér á jörð. Hún hitti skipuleggjendur World Economic Forum og fór fram á að loftslagsmálin yrðu aðalmálið árið 2020 og ég treysti nú að svo verði. Ég held það sé óhætt að segja að fátt vakti meira athygli í Davos en þessi unga, hugrakka stúlka.“
Birtist í Fréttablaðinu Sviss Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Sjá meira