Baldwin klæddist gerðarlegri ullarkápu frá MM6 Maison Margiela og við hana samlitum íþróttagalla úr kasmír frá Chloé og sömuleiðis drapplitum íþróttaskóm.
Eins og margar stjörnur er Baldwin með stílista á sínum snærum. Sú heitir Maeve Reilly, og hafa þær stöllur verið að prófa sig áfram með stíl fyrirsætunnar að undanförnu. Þótti hún til að mynda mun fágaðri í útliti þennan vetrardag en oft áður.





