Könnun íþróttadeildar: Guðni er að valta yfir Geir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2019 22:30 Geir og Guðni í sjónvarpssal í kvöld. vísir/vilhelm Íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis stóð fyrir könnun á meðal aðildarfélaga KSÍ um hvaða formannsframbjóðanda félögin ætluðu að kjósa. Sú könnun kom afar vel út fyrir sitjandi formann, Guðna Bergsson. Rúmlega þriðjungur atkvæða skilaði sér í hús en alls er hægt að fá 152 atkvæði á ársþinginu sem fer fram á laugardag. Þó svo það sé óvissa með mörg atkvæði þá gefur þessi könnun nokkuð góða vísbendingu um hvernig stendur í kosningabaráttunni. Atkvæði bárust bæði frá stóru félögunum í efstu deildunum sem og frá liðum í neðri deildunum út á landi þannig að könnunin nær ágætlega utan um hreyfinguna. Öll vötn falla til Guðna Bergssonar og miðað við þessa könnun stefnir hreinlega í að hann niðurlægi fyrrverandi formann, Geir Þorsteinsson. Guðni fékk 88 prósent atkvæða hjá þeim félögum sem svöruðu könnuninni en Geir verður að sætta sig við 12 prósent. Ótrúlegir yfirburðir eins og staðan er núna. Einhver aðildarfélaganna sögðust ekki ætla að ákveða sig fyrr en eftir kappræðurnar á Stöð 2 og Vísi í kvöld og önnur félög gera ekki ráð fyrir að ákveða sig fyrr en á ársþinginu. Það er því á brattann að sækja hjá gamla formanninum sem virðist þurfa að draga alla ásana sína fram næstu daga ef hann ætlar sér að endurheimta formannsstól Knattspyrnusambandsins. KSÍ Tengdar fréttir Geir og Guðni eru þeir einu sem bjóða sig fram til formanns KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur nú staðfest það á heimasíðu sinni hverjir munu bjóða sig fram til formanns og til stjórnar á 73. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem fer fram 9. febrúar næstkomandi. 28. janúar 2019 16:29 Börkur: Guðni þarf sinn tíma Börkur Edvardsson, formaður Vals, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. 6. febrúar 2019 19:30 Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Geir: Ósiðleg afskipti hjá forseta UEFA Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er verulega ósáttur við afskipti forseta UEFA af formannskjöri KSÍ. Geir segir að forsetinn hafi brotið siðareglur UEFA með framkomu sinni. 1. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis stóð fyrir könnun á meðal aðildarfélaga KSÍ um hvaða formannsframbjóðanda félögin ætluðu að kjósa. Sú könnun kom afar vel út fyrir sitjandi formann, Guðna Bergsson. Rúmlega þriðjungur atkvæða skilaði sér í hús en alls er hægt að fá 152 atkvæði á ársþinginu sem fer fram á laugardag. Þó svo það sé óvissa með mörg atkvæði þá gefur þessi könnun nokkuð góða vísbendingu um hvernig stendur í kosningabaráttunni. Atkvæði bárust bæði frá stóru félögunum í efstu deildunum sem og frá liðum í neðri deildunum út á landi þannig að könnunin nær ágætlega utan um hreyfinguna. Öll vötn falla til Guðna Bergssonar og miðað við þessa könnun stefnir hreinlega í að hann niðurlægi fyrrverandi formann, Geir Þorsteinsson. Guðni fékk 88 prósent atkvæða hjá þeim félögum sem svöruðu könnuninni en Geir verður að sætta sig við 12 prósent. Ótrúlegir yfirburðir eins og staðan er núna. Einhver aðildarfélaganna sögðust ekki ætla að ákveða sig fyrr en eftir kappræðurnar á Stöð 2 og Vísi í kvöld og önnur félög gera ekki ráð fyrir að ákveða sig fyrr en á ársþinginu. Það er því á brattann að sækja hjá gamla formanninum sem virðist þurfa að draga alla ásana sína fram næstu daga ef hann ætlar sér að endurheimta formannsstól Knattspyrnusambandsins.
KSÍ Tengdar fréttir Geir og Guðni eru þeir einu sem bjóða sig fram til formanns KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur nú staðfest það á heimasíðu sinni hverjir munu bjóða sig fram til formanns og til stjórnar á 73. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem fer fram 9. febrúar næstkomandi. 28. janúar 2019 16:29 Börkur: Guðni þarf sinn tíma Börkur Edvardsson, formaður Vals, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. 6. febrúar 2019 19:30 Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Geir: Ósiðleg afskipti hjá forseta UEFA Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er verulega ósáttur við afskipti forseta UEFA af formannskjöri KSÍ. Geir segir að forsetinn hafi brotið siðareglur UEFA með framkomu sinni. 1. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Geir og Guðni eru þeir einu sem bjóða sig fram til formanns KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur nú staðfest það á heimasíðu sinni hverjir munu bjóða sig fram til formanns og til stjórnar á 73. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem fer fram 9. febrúar næstkomandi. 28. janúar 2019 16:29
Börkur: Guðni þarf sinn tíma Börkur Edvardsson, formaður Vals, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. 6. febrúar 2019 19:30
Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31
Geir: Ósiðleg afskipti hjá forseta UEFA Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er verulega ósáttur við afskipti forseta UEFA af formannskjöri KSÍ. Geir segir að forsetinn hafi brotið siðareglur UEFA með framkomu sinni. 1. febrúar 2019 21:00