Akureyringar fá að segja álit sitt á breytingu á nafni bæjarins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2019 16:30 Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri samþykkti í gær tillögu fulltrúa minnihlutans þess efnis að undirbúin verði skoðanakönnun svo bæjarbúar fái tækifæri til þess að segja álit sitt á því að breyta nafni bæjarsins. Einn af bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, einn af flokkunum sem myndar meirihlutasamstarfið í bæjarstjórn, studdi tillögu minnihlutans sem varð til þess að hún var samþykkt.Tillaga um að breyta nafni bæjarins úr Akureyrarkaupstað í Akureyrarbæ hefur verið til umræðu í bæjarkerfinu að undanförnu. Nafnið Akureyrarbær hefur fest sig í sessi í daglegu tali á undanförnum árum og sjaldgæft að hið formlega nafn bæjarins, Akureyrarkaupstaður, heyrist nefnt.Samþykkt var á fundi bæjarráðs í síðasta mánuði að leggja fram tillögu til þess efnis að breyta nafninu. Þeirri tillögu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar sem tók málið fyrir á fundi sínum í gær. Þar lagði Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins til að málinu yrði vísað aftur til bæjarráðs til frekari umræðu og útfærslu. Svona er bæjarstjórnin á Akureyri mönnuð. L-listinn, Framsókn og Samfylkingin mynda sex manna meirihluta í bæjarstjórn.Minnihlutinn lagði meirihlutann Fimm fulltrúar Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, sem mynda minnihluta, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fimm af sex bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, L-listans og Samfylkingarinnar, sem mynda meirihluta greiddu atkvæði með tillögunni. Ingibjörg Ólöf Isaksen, fulltrúi Framsóknarflokksins sat hins vegar hjá og því féll tillagan á jöfnu. Sóley Björk Stefánsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn lagði þá fram tillögu þess efnis að málinu yrði frestað en undirbúin yrði skoðanakönnun á vettvangi íbúagáttar á vef Akureyrarkaupstaðar undir þeim formerkjum að kæmi fram afdráttarlaus vilji meirihluta íbúa yrði tekið mið af honum. Sú tillaga var samþykkt með fimm atkvæðum minnihlutans og atkvæði Ingibjargar Ólafar sem fór þá gegn samstarfsfélögum sínum í meirihlutasamstarfinu. Í samtali við Vísi segir Ingibjörg að hennar skoðun sé sú að bæjarbúar eigi að fá einhverju ráðið um hvað bærinn þeirra heiti. „Við sitjum í umboði bæjarbúa og ég myndi halda að ef bæjarbúar muni vilja hafa skoðanir á einhverju þá væri það hvað bærinn okkar heitir,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Ólöf Isaksen er bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn.Mynd/Akureyrarbær.Afstaðan á ekki að hafa komið samstarfsfélögunum á óvart Þá segir hún að þarna hafi myndast tilvalið tækifæri til þess að kynna bæjarbúum fyrir íbúagátt á heimasíðu bæjarins þar sem hægt er að sinna ýmsum erindium og sækja sér þjónustu á rafænan hátt. Þá sé þarna einnig komið fram tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins fyrir yngri bæjarbúum. „Ég sé þetta sem tilvalið tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins, af hverju hann heitir Akureyrarkaupstaður og það væri til dæmis hægt að setja af stað skuggakosningar í grunnskólum bæjarins ef þeir hafa áhuga á því,“ segir Ingibjörg. Sem fyrr segir vekur athygli að Ingibjörg tók afstöðu með minnihluta bæjarstjórnar sem varð til þess að tillaga hans var samþykkt. Hún telur þó að þetta muni ekki hafa nein áhrif á meirihlutasamstarfið. „Við megum öll fylgja okkar sannfæringu og þarna fylgdi ég minni sannfæringu. Þetta var mín skoðun og mín ákvörðun og þau vissu það fyrirfram. Þetta var ekkert sem kom þeim á óvart.“ Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri samþykkti í gær tillögu fulltrúa minnihlutans þess efnis að undirbúin verði skoðanakönnun svo bæjarbúar fái tækifæri til þess að segja álit sitt á því að breyta nafni bæjarsins. Einn af bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, einn af flokkunum sem myndar meirihlutasamstarfið í bæjarstjórn, studdi tillögu minnihlutans sem varð til þess að hún var samþykkt.Tillaga um að breyta nafni bæjarins úr Akureyrarkaupstað í Akureyrarbæ hefur verið til umræðu í bæjarkerfinu að undanförnu. Nafnið Akureyrarbær hefur fest sig í sessi í daglegu tali á undanförnum árum og sjaldgæft að hið formlega nafn bæjarins, Akureyrarkaupstaður, heyrist nefnt.Samþykkt var á fundi bæjarráðs í síðasta mánuði að leggja fram tillögu til þess efnis að breyta nafninu. Þeirri tillögu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar sem tók málið fyrir á fundi sínum í gær. Þar lagði Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins til að málinu yrði vísað aftur til bæjarráðs til frekari umræðu og útfærslu. Svona er bæjarstjórnin á Akureyri mönnuð. L-listinn, Framsókn og Samfylkingin mynda sex manna meirihluta í bæjarstjórn.Minnihlutinn lagði meirihlutann Fimm fulltrúar Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, sem mynda minnihluta, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fimm af sex bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, L-listans og Samfylkingarinnar, sem mynda meirihluta greiddu atkvæði með tillögunni. Ingibjörg Ólöf Isaksen, fulltrúi Framsóknarflokksins sat hins vegar hjá og því féll tillagan á jöfnu. Sóley Björk Stefánsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn lagði þá fram tillögu þess efnis að málinu yrði frestað en undirbúin yrði skoðanakönnun á vettvangi íbúagáttar á vef Akureyrarkaupstaðar undir þeim formerkjum að kæmi fram afdráttarlaus vilji meirihluta íbúa yrði tekið mið af honum. Sú tillaga var samþykkt með fimm atkvæðum minnihlutans og atkvæði Ingibjargar Ólafar sem fór þá gegn samstarfsfélögum sínum í meirihlutasamstarfinu. Í samtali við Vísi segir Ingibjörg að hennar skoðun sé sú að bæjarbúar eigi að fá einhverju ráðið um hvað bærinn þeirra heiti. „Við sitjum í umboði bæjarbúa og ég myndi halda að ef bæjarbúar muni vilja hafa skoðanir á einhverju þá væri það hvað bærinn okkar heitir,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Ólöf Isaksen er bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn.Mynd/Akureyrarbær.Afstaðan á ekki að hafa komið samstarfsfélögunum á óvart Þá segir hún að þarna hafi myndast tilvalið tækifæri til þess að kynna bæjarbúum fyrir íbúagátt á heimasíðu bæjarins þar sem hægt er að sinna ýmsum erindium og sækja sér þjónustu á rafænan hátt. Þá sé þarna einnig komið fram tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins fyrir yngri bæjarbúum. „Ég sé þetta sem tilvalið tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins, af hverju hann heitir Akureyrarkaupstaður og það væri til dæmis hægt að setja af stað skuggakosningar í grunnskólum bæjarins ef þeir hafa áhuga á því,“ segir Ingibjörg. Sem fyrr segir vekur athygli að Ingibjörg tók afstöðu með minnihluta bæjarstjórnar sem varð til þess að tillaga hans var samþykkt. Hún telur þó að þetta muni ekki hafa nein áhrif á meirihlutasamstarfið. „Við megum öll fylgja okkar sannfæringu og þarna fylgdi ég minni sannfæringu. Þetta var mín skoðun og mín ákvörðun og þau vissu það fyrirfram. Þetta var ekkert sem kom þeim á óvart.“
Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira