Blankfein fær ekki bónusinn strax Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 08:00 Lloyd Blankfein, fyrrverandi bankastjóri Goldman Sachs. Nordicphotos/Getty Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur ákveðið að fresta því að greiða fyrrverandi bankastjóranum Lloyd Blankfein og tveimur öðrum fyrrverandi stjórnendum bankans bónusa vegna rannsóknar yfirvalda á fjármálahneykslinu í kringum fjárfestingarsjóðinn 1MDB. Í tilkynningu frá stjórn fjárfestingarbankans kom fram að ákvarðanir er varða bónusgreiðslurnar yrðu ekki teknar „fyrr en frekari upplýsingar eru tiltækar“ um rannsókn málsins. Embætti ríkissaksóknara í Malasíu ákærði í desember Goldman Sachs og tvo bankamenn fyrir auðgunarbrot í tengslum við fjárfestingarsjóðinn sem var sem kunnugt er í eigu malasíska ríkisins. Bandaríski fjárfestingarbankinn þáði 600 milljónir dala í þóknanir fyrir að hafa séð um 6,5 milljarða dala sölu á skuldabréfum 1MDB en megnið af andvirði skuldabréfasölunnar rann meðal annars til malasískra embættis- og stjórnmálamanna í gegnum flókinn vef mútugreiðslna og peningaþvættis. Tim Leissner, fyrrverandi meðeigandi Goldman Sachs, hefur játað sök sína í málinu en bankinn hefur hins vegar þráfaldlega neitað sök. Þá hefur bankinn verið krafinn um greiðslu sekta upp á þrjá milljarða dala fyrir að hafa komið að stórfelldum fjárdrætti sem er talinn nema allt að 2,7 milljörðum dala. Auk Blankfeins mun Goldman Sachs fresta bónusgreiðslum til Mike Evans, sem sat meðal annars í stjórn bankans, og Michaels Sherwood, fyrrverandi yfirmanns alþjóðamála hjá bankanum. Í tilfellum Blankfeins og Evans nema greiðslurnar um sjö milljónum dala. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur ákveðið að fresta því að greiða fyrrverandi bankastjóranum Lloyd Blankfein og tveimur öðrum fyrrverandi stjórnendum bankans bónusa vegna rannsóknar yfirvalda á fjármálahneykslinu í kringum fjárfestingarsjóðinn 1MDB. Í tilkynningu frá stjórn fjárfestingarbankans kom fram að ákvarðanir er varða bónusgreiðslurnar yrðu ekki teknar „fyrr en frekari upplýsingar eru tiltækar“ um rannsókn málsins. Embætti ríkissaksóknara í Malasíu ákærði í desember Goldman Sachs og tvo bankamenn fyrir auðgunarbrot í tengslum við fjárfestingarsjóðinn sem var sem kunnugt er í eigu malasíska ríkisins. Bandaríski fjárfestingarbankinn þáði 600 milljónir dala í þóknanir fyrir að hafa séð um 6,5 milljarða dala sölu á skuldabréfum 1MDB en megnið af andvirði skuldabréfasölunnar rann meðal annars til malasískra embættis- og stjórnmálamanna í gegnum flókinn vef mútugreiðslna og peningaþvættis. Tim Leissner, fyrrverandi meðeigandi Goldman Sachs, hefur játað sök sína í málinu en bankinn hefur hins vegar þráfaldlega neitað sök. Þá hefur bankinn verið krafinn um greiðslu sekta upp á þrjá milljarða dala fyrir að hafa komið að stórfelldum fjárdrætti sem er talinn nema allt að 2,7 milljörðum dala. Auk Blankfeins mun Goldman Sachs fresta bónusgreiðslum til Mike Evans, sem sat meðal annars í stjórn bankans, og Michaels Sherwood, fyrrverandi yfirmanns alþjóðamála hjá bankanum. Í tilfellum Blankfeins og Evans nema greiðslurnar um sjö milljónum dala.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent