New England Patriots er NFL-meistari í ameríska fótboltanum eftir 13-3 sigur á Los Angeles Rams í Super Bowl leiknum í nótt sem var sá 53. í röðinni.
Eins og vanalega eru það auglýsingarnar sem fá mikla athygli en helstu stórfyrirtæki heims birta vanalega glænýjar auglýsingar milli leikhluta og í sérstökum auglýsingahléum.
Miðillinn The Washington Post hefur nú tekið saman tíu bestu auglýsingarnar sem birtustu í tengslum við úrslitaleikinn um Ofurskálina.
Hér að neðan má sjá yfirferð The Washington Post:

