New England Patriots er NFL-meistari í ameríska fótboltanum eftir 13-3 sigur á Los Angeles Rams í Super Bowl leiknum í nótt sem var sá 53. í röðinni og að þessu sinni spilaður á hinum stórglæsilega Mercedes-Benz leikvangi í Atlantaborg í Georgíufylki.
Eins og vanalega eru það auglýsingarnar sem fá mikla athygli en helstu stórfyrirtæki heims birta vanalega glænýjar auglýsingar milli leikhluta og í sérstökum auglýsingahléum.
„Í Game of Thrones, vinnur þú eða deyrð,“ segir aflraunamaðurinn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson á Twitter og birtir í leiðinni auglýsingu Bud Light og Game Of Thrones í leiðinni.
In the @GameOfThrones, you win or you die, @TheBudKnight.#SBLIII@BudLightpic.twitter.com/AunNXS6ehf
— Hafþór J Björnsson (@ThorBjornsson_) February 4, 2019
Hafþór leikur stórt hlutverk í Super Bowl auglýsingu fyrirtækjanna og má sjá hana hér að neðan. HBO sem framleiðir þættina Game Of Thrones kom að auglýsingunni en lokaþáttaröð Game Of Thrones hefst í apríl og verður á dagskrá á Stöð 2.