ÍA endar í þriðja sæti Fótbolta.net mótsins eftir að liðið vann 3-2 sigur á HK í leiknum um þriðja sætið í Kórnum í kvöld.
Emil Atlason kom HK yfir á nítjándu mínútu en Viktor Jónsson jafnaði metin ellefu mínútum síðar. Brynjar Jónasson kom HK yfir á 34. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Viktor var aftur á ferðinni á níundu mínútu síðari hálfleiks er hann jafnaði metin og hann fullkomnaði þrennuna stundarfjórðungi fyrir leikslok er hann skoraði sigurmarkið.
Funheitur Viktor og Skagamenn vona líklega að hann sé kominn í gang og verði eins heitur fyrir nýliðanna í Pepsi-deildinni næsta sumar en Viktor kom frá Þrótti í vetur.
Viktor afgreiddi HK í leiknum um þriðja sætið
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




„Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“
Handbolti

Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“
Íslenski boltinn




„Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk
Handbolti

Fleiri fréttir
