Fögur laglína og engin leið að hætta Jónas Sen skrifar 1. febrúar 2019 16:00 Flautukonsert Jóns er frábært verk, og hann á skilið að heyrast sem oftast. Fréttablaðið/Anton Brink Alltaf ber til tíðinda þegar nýr einleikskonsert er frumfluttur. Á fimmtudagskvöldið var í fyrsta sinn leikinn flautukonsert eftir Jón Ásgeirsson, en það var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Verkið skar sig nokkuð úr öðrum íslenskum einleikskonsertum, sem margir hverjir eru ómstríðir og oft drungalegir. Nú er auðvitað ekkert að ómstríðri músík, sem er svo sannarlega áhrifamikil ef tónskáldið hefur hæfileika, býr yfir nauðsynlegri kunnáttu og liggur eitthvað á hjarta. Ég gleymi því ekki þegar ég heyrði fyrst flautukonsertinn eftir Atla Heimi Sveinsson, og eru samt fjörutíu ár síðan, og rúmlega það! Verkið var magnað, öfgarnar í tónmálinu – allt frá óskiljanlegri ringulreið þar sem öll hljómsveitin lék af gífurlegum krafti yfir í síendurteknar, lágværar, dulúðugar hendingar – voru einkar áhrifaríkar. Konsertinn eftir Jón er allt öðruvísi. Eins og kunnugt er hefur hann samið mörg sönglög sem hafa „slegið í gegn“ hjá þjóðinni; lög á borð við Hjá lygnri móðu og Maístjörnuna. Hæfileikar hans til að semja grípandi laglínu eru óþrjótandi og það er gáfa sem ekki er öllum gefin, síður er svo. Segja má að þetta sé helsti styrkur hans sem tónskálds. Upphaflega var fyrirhugað að Freyr Sigurjónsson væri í einleikshlutverkinu í konsertinum, en hann forfallaðist og Emilía Rós Sigfúsdóttir hljóp í skarðið. Leikur hennar var hástemmdur og vandaður, fullur af lífi og innlifun. Fyrsti kafli konsertsins grundvallast á afar fallegri laglínu sem er leikin aftur og aftur í ýmsum myndum, en endurtekningin gerir ekkert til, því lagið er þannig að maður getur ekki fengið nóg af því. Emilía Rós mótaði stefið af smekkvísi og tilgerðarleysi, það flæddi eðlilega og áreynslulaust. Áreynsluleysi er einmitt orðið sem helst lýsir verkinu í heild sinni, mismunandi kaflar og hendingar runnu áfram snurðulaust, fullkomlega eðlilega og án þess að nokkuð væri fyrir því haft. Kaflar konsertsins eru þrír; miðkaflinn hægur en hinn hraður, rétt eins og ótal aðrir konsertar. Engu að síður var tónlistin ávallt fersk. Íhugull hægi kaflinn, sem byggðist að miklu leyti á svokölluðu tónlesi eins og það kemur oft fyrir í óperum, var dálítið einmanalegur, enda ekki mikill undirleikur hjá hljómsveitinni. Einleiksröddin var líkt og nakin, sem skapaði sérkennileg áhrif. Þriðji kaflinn var mun fjörlegri, nostursamlegur tónavefur áleitinnar hrynjandi; lokahnykkurinn var flottur, en skemmtilega óvæntur. Flautukonsert Jóns er frábært verk, og hann á skilið að heyrast sem oftast. Bachianas Brasileiras nr. 7 eftir Heitor Villa-Lobos var einnig á dagskránni, margbrotin og litrík tónsmíð með stórbrotnum hápunktum undir stjórn Ligiu Amadio. Hún er brasilísk eins og Villa-Lobos, og túlkun hennar einkenndist af djúpri næmni fyrir blæbrigðum og stemningu tónlistarinnar. Sinfónískir dansar úr West Side Story eftir Leonard Bernstein voru óneitanlega sístir, enda fremur yfirborðslegir. Þeir eru þó raddsettir af þekkingu fyrir hljómsveitina; tónskáldið var jú einn fremsti hljómsveitarstjóri sögunnar. West Side Story er upphaflega söngleikur sem sló í gegn á Broadway; tónlistin ein og sér stendur ekki almennilega fyrir sínu. Leikur hljómsveitarinnar var yfirleitt góður, helst mátti finna að óhreinum lúðrablæstri, en í það heila var flutningurinn fagmannlegur, kröftugur og glæsilegur. Magnaður flautukonsert Jóns Ásgeirssonar á skilið að heyrast sem oftast. Tónlistargagnrýni Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Alltaf ber til tíðinda þegar nýr einleikskonsert er frumfluttur. Á fimmtudagskvöldið var í fyrsta sinn leikinn flautukonsert eftir Jón Ásgeirsson, en það var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Verkið skar sig nokkuð úr öðrum íslenskum einleikskonsertum, sem margir hverjir eru ómstríðir og oft drungalegir. Nú er auðvitað ekkert að ómstríðri músík, sem er svo sannarlega áhrifamikil ef tónskáldið hefur hæfileika, býr yfir nauðsynlegri kunnáttu og liggur eitthvað á hjarta. Ég gleymi því ekki þegar ég heyrði fyrst flautukonsertinn eftir Atla Heimi Sveinsson, og eru samt fjörutíu ár síðan, og rúmlega það! Verkið var magnað, öfgarnar í tónmálinu – allt frá óskiljanlegri ringulreið þar sem öll hljómsveitin lék af gífurlegum krafti yfir í síendurteknar, lágværar, dulúðugar hendingar – voru einkar áhrifaríkar. Konsertinn eftir Jón er allt öðruvísi. Eins og kunnugt er hefur hann samið mörg sönglög sem hafa „slegið í gegn“ hjá þjóðinni; lög á borð við Hjá lygnri móðu og Maístjörnuna. Hæfileikar hans til að semja grípandi laglínu eru óþrjótandi og það er gáfa sem ekki er öllum gefin, síður er svo. Segja má að þetta sé helsti styrkur hans sem tónskálds. Upphaflega var fyrirhugað að Freyr Sigurjónsson væri í einleikshlutverkinu í konsertinum, en hann forfallaðist og Emilía Rós Sigfúsdóttir hljóp í skarðið. Leikur hennar var hástemmdur og vandaður, fullur af lífi og innlifun. Fyrsti kafli konsertsins grundvallast á afar fallegri laglínu sem er leikin aftur og aftur í ýmsum myndum, en endurtekningin gerir ekkert til, því lagið er þannig að maður getur ekki fengið nóg af því. Emilía Rós mótaði stefið af smekkvísi og tilgerðarleysi, það flæddi eðlilega og áreynslulaust. Áreynsluleysi er einmitt orðið sem helst lýsir verkinu í heild sinni, mismunandi kaflar og hendingar runnu áfram snurðulaust, fullkomlega eðlilega og án þess að nokkuð væri fyrir því haft. Kaflar konsertsins eru þrír; miðkaflinn hægur en hinn hraður, rétt eins og ótal aðrir konsertar. Engu að síður var tónlistin ávallt fersk. Íhugull hægi kaflinn, sem byggðist að miklu leyti á svokölluðu tónlesi eins og það kemur oft fyrir í óperum, var dálítið einmanalegur, enda ekki mikill undirleikur hjá hljómsveitinni. Einleiksröddin var líkt og nakin, sem skapaði sérkennileg áhrif. Þriðji kaflinn var mun fjörlegri, nostursamlegur tónavefur áleitinnar hrynjandi; lokahnykkurinn var flottur, en skemmtilega óvæntur. Flautukonsert Jóns er frábært verk, og hann á skilið að heyrast sem oftast. Bachianas Brasileiras nr. 7 eftir Heitor Villa-Lobos var einnig á dagskránni, margbrotin og litrík tónsmíð með stórbrotnum hápunktum undir stjórn Ligiu Amadio. Hún er brasilísk eins og Villa-Lobos, og túlkun hennar einkenndist af djúpri næmni fyrir blæbrigðum og stemningu tónlistarinnar. Sinfónískir dansar úr West Side Story eftir Leonard Bernstein voru óneitanlega sístir, enda fremur yfirborðslegir. Þeir eru þó raddsettir af þekkingu fyrir hljómsveitina; tónskáldið var jú einn fremsti hljómsveitarstjóri sögunnar. West Side Story er upphaflega söngleikur sem sló í gegn á Broadway; tónlistin ein og sér stendur ekki almennilega fyrir sínu. Leikur hljómsveitarinnar var yfirleitt góður, helst mátti finna að óhreinum lúðrablæstri, en í það heila var flutningurinn fagmannlegur, kröftugur og glæsilegur. Magnaður flautukonsert Jóns Ásgeirssonar á skilið að heyrast sem oftast.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira