Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 21:00 Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum, þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. Forstöðumaður Minjastofnunar fagnar þeirri málamiðlun sem samstaða náðist um í gær en velunnarar Víkurgarðs eru ekki allir á sama máli. Framkvæmdir eru í fullum gangi við Landsímareitinn þar sem til stendur að reisa hótel en Minjastofnun dró í gær til baka tillögu sína um að friðlýsa til viðbótar hluta Víkurgarðs sem náð hefði inn á framkvæmdasvæðið. Mennta- og menningarmálaráðherra friðlýsti Víkurgarð þann 8.janúar en í gær rann út frestur ráðherra til að taka afstöðu til stækkunar friðlýsts svæðis um átta metra til austurs. Niðurstaðan varð sú að ráðuneytið, Minjastofnun, Reykjavíkurborg og félagið Lindarvatn, sem er framkvæmdaaðili á Landsímareitnum, komust að málamiðlun og er stefnt að því að auglýsa hugmyndasamkeppni umframtíðarskipulag Víkurgarðs.Víkurgarður verði skemmtilegur sögustaður fyrir fólkið í bænum „Niðurstaðan er sú að þeir breyta innganginum inn í garðinn og þeir taka tillit til verndarsjónarmiða. Það merkir samt ekki að við munum ekki fylgjast með því sem er í gangi hérna niður frá því að við eigum eftir að gera það á næstu árum og munum bregðast við ef að á þarf að halda,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar. Velunnarar Víkurgarðs, sem barist hafa fyrir friðlýsingu hans hafa aftur á móti lýst vonbrigðum með niðurstöðuna. Skyndifriðunin tafði framkvæmdir á svæðinu og hyggst Lindarvatn meta tjón sem hugsanlega af því hlaust og eftir atvikum sækja bætur. Kristín kveðst þó heilt yfir ánægð með niðurstöðuna. „Við höfum eiginlega þá framtíðarsýn að honum verði sýnd virðing sem einum merkasta minjastað landsins í sjálfu sér og auðvitað borgarinnar. En jafnframt að hann verði borgurunum til ánægju og þeir geti komið hingað og fræðst um sögu svæðisins og um fólkið líka sem að var grafið hérna í garðinum,“ segir Kristín. Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum, þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. Forstöðumaður Minjastofnunar fagnar þeirri málamiðlun sem samstaða náðist um í gær en velunnarar Víkurgarðs eru ekki allir á sama máli. Framkvæmdir eru í fullum gangi við Landsímareitinn þar sem til stendur að reisa hótel en Minjastofnun dró í gær til baka tillögu sína um að friðlýsa til viðbótar hluta Víkurgarðs sem náð hefði inn á framkvæmdasvæðið. Mennta- og menningarmálaráðherra friðlýsti Víkurgarð þann 8.janúar en í gær rann út frestur ráðherra til að taka afstöðu til stækkunar friðlýsts svæðis um átta metra til austurs. Niðurstaðan varð sú að ráðuneytið, Minjastofnun, Reykjavíkurborg og félagið Lindarvatn, sem er framkvæmdaaðili á Landsímareitnum, komust að málamiðlun og er stefnt að því að auglýsa hugmyndasamkeppni umframtíðarskipulag Víkurgarðs.Víkurgarður verði skemmtilegur sögustaður fyrir fólkið í bænum „Niðurstaðan er sú að þeir breyta innganginum inn í garðinn og þeir taka tillit til verndarsjónarmiða. Það merkir samt ekki að við munum ekki fylgjast með því sem er í gangi hérna niður frá því að við eigum eftir að gera það á næstu árum og munum bregðast við ef að á þarf að halda,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar. Velunnarar Víkurgarðs, sem barist hafa fyrir friðlýsingu hans hafa aftur á móti lýst vonbrigðum með niðurstöðuna. Skyndifriðunin tafði framkvæmdir á svæðinu og hyggst Lindarvatn meta tjón sem hugsanlega af því hlaust og eftir atvikum sækja bætur. Kristín kveðst þó heilt yfir ánægð með niðurstöðuna. „Við höfum eiginlega þá framtíðarsýn að honum verði sýnd virðing sem einum merkasta minjastað landsins í sjálfu sér og auðvitað borgarinnar. En jafnframt að hann verði borgurunum til ánægju og þeir geti komið hingað og fræðst um sögu svæðisins og um fólkið líka sem að var grafið hérna í garðinum,“ segir Kristín.
Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira