Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Sighvatur Jónsson skrifar 19. febrúar 2019 18:45 Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum.Skýrsla um starfsumhverfi svokallaðra smálánafyrirtækja var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Starfshópurinn sem vann skýrsluna telur ekki þörf á því að smálánastarfsemi verði gerð leyfisskyld þrátt fyrir að þróunin sé sú annars staðar á Norðurlöndum. „Við erum að reyna að ná utan um starfsemi sem fylgir ekki lögum í dag. Þrátt fyrir að við myndum banna það enn frekar þá eru allar líkur á því að þeir myndu ekki fylgja lögum,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdísi finnst skýrslan góð þar sem greint sé á milli annars vegar löglegrar lánastarfsemi og nýsköpunar í fjártækni og hins vegar smálána sem sé verið að reyna að ná utan um.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/BaldurTólf aðgerðir til að skýra rétt neytenda Meðal aðgerða sem starfshópurinn leggur til er að skerpa á því við lög hvaða lands eigi að miða þegar smálán eru veitt milli landa. Meðal annarra aðgerða að lánveitendur veiti frekari upplýsingar til eftirlitsaðila og að lánveitendur megi ekki veita neytendalán nema að skrá starfsemina hjá eftirlitsaðila. Þá skal skoða hvort takmarka eigi afgreiðslu ákveðinna neytendalána á tilteknum tíma sólarhringsins. Einnig er nefnt hvort takmarka eigi markaðssetningu lána á fjarskiptamiðlum.Hlutfall smálána eykst hjá umboðsmanni skuldara Undanfarin ár hefur þeim fjölgað sem sækja um úrræði hjá umboðsmanni skuldara vegna smálánaskulda. Hlutfall umsækjenda hjá umboðsmanni skuldara sem hafa tekið smálán hefur farið úr 13% á árinu 2013 í 43% á árinu 2017. Á hinn bóginn eru færri sem leita aðstoðar með fasteignalán. Neytendur Smálán Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum.Skýrsla um starfsumhverfi svokallaðra smálánafyrirtækja var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Starfshópurinn sem vann skýrsluna telur ekki þörf á því að smálánastarfsemi verði gerð leyfisskyld þrátt fyrir að þróunin sé sú annars staðar á Norðurlöndum. „Við erum að reyna að ná utan um starfsemi sem fylgir ekki lögum í dag. Þrátt fyrir að við myndum banna það enn frekar þá eru allar líkur á því að þeir myndu ekki fylgja lögum,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdísi finnst skýrslan góð þar sem greint sé á milli annars vegar löglegrar lánastarfsemi og nýsköpunar í fjártækni og hins vegar smálána sem sé verið að reyna að ná utan um.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/BaldurTólf aðgerðir til að skýra rétt neytenda Meðal aðgerða sem starfshópurinn leggur til er að skerpa á því við lög hvaða lands eigi að miða þegar smálán eru veitt milli landa. Meðal annarra aðgerða að lánveitendur veiti frekari upplýsingar til eftirlitsaðila og að lánveitendur megi ekki veita neytendalán nema að skrá starfsemina hjá eftirlitsaðila. Þá skal skoða hvort takmarka eigi afgreiðslu ákveðinna neytendalána á tilteknum tíma sólarhringsins. Einnig er nefnt hvort takmarka eigi markaðssetningu lána á fjarskiptamiðlum.Hlutfall smálána eykst hjá umboðsmanni skuldara Undanfarin ár hefur þeim fjölgað sem sækja um úrræði hjá umboðsmanni skuldara vegna smálánaskulda. Hlutfall umsækjenda hjá umboðsmanni skuldara sem hafa tekið smálán hefur farið úr 13% á árinu 2013 í 43% á árinu 2017. Á hinn bóginn eru færri sem leita aðstoðar með fasteignalán.
Neytendur Smálán Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira