Segir þá niðurstöðu að falla frá friðlýsingu Víkurgarðs dapurlega Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 14:43 Deilur hafa staðið í þónokkurn tíma um byggingu hótels á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur. Helgi Þorláksson, einn af varðmönnum Víkurgarðs, segir þá niðurstöðu að falla frá friðlýsingu alls garðsins dapurlega. Hann bendir á að ólöglegt sé að byggja á kirkjugarði. Hópurinn mun hittast í dag og ákveða frekari aðgerðir. Minjastofnun Íslands hefur dregið friðlýsingartillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs til baka. Deilur hafa staðið um byggingu hótels og staðsetningu á inngangi þess á Landsímareitnum. Lindarvatn ehf, eigandi fasteigna á reitnum, mun breyta teikningunni þannig að inngangur sem fyrirhugaður var gegnt Víkurgarði verði færður norðar. Helgi er í hópi þeirra sem standa vill vörð um garðinn. Í hans huga hafi krafan aldrei staðið um að breyta inngangi, heldur friða garðinn í heild. „Mér finnst þetta ömurlegt að það eigi að reisa þarna geisilega stórt og mikið hótel á mjög viðkvæmu svæði. Þetta er alltof stór bygging. Mér finnst hún til dæmis móðgun við Alþingi og friðhelgi Alþingis. Alþingismenn ætla einmitt að ræða þingsályktunartillögu um málið í dag og mér finnst að þeir ættu að taka fast á þessu máli. Það hafa verið hugmyndir um það að taka lóðina eignarnámi. Það er segja lóðina sem reisa á hótelið á. Ég styð það algjörlega,“ segir hann. Hann áttar sig ekki á af hverju gerður er munur á austur og vestur hluta garðsins. Friðlýsa eigi garðinn í heild. „Auk þess held ég að þetta sé ólöglegt því samkvæmt kirkjugarðalögum má ekki reisa mannvirki í aflögðum kirkjugarði. Í aflögðum kirkjugarði má aðeins vera almenningsgarður. Það er þó hægt að veita undanþágu frá þessu það má reisa mannvirki ef ráðherra leyfir, en ráðherra getur ekki tekið ákvörðun nema leita til kirkjugarðaráðs og þetta hefur ekkert verið gert. Borgin hefur aldrei gert þetta,“ segir Helgi. Fornminjar Kirkjugarðar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Helgi Þorláksson, einn af varðmönnum Víkurgarðs, segir þá niðurstöðu að falla frá friðlýsingu alls garðsins dapurlega. Hann bendir á að ólöglegt sé að byggja á kirkjugarði. Hópurinn mun hittast í dag og ákveða frekari aðgerðir. Minjastofnun Íslands hefur dregið friðlýsingartillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs til baka. Deilur hafa staðið um byggingu hótels og staðsetningu á inngangi þess á Landsímareitnum. Lindarvatn ehf, eigandi fasteigna á reitnum, mun breyta teikningunni þannig að inngangur sem fyrirhugaður var gegnt Víkurgarði verði færður norðar. Helgi er í hópi þeirra sem standa vill vörð um garðinn. Í hans huga hafi krafan aldrei staðið um að breyta inngangi, heldur friða garðinn í heild. „Mér finnst þetta ömurlegt að það eigi að reisa þarna geisilega stórt og mikið hótel á mjög viðkvæmu svæði. Þetta er alltof stór bygging. Mér finnst hún til dæmis móðgun við Alþingi og friðhelgi Alþingis. Alþingismenn ætla einmitt að ræða þingsályktunartillögu um málið í dag og mér finnst að þeir ættu að taka fast á þessu máli. Það hafa verið hugmyndir um það að taka lóðina eignarnámi. Það er segja lóðina sem reisa á hótelið á. Ég styð það algjörlega,“ segir hann. Hann áttar sig ekki á af hverju gerður er munur á austur og vestur hluta garðsins. Friðlýsa eigi garðinn í heild. „Auk þess held ég að þetta sé ólöglegt því samkvæmt kirkjugarðalögum má ekki reisa mannvirki í aflögðum kirkjugarði. Í aflögðum kirkjugarði má aðeins vera almenningsgarður. Það er þó hægt að veita undanþágu frá þessu það má reisa mannvirki ef ráðherra leyfir, en ráðherra getur ekki tekið ákvörðun nema leita til kirkjugarðaráðs og þetta hefur ekkert verið gert. Borgin hefur aldrei gert þetta,“ segir Helgi.
Fornminjar Kirkjugarðar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira