Lífið

Gæsahúðarstikla úr Atvinnumönnunum okkar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þriðja serían hefst í vor.
Þriðja serían hefst í vor.
„Langfjölbreyttasta serían hingað til. Sex atvinnumenn og sex mismunandi íþróttagreinar. Snjóbretti, golf, körfubolti og Crossfit er eitthvað sem aldrei hefur verið áður,“ segir Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal en þriðja þáttaröðin af Atvinnumönnunum okkar fer í loftið á næstunni á Stöð 2.

Þættirnir verða á dagskrá Stöðvar 2 næsta vor en í fyrsta sinn heimsækir Auddi aðeins einn afreksmann úr hverju sporti og verða kynjahlutföllin jöfn, þrjár konur og þrír karlmenn.

Auðunn mun heimsækja þessa afreksmenn í sinni grein:  Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf, Rúrik Gíslason, knattspyrna, Sunna Tsunami, MMA, Martin Hermannsson, körfubolti, snjóbrettastjörnuna Halldór Helgason. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Crossfit.

Í þáttunum hefur Auddi farið út og fengið að kynnast okkar helstu afreksíþróttafólki og sjá hvernig þeirra líf er, en oftast eru gestirnir búsettir erlendis.

Nú frumsýnir Vísir fyrstu stikluna úr seríunni og má greinilega sjá að þáttaröðin er af dýrari gerðinni.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.