Neita að borga girðingu uns dómsmáli um rétt til smölunar lýkur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. febrúar 2019 06:30 Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Gunnars Jónssonar. Vísir/Baldur Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. Gunnar hefur deilt við sveitarfélagið vegna reksturs á fé í gegn um land hans í tengslum við smölun á haustin. „Það er töluvert stórt mál að loka fyrir leið eins stærsta fjársafns á landinu af afrétti,“ sagði Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, í Fréttablaðinu í nóvember 2017. Gunnar vill viðurkenningu dómstóla á því að sveitarfélagið geti ekki heimilað bændum að fara með fé af fjalli um lönd Króks. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Gunnars, gerir í bréfi kröfu um að Borgarbyggð greiði Gunnari áttatíu prósent af girðingarkostnaðinum, 5,7 milljónir króna, og 400 þúsund í lögmannskostnað. Byggðarráð hafi samþykkt að greiða kröfuna en í stað þess að senda greiðsluna hafi hún verið borguð inn á geymslureikning „þar til niðurstaða liggi fyrir um óskylt efni, það er afnotarétt og eða umferðarrétt um land Króks“. „Þér tókuð þátt í að ákveða girðingarstæðið með þátttöku í matsnefndinni sem ákvað það lögum samkvæmt. Því er of seint að gera fyrirvara um girðinguna,“ skrifar lögmaðurinn. Dómsmálið sem Borgarbyggð vísi til fjalli ekki með neinum hætti um girðingarmálið og breyti engu um skyldu sveitarfélagsins til að taka þátt í kostnaðinum við girðinguna. „Byggðarráð vekur athygli á því að dómsmáli vegna hefðarréttar á hluta af landinu er ekki lokið og ekki liggur fyrir lokaúttekt á verkinu svo sem vegna staðsetningar og gerðar girðingar,“ ítrekar byggðarráðið. Aðalmeðferð í nefndu dómsmáli verður í Héraðsdómi Vesturlands 11. mars næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dómsmál Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. Gunnar hefur deilt við sveitarfélagið vegna reksturs á fé í gegn um land hans í tengslum við smölun á haustin. „Það er töluvert stórt mál að loka fyrir leið eins stærsta fjársafns á landinu af afrétti,“ sagði Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, í Fréttablaðinu í nóvember 2017. Gunnar vill viðurkenningu dómstóla á því að sveitarfélagið geti ekki heimilað bændum að fara með fé af fjalli um lönd Króks. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Gunnars, gerir í bréfi kröfu um að Borgarbyggð greiði Gunnari áttatíu prósent af girðingarkostnaðinum, 5,7 milljónir króna, og 400 þúsund í lögmannskostnað. Byggðarráð hafi samþykkt að greiða kröfuna en í stað þess að senda greiðsluna hafi hún verið borguð inn á geymslureikning „þar til niðurstaða liggi fyrir um óskylt efni, það er afnotarétt og eða umferðarrétt um land Króks“. „Þér tókuð þátt í að ákveða girðingarstæðið með þátttöku í matsnefndinni sem ákvað það lögum samkvæmt. Því er of seint að gera fyrirvara um girðinguna,“ skrifar lögmaðurinn. Dómsmálið sem Borgarbyggð vísi til fjalli ekki með neinum hætti um girðingarmálið og breyti engu um skyldu sveitarfélagsins til að taka þátt í kostnaðinum við girðinguna. „Byggðarráð vekur athygli á því að dómsmáli vegna hefðarréttar á hluta af landinu er ekki lokið og ekki liggur fyrir lokaúttekt á verkinu svo sem vegna staðsetningar og gerðar girðingar,“ ítrekar byggðarráðið. Aðalmeðferð í nefndu dómsmáli verður í Héraðsdómi Vesturlands 11. mars næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dómsmál Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira