Neita að borga girðingu uns dómsmáli um rétt til smölunar lýkur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. febrúar 2019 06:30 Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Gunnars Jónssonar. Vísir/Baldur Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. Gunnar hefur deilt við sveitarfélagið vegna reksturs á fé í gegn um land hans í tengslum við smölun á haustin. „Það er töluvert stórt mál að loka fyrir leið eins stærsta fjársafns á landinu af afrétti,“ sagði Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, í Fréttablaðinu í nóvember 2017. Gunnar vill viðurkenningu dómstóla á því að sveitarfélagið geti ekki heimilað bændum að fara með fé af fjalli um lönd Króks. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Gunnars, gerir í bréfi kröfu um að Borgarbyggð greiði Gunnari áttatíu prósent af girðingarkostnaðinum, 5,7 milljónir króna, og 400 þúsund í lögmannskostnað. Byggðarráð hafi samþykkt að greiða kröfuna en í stað þess að senda greiðsluna hafi hún verið borguð inn á geymslureikning „þar til niðurstaða liggi fyrir um óskylt efni, það er afnotarétt og eða umferðarrétt um land Króks“. „Þér tókuð þátt í að ákveða girðingarstæðið með þátttöku í matsnefndinni sem ákvað það lögum samkvæmt. Því er of seint að gera fyrirvara um girðinguna,“ skrifar lögmaðurinn. Dómsmálið sem Borgarbyggð vísi til fjalli ekki með neinum hætti um girðingarmálið og breyti engu um skyldu sveitarfélagsins til að taka þátt í kostnaðinum við girðinguna. „Byggðarráð vekur athygli á því að dómsmáli vegna hefðarréttar á hluta af landinu er ekki lokið og ekki liggur fyrir lokaúttekt á verkinu svo sem vegna staðsetningar og gerðar girðingar,“ ítrekar byggðarráðið. Aðalmeðferð í nefndu dómsmáli verður í Héraðsdómi Vesturlands 11. mars næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dómsmál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. Gunnar hefur deilt við sveitarfélagið vegna reksturs á fé í gegn um land hans í tengslum við smölun á haustin. „Það er töluvert stórt mál að loka fyrir leið eins stærsta fjársafns á landinu af afrétti,“ sagði Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, í Fréttablaðinu í nóvember 2017. Gunnar vill viðurkenningu dómstóla á því að sveitarfélagið geti ekki heimilað bændum að fara með fé af fjalli um lönd Króks. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Gunnars, gerir í bréfi kröfu um að Borgarbyggð greiði Gunnari áttatíu prósent af girðingarkostnaðinum, 5,7 milljónir króna, og 400 þúsund í lögmannskostnað. Byggðarráð hafi samþykkt að greiða kröfuna en í stað þess að senda greiðsluna hafi hún verið borguð inn á geymslureikning „þar til niðurstaða liggi fyrir um óskylt efni, það er afnotarétt og eða umferðarrétt um land Króks“. „Þér tókuð þátt í að ákveða girðingarstæðið með þátttöku í matsnefndinni sem ákvað það lögum samkvæmt. Því er of seint að gera fyrirvara um girðinguna,“ skrifar lögmaðurinn. Dómsmálið sem Borgarbyggð vísi til fjalli ekki með neinum hætti um girðingarmálið og breyti engu um skyldu sveitarfélagsins til að taka þátt í kostnaðinum við girðinguna. „Byggðarráð vekur athygli á því að dómsmáli vegna hefðarréttar á hluta af landinu er ekki lokið og ekki liggur fyrir lokaúttekt á verkinu svo sem vegna staðsetningar og gerðar girðingar,“ ítrekar byggðarráðið. Aðalmeðferð í nefndu dómsmáli verður í Héraðsdómi Vesturlands 11. mars næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dómsmál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira