Ólína orðin bókmenntagagnrýnandi í Kiljunni Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2019 12:08 Egill grip gæsina á lofti og hefur nú fengið Ólínu til að gagnrýna bækur í bókaþætti sínum. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir reynir sig í nýju hlutverki í kvöld, nefnilega sem gagnrýnandi í sjónvarpi. „Í kvöld mun ég þreyta frumraun mína í Kiljunni hjá Agli. Þar fjöllum við Þorgeir Tryggvason um bækurnar Kaupthinking (Þórður Snær Júlíusson) og Ærumissi (Davíð Logi Sigurðsson). Ýmislegt spennandi verður í þættinum,“ tilkynnir Ólína vinum sínum á Facebook.Ósátt við að fram hjá henni var gengið Ólína er ekki á framandi slóðum en hún vakti á sínum tíma þjóðarathygli sem sjónvarpsmaður á Ríkisútvarpinu og hún hefur fengist við að skrifa gagnrýni um bækur. Ólína var afar ósátt við það þegar fram hjá henni var gengið við skipan stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra og kærði þá skipan. „Ég velti því fyrir mér hvað kona þurfi að gera til þess að eiga almennt tilverurétt á vinnumarkaði. Góð menntun (doktorspróf), mikil stjórnunarreynsla (samanlögð 10 ár), víðtæk reynsla yfirleitt (úr sveitarstjórn, af alþingi, af skólamálum, vísindastarfi, ritstörum) ekkert af þessu hefur neitt gildi þegar upp er staðið. Ekki heldur þó að beinlínis sé kallað eftir þessari reynslu við auglýsingu starfs. Ekki ef mót-umsækjandinn er karlmaður með réttu vinatengslin,“ sagði Ólína við það tækifæri. Egill greip gæsina En, nú liggur fyrir að Egill Helgason, stjórnandi bókaþáttarins Kiljunnar, hefur gripið gæsina á lofti; fundið flöt á því að nýta fjölþætta reynslu og menntun Ólínu. Hún segir Kiljuna vera spennandi í kvöld: „Til dæmis verður fjallað um Kambsmálið, þá ömurlegu atburðarás þegar sýslumannsvaldi var beitt norður í Strandasýslu til að bjóða upp heimili eftir andlát föður, í fjarveru veikrar móður, og börnin ein heima. Þau snerust til varnar. Magnað mál sem nú hefur verið skráð á bók,“ segir Ólína og bætir við: „Já, gamla sýslumannsveldið verður nokkuð til umræðu í þessum þætti.“ Og hún lætur broskall fylgja með þeirri athugasemd sinni. Bókmenntir Fjölmiðlar Menning Tengdar fréttir Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir reynir sig í nýju hlutverki í kvöld, nefnilega sem gagnrýnandi í sjónvarpi. „Í kvöld mun ég þreyta frumraun mína í Kiljunni hjá Agli. Þar fjöllum við Þorgeir Tryggvason um bækurnar Kaupthinking (Þórður Snær Júlíusson) og Ærumissi (Davíð Logi Sigurðsson). Ýmislegt spennandi verður í þættinum,“ tilkynnir Ólína vinum sínum á Facebook.Ósátt við að fram hjá henni var gengið Ólína er ekki á framandi slóðum en hún vakti á sínum tíma þjóðarathygli sem sjónvarpsmaður á Ríkisútvarpinu og hún hefur fengist við að skrifa gagnrýni um bækur. Ólína var afar ósátt við það þegar fram hjá henni var gengið við skipan stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra og kærði þá skipan. „Ég velti því fyrir mér hvað kona þurfi að gera til þess að eiga almennt tilverurétt á vinnumarkaði. Góð menntun (doktorspróf), mikil stjórnunarreynsla (samanlögð 10 ár), víðtæk reynsla yfirleitt (úr sveitarstjórn, af alþingi, af skólamálum, vísindastarfi, ritstörum) ekkert af þessu hefur neitt gildi þegar upp er staðið. Ekki heldur þó að beinlínis sé kallað eftir þessari reynslu við auglýsingu starfs. Ekki ef mót-umsækjandinn er karlmaður með réttu vinatengslin,“ sagði Ólína við það tækifæri. Egill greip gæsina En, nú liggur fyrir að Egill Helgason, stjórnandi bókaþáttarins Kiljunnar, hefur gripið gæsina á lofti; fundið flöt á því að nýta fjölþætta reynslu og menntun Ólínu. Hún segir Kiljuna vera spennandi í kvöld: „Til dæmis verður fjallað um Kambsmálið, þá ömurlegu atburðarás þegar sýslumannsvaldi var beitt norður í Strandasýslu til að bjóða upp heimili eftir andlát föður, í fjarveru veikrar móður, og börnin ein heima. Þau snerust til varnar. Magnað mál sem nú hefur verið skráð á bók,“ segir Ólína og bætir við: „Já, gamla sýslumannsveldið verður nokkuð til umræðu í þessum þætti.“ Og hún lætur broskall fylgja með þeirri athugasemd sinni.
Bókmenntir Fjölmiðlar Menning Tengdar fréttir Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59