Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2019 10:07 Aldís Schram hefur nú kært Hörð Jóhannesson fyrir vottorð sem hann veitti Jóni Baldvin þess efnis að foreldrar Aldísar hafi aldrei kallað til lögreglu hennar vegna. Aldís Schram, sem staðið hefur í harðvítugum deilum við Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, hefur nú sent héraðssaksóknara erindi þar sem hún kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann vegna mögulegra brota hans á ýmsum ákvæðum almennra hegningar- og lögreglulaga. Aldís telur Hörð hafa brotið þagnarskyldu sína. Kæra hennar tengist vottorði sem Jón Baldvin hefur haldið á lofti, sem hann fékk undirritað frá lögreglu þess efnis að þau hjónin, hann og Bryndís Schram, hafi aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Það vottorð er undirritað af Herði. Aldís birti mynd af bréfi sínu til Héraðssaksóknara nú í morgun. Aldís birtir kæru sína á Facebook-síðu sinni nú í morgun. Fyrr í morgun kynntu þau Jón Baldvin og Bryndís í grein sem þau birtu í Morgunblaðinu að þau ætluðu að kæra Helga Seljan og Sigmar Guðmundsson starfsmenn RÚV vegna umfjöllunar þeirra um deilur þeirra á Rás 2, ef þeir drægju ekki verulega í land með hana. Kæra Aldísar Bréf Aldísar til Héraðssaksóknara er á þessa leið: Kæra á hendur Herði Jóhannessyni Góðan dag Erindi mitt varðar ætlað brot Harðar Jóhannessonar lögreglumanns á þagnarskyldu sinni sem lögreglumanns sem og möguleg brot hans á öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga í því samhengi. Tilefnið eru blaðaskrif og fjölmiðlaframkoma Jóns Baldvins Hannibalssonar þar sem hann heldur því fram að hann hafi vottorð frá umræddum Herði Jóhannessyni undir höndum um afskipti lögreglu af undirritaðri og aðkomu Jóns Baldvins og konu hans Bryndísar Schram af því. Með bréfi þessu vil ég leggja fram kæru á hendur Herði, fyrir að hafa gefið út slíkt vottorð. Má ætla að vottorð af því tagi sem Jón Baldvin lýsir í fjölmiðlum brjóti í bága við þagnarskyldákvæði lögreglulaga 1. mgr. 22. gr. lögreglulaga og 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga. Sömuleiðis telur undirrituð ástæðu til þess að rannsaka hvort Hörður Jóhannesson hafi gefið út vottorð af þessu tagi í ávinningsskyni, sem þá gæti einnig varðað við 1. mgr. 128 gr. almennra hegningarlaga. Máli mínu til stuðnings vísa ég í grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson, sem birt var 7. febrúar sl. í Morgunblaðinu, svohljóðandi: „Lögreglan hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum haft afskipti af Aldísi Baldvinsdóttur (kt. 210159-4449) eða sinnt verkefnum vegna hennar. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að foreldrar hennar, Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, hafa aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Þetta staðfestist hér með.“ (Undirskrift: Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri.)“ Sömuleiðis vísa ég til viðtals við Jón Baldvin Hannibalsson í þjóðmálaþættinum Silfrinu 3. febrúar sl., þar sem hann vísar í umrætt vottorð máli sínu til stuðnings. Aldís Schram. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lögreglan Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 6. febrúar 2019 08:01 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Aldís Schram, sem staðið hefur í harðvítugum deilum við Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, hefur nú sent héraðssaksóknara erindi þar sem hún kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann vegna mögulegra brota hans á ýmsum ákvæðum almennra hegningar- og lögreglulaga. Aldís telur Hörð hafa brotið þagnarskyldu sína. Kæra hennar tengist vottorði sem Jón Baldvin hefur haldið á lofti, sem hann fékk undirritað frá lögreglu þess efnis að þau hjónin, hann og Bryndís Schram, hafi aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Það vottorð er undirritað af Herði. Aldís birti mynd af bréfi sínu til Héraðssaksóknara nú í morgun. Aldís birtir kæru sína á Facebook-síðu sinni nú í morgun. Fyrr í morgun kynntu þau Jón Baldvin og Bryndís í grein sem þau birtu í Morgunblaðinu að þau ætluðu að kæra Helga Seljan og Sigmar Guðmundsson starfsmenn RÚV vegna umfjöllunar þeirra um deilur þeirra á Rás 2, ef þeir drægju ekki verulega í land með hana. Kæra Aldísar Bréf Aldísar til Héraðssaksóknara er á þessa leið: Kæra á hendur Herði Jóhannessyni Góðan dag Erindi mitt varðar ætlað brot Harðar Jóhannessonar lögreglumanns á þagnarskyldu sinni sem lögreglumanns sem og möguleg brot hans á öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga í því samhengi. Tilefnið eru blaðaskrif og fjölmiðlaframkoma Jóns Baldvins Hannibalssonar þar sem hann heldur því fram að hann hafi vottorð frá umræddum Herði Jóhannessyni undir höndum um afskipti lögreglu af undirritaðri og aðkomu Jóns Baldvins og konu hans Bryndísar Schram af því. Með bréfi þessu vil ég leggja fram kæru á hendur Herði, fyrir að hafa gefið út slíkt vottorð. Má ætla að vottorð af því tagi sem Jón Baldvin lýsir í fjölmiðlum brjóti í bága við þagnarskyldákvæði lögreglulaga 1. mgr. 22. gr. lögreglulaga og 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga. Sömuleiðis telur undirrituð ástæðu til þess að rannsaka hvort Hörður Jóhannesson hafi gefið út vottorð af þessu tagi í ávinningsskyni, sem þá gæti einnig varðað við 1. mgr. 128 gr. almennra hegningarlaga. Máli mínu til stuðnings vísa ég í grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson, sem birt var 7. febrúar sl. í Morgunblaðinu, svohljóðandi: „Lögreglan hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum haft afskipti af Aldísi Baldvinsdóttur (kt. 210159-4449) eða sinnt verkefnum vegna hennar. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að foreldrar hennar, Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, hafa aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Þetta staðfestist hér með.“ (Undirskrift: Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri.)“ Sömuleiðis vísa ég til viðtals við Jón Baldvin Hannibalsson í þjóðmálaþættinum Silfrinu 3. febrúar sl., þar sem hann vísar í umrætt vottorð máli sínu til stuðnings. Aldís Schram.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lögreglan Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 6. febrúar 2019 08:01 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25
Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 6. febrúar 2019 08:01
Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17
Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52