Varasamt sé að leyfa þungunarrof of lengi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. febrúar 2019 06:15 Þungunarrofsfrumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra er til meðferðar í velferðarnefnd Alþingis um þessar mundir. Fréttablaðið/ERNIR Siðfræðistofnun Háskóla Íslands telur varasamt að heimila þungunarrof allt til 22. viku. Þetta kemur fram í umsögn stofnunarinnar við frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Umsögnin hverfist að mestu um þá fyrirætlan að færa óskilyrta heimild til þungunarrofs úr 12 vikum og upp í 22 og þau siðferðilegu álitamál sem hafa þurfi í huga við ákvörðun um hvaða tímamörk eigi að vera á heimild til þungunarrofs. Í umsögninni er vísað til þess að flestir telji að fóstur sem komið er með getu til að lifa sjálfstæðu lífi utan líkama móður sinnar eigi rétt til verndar óháð vilja móðurinnar. „Í þeim tilvikum sé litið svo á að fóstrið (barnið) þiggi ekki siðferðilegt gildi sitt frá vilja móður eða annarra sem að því standa heldur hafi það eigið gildi og eigi þar með sjálfstæðan rétt til lífs,“ segir í umsögninni. Að mati stofnunarinnar byggist ákvörðun um þungunarrof eftir sextándu viku yfirleitt á upplýsingum um eiginleika fósturs sem fást við fósturskimun, en ekki á því að konan vilji ekki eignast barn. Upplýsingarnar úr fósturgreiningu sem bendi til fötlunar eða sjúkdóms taki hins vegar ekki eingöngu til þeirra fóstra sem eigi ekki lífsvon heldur einnig til þeirra sem geta lifað með fötlunina. Stofnunin vísar í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem gerir ráð fyrir jöfnum rétti til lífs og þeirri túlkun á ákvæðum hans að ekki megi mismuna fóstrum vegna fötlunar. „Þetta þýðir að sú siðferðilega verndarlína sem fóstrið hefur á meðgöngu skuli dregin á sama stað fyrir öll fóstur, óháð skerðingu þeirra,“ segir í umsögninni. Að mati stofnunarinnar er heillavænlegra að færa línuna neðar, til dæmis við 18. viku. „Þá þrengjum við vissulega kosti kvenna til að velja þungunarrof. Sú þrenging er á hinn bóginn afleiðing mannréttindasáttmála fatlaðs fólks sem Ísland hefur innleitt. 10. gr. þess sáttmála miðar að því að vernda fóstur sem eru með skerðingar og rétt þeirra til lífs, færa stöðu þeirra til jafns við önnur fóstur. Frá siðferðilegu sjónarmiði er þetta meginþungi átakalínunnar sem við stöndum frammi fyrir í þessu frumvarpi,“ segir í umsögninni. Lögð er áhersla á að afgreiðslu frumvarpsins verði ekki flýtt um of vegna grundvallarspurninga og siðferðilegra álitamála sem þarfnist djúprar og upplýstrar umræðu í samfélaginu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Siðfræðistofnun Háskóla Íslands telur varasamt að heimila þungunarrof allt til 22. viku. Þetta kemur fram í umsögn stofnunarinnar við frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Umsögnin hverfist að mestu um þá fyrirætlan að færa óskilyrta heimild til þungunarrofs úr 12 vikum og upp í 22 og þau siðferðilegu álitamál sem hafa þurfi í huga við ákvörðun um hvaða tímamörk eigi að vera á heimild til þungunarrofs. Í umsögninni er vísað til þess að flestir telji að fóstur sem komið er með getu til að lifa sjálfstæðu lífi utan líkama móður sinnar eigi rétt til verndar óháð vilja móðurinnar. „Í þeim tilvikum sé litið svo á að fóstrið (barnið) þiggi ekki siðferðilegt gildi sitt frá vilja móður eða annarra sem að því standa heldur hafi það eigið gildi og eigi þar með sjálfstæðan rétt til lífs,“ segir í umsögninni. Að mati stofnunarinnar byggist ákvörðun um þungunarrof eftir sextándu viku yfirleitt á upplýsingum um eiginleika fósturs sem fást við fósturskimun, en ekki á því að konan vilji ekki eignast barn. Upplýsingarnar úr fósturgreiningu sem bendi til fötlunar eða sjúkdóms taki hins vegar ekki eingöngu til þeirra fóstra sem eigi ekki lífsvon heldur einnig til þeirra sem geta lifað með fötlunina. Stofnunin vísar í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem gerir ráð fyrir jöfnum rétti til lífs og þeirri túlkun á ákvæðum hans að ekki megi mismuna fóstrum vegna fötlunar. „Þetta þýðir að sú siðferðilega verndarlína sem fóstrið hefur á meðgöngu skuli dregin á sama stað fyrir öll fóstur, óháð skerðingu þeirra,“ segir í umsögninni. Að mati stofnunarinnar er heillavænlegra að færa línuna neðar, til dæmis við 18. viku. „Þá þrengjum við vissulega kosti kvenna til að velja þungunarrof. Sú þrenging er á hinn bóginn afleiðing mannréttindasáttmála fatlaðs fólks sem Ísland hefur innleitt. 10. gr. þess sáttmála miðar að því að vernda fóstur sem eru með skerðingar og rétt þeirra til lífs, færa stöðu þeirra til jafns við önnur fóstur. Frá siðferðilegu sjónarmiði er þetta meginþungi átakalínunnar sem við stöndum frammi fyrir í þessu frumvarpi,“ segir í umsögninni. Lögð er áhersla á að afgreiðslu frumvarpsins verði ekki flýtt um of vegna grundvallarspurninga og siðferðilegra álitamála sem þarfnist djúprar og upplýstrar umræðu í samfélaginu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira