Prjónahjón í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. febrúar 2019 19:45 Hjónin Sigríður og Gústaf í Hveragerði sitja ekki auðum höndum því það skemmtilegasta sem þau gera er að prjóna saman. Gústaf sem nýtur leiðsagnar konu sinnar en er þó orðin ótrúlega liðtækur með prjónana. Hjónin prjóna meðal annars 140 pör af vettlingum fyrir einn af leikskólum Hjallastefnunnar, auk þess að prjóna fyrir Rauða krossinn. Í húsinu við Heiðarbrún 1 í Hveragerði búa hjónin Gústaf S. Jónasson frá Kjóastöðum í Biskupstungum, 77 ára og Sigríður Kristjánsdóttir, 62 ára hjúkrunarfræðingur hjá Heilsustofnun í Hveragerði. Þau eru dugleg að gera hlutina saman, hafa t.d. heimsótt um 50 lönd út um allan heim og svo eiga þau gæðastundir heima í stofu þar sem þau sitja og prjóna. Gústaf byrjaði að prjóna þegar hann hætti að vinna. „Mér líkar mjög vel að prjóna, það auðveldasta við prjónaskapinn eins og beint prjón, ég er lítið í munsturprjóni og ekkert eiginlega, konan sér um að gera munstur og setja í ermar og svona“. Gústaf segist ekki þekkja neina karla á aldur við sig sem prjóna og hann skammast sín ekkert fyrir prjónaskapinn, hann er stoltur að kunna að prjóna, enda segist hann ekki prjóna í laumi. „Nei, nei, mér er alveg sama, þú horfir á mig“, segir hann skellihlæjandi. Gústaf sem er 77 ára er liðtækur með prjónana og segir fátt skemmtilegra en að prjóna eftir að hann hætti að vinna.Magnús HlynurSigríður er ánægð með sinn mann í prjónaskapnum. „Það er svo fallegt það sem hann prjónar því hann prjónar svo jafnt. En ef það er eitthvað þá rek ég upp eftir hann ef ég sé einhverja vitleysu, ég gef honum það ekkert eftir“, segir Sigríður. Að prjóna vettlinga fyrir einn af leikskólum Hjallastefnunnar í Reykjavík er eitt af því skemmtilegra sem hjónin gera en þangað fara að jafnaði 140 pör á ári. Þau prjóna líka mikið fyrir Rauða krossinn. Sigríður segist vera mjög stolt af Gústaf og hans prjónaskap. „Já, já, ég er það, það er nú eiginlega ekkert annað hægt, ég er mjög stolt“, og bætir við að prjónaskapurinn dragi ekki úr rómantíkinni á heimilinu, þau séu allavega að gera sömu hlutina.Gæðastund þeirra Gústafs og Sigríðar er þegar þau sitja saman inn í stofu og prjóna um leið og þau spjalla saman, hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp. Hveragerði Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Hjónin Sigríður og Gústaf í Hveragerði sitja ekki auðum höndum því það skemmtilegasta sem þau gera er að prjóna saman. Gústaf sem nýtur leiðsagnar konu sinnar en er þó orðin ótrúlega liðtækur með prjónana. Hjónin prjóna meðal annars 140 pör af vettlingum fyrir einn af leikskólum Hjallastefnunnar, auk þess að prjóna fyrir Rauða krossinn. Í húsinu við Heiðarbrún 1 í Hveragerði búa hjónin Gústaf S. Jónasson frá Kjóastöðum í Biskupstungum, 77 ára og Sigríður Kristjánsdóttir, 62 ára hjúkrunarfræðingur hjá Heilsustofnun í Hveragerði. Þau eru dugleg að gera hlutina saman, hafa t.d. heimsótt um 50 lönd út um allan heim og svo eiga þau gæðastundir heima í stofu þar sem þau sitja og prjóna. Gústaf byrjaði að prjóna þegar hann hætti að vinna. „Mér líkar mjög vel að prjóna, það auðveldasta við prjónaskapinn eins og beint prjón, ég er lítið í munsturprjóni og ekkert eiginlega, konan sér um að gera munstur og setja í ermar og svona“. Gústaf segist ekki þekkja neina karla á aldur við sig sem prjóna og hann skammast sín ekkert fyrir prjónaskapinn, hann er stoltur að kunna að prjóna, enda segist hann ekki prjóna í laumi. „Nei, nei, mér er alveg sama, þú horfir á mig“, segir hann skellihlæjandi. Gústaf sem er 77 ára er liðtækur með prjónana og segir fátt skemmtilegra en að prjóna eftir að hann hætti að vinna.Magnús HlynurSigríður er ánægð með sinn mann í prjónaskapnum. „Það er svo fallegt það sem hann prjónar því hann prjónar svo jafnt. En ef það er eitthvað þá rek ég upp eftir hann ef ég sé einhverja vitleysu, ég gef honum það ekkert eftir“, segir Sigríður. Að prjóna vettlinga fyrir einn af leikskólum Hjallastefnunnar í Reykjavík er eitt af því skemmtilegra sem hjónin gera en þangað fara að jafnaði 140 pör á ári. Þau prjóna líka mikið fyrir Rauða krossinn. Sigríður segist vera mjög stolt af Gústaf og hans prjónaskap. „Já, já, ég er það, það er nú eiginlega ekkert annað hægt, ég er mjög stolt“, og bætir við að prjónaskapurinn dragi ekki úr rómantíkinni á heimilinu, þau séu allavega að gera sömu hlutina.Gæðastund þeirra Gústafs og Sigríðar er þegar þau sitja saman inn í stofu og prjóna um leið og þau spjalla saman, hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp.
Hveragerði Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira