Ramos braut á Kasper Dolberg, framherja Ajax, í uppbótartíma er Real vann 2-1 sigur á Hollendingunum í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Ramos á að hafa fengið bannið af ásettu ráði til þess að vera í banni í síðari leiknum í Bernabeu og eiga því ekki þá hættu að vera í banni í mikilvægari leik síðar í keppnini.
BREAKING: UEFA issue Real Madrid captain Sergio Ramos with two-match ban for deliberate yellow card in Champions League win over Ajax. #SSNhttps://t.co/Eb1dSt74a8pic.twitter.com/MAAFkr8NJ1
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 28, 2019
Spánverjinn sagði við fjölmiðla eftir leikinn að „hann væri að ljúga ef hann myndi segja að gula spjaldið hafi verið óviljandi.“
Síðar meir reyndi hann að klóra í bakkann og vildi meina að hann hafi verið að tala um brotið en ekk gula spjaldið.
UEFA hlustaði ekki á fyrirliðann og dæmdi hann í tveggja leikja bann. Hann verður því í banni í síðari leiknum gegn Ajax og fari Real í átta liða úrslitin verður hann í banni í fyrri leiknum í þeirri umferð.