Gripinn með 13 kíló af hassi við komuna í Norrænu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 22:17 Norræna. Fréttablaðið/GVA Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. Tollverðir lögðu hald á efnin en við rannsókn málsins hjá lögreglu hefur komið fram að maðurinn hafi verið fenginn til að fara með Norrænu til Íslands frá Danmörku til að sækja sendingu sem maðurinn segir hafa átt að innihalda peninga. Átti förinni svo að vera heitið með Norrænu til Færeyja. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa verið viðstaddur þegar efnunum var komið fyrir í töskunum sem hann átti að flytja, án þess að gera sér grein fyrir hvað væri verið að koma fyrir í töskunum. Áður sagðist maðurinn hafa áttað sig á því að ekki væri um peninga að ræða er hann fann hvað töskurnar sem hann átti að flytja voru þungar. Hann hafi engu að síður ákveðið að halda áfram för. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að rannsókn lögreglu sé á lokametrunum og að meðal annars að hún telji að búið sé að sanna aðild Íslendinga að málinu. Verið sé að reyna að finna út hverjir tengist málinu og þurfi lögregla nokkura daga í viðbót til þess. Þá sé lögreglan í samstarfi við dönsk lögregluyfirvöld vegna málsins. Farið var fram á farbann vegna þess að óttast var að maðurinn myndi reyna að flýja land enda hafi hann enga tengingu við Ísland. Þá sé hann undir sterkum grun að hafa framið afbrot sem að lögum geti varðað allt að tólf ára fangelsi. Héraðsdómur féllst á farbannskröfuna en úrskurður dómsins var kærður til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu og héraðsdómur. Þarf maðurinn að sæta farbanni allt til miðvikudagsins 17. apríl. Dómsmál Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. Tollverðir lögðu hald á efnin en við rannsókn málsins hjá lögreglu hefur komið fram að maðurinn hafi verið fenginn til að fara með Norrænu til Íslands frá Danmörku til að sækja sendingu sem maðurinn segir hafa átt að innihalda peninga. Átti förinni svo að vera heitið með Norrænu til Færeyja. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa verið viðstaddur þegar efnunum var komið fyrir í töskunum sem hann átti að flytja, án þess að gera sér grein fyrir hvað væri verið að koma fyrir í töskunum. Áður sagðist maðurinn hafa áttað sig á því að ekki væri um peninga að ræða er hann fann hvað töskurnar sem hann átti að flytja voru þungar. Hann hafi engu að síður ákveðið að halda áfram för. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að rannsókn lögreglu sé á lokametrunum og að meðal annars að hún telji að búið sé að sanna aðild Íslendinga að málinu. Verið sé að reyna að finna út hverjir tengist málinu og þurfi lögregla nokkura daga í viðbót til þess. Þá sé lögreglan í samstarfi við dönsk lögregluyfirvöld vegna málsins. Farið var fram á farbann vegna þess að óttast var að maðurinn myndi reyna að flýja land enda hafi hann enga tengingu við Ísland. Þá sé hann undir sterkum grun að hafa framið afbrot sem að lögum geti varðað allt að tólf ára fangelsi. Héraðsdómur féllst á farbannskröfuna en úrskurður dómsins var kærður til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu og héraðsdómur. Þarf maðurinn að sæta farbanni allt til miðvikudagsins 17. apríl.
Dómsmál Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira