Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 06:24 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tók síðastur til máls í nótt. Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um „meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál“ bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. Steingrími J. Sigfússyni, forseta þingsins, tókst því að slíta þingfundi um klukkan 05:20, eftir ræðu Miðflokksmannsins Þorsteins Sæmundssonar. Hann nýtti síðustu ræðu næturinnar til að kalla eftir því að umræðunni yrði frestað til að fjármálaráðherra gæti tekið virkari þátt í umræðum um þetta mikilvæga mál. Bjarni Benediktsson, sem mælir fyrir frumvarpinu, gat ekki verið viðstaddur maraþon-umræðuna í kvöld og nótt vegna opinberra erindagjarða erlendis. „Ég þekki hann sem drengskaparmann og við ættum ekki í nokkrum vandræðum með það að eiga við hann gott samtal um þetta mál. Ég skora því á hæstvirtan forseta að taka þessa bón mína til gaumgæfilegrar athugunar,“ sagði Þorsteinn um leið og Steingrímur sló í bjöllu sína. Forseti sagðist þá þegar hafa ákveðið að leita til starfandi fjármálaráðherra í dag svo hann geti orðið við beiðni Miðflokksmanna. Hann frestaði því næst umræðum um þriðja dagskrármálið fram að næsta þingfundi, en samkvæmt dagskrá kemur þingið aftur saman klukkan 15 í dag. Lauk þar með rúmlega 14 klukkustunda löngum umræðum gærdagsins og næturinnar um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Umræðurnar hófust klukkan 15:03 og var slitið klukkan 05:20 sem fyrr segir Miðflokkurinn var áberandi í umræðum um málið en allir níu þingmenn flokksins röðuðu sér á mælendaskránna. Aðrir þingmenn blönduðu sér lítt í umræðuna, að frátöldum snörpum orðaskiptum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem greint var frá í gær.Seðlabankinn hafði hvatt til þess að frumvarpið yrði samþykkt í tæka tíð áður en gjalddagi á tiltekins flokks ríkisbréfa rennur upp, sem var í gær. Benti Seðlabankinn á að yrði frumvarpið ekki samþykkt fyrir þann tíma myndi hættan aukast á því að stórir aflandskrónueigendur muni leiti út með fjármagn sitt í stað þess að endurfjárfesta í íslenskum skuldabréfum. Það geti haft í för með sér slæmar afleiðingar fyrir efnahaginn. Alþingi Tengdar fréttir Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45 Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um „meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál“ bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. Steingrími J. Sigfússyni, forseta þingsins, tókst því að slíta þingfundi um klukkan 05:20, eftir ræðu Miðflokksmannsins Þorsteins Sæmundssonar. Hann nýtti síðustu ræðu næturinnar til að kalla eftir því að umræðunni yrði frestað til að fjármálaráðherra gæti tekið virkari þátt í umræðum um þetta mikilvæga mál. Bjarni Benediktsson, sem mælir fyrir frumvarpinu, gat ekki verið viðstaddur maraþon-umræðuna í kvöld og nótt vegna opinberra erindagjarða erlendis. „Ég þekki hann sem drengskaparmann og við ættum ekki í nokkrum vandræðum með það að eiga við hann gott samtal um þetta mál. Ég skora því á hæstvirtan forseta að taka þessa bón mína til gaumgæfilegrar athugunar,“ sagði Þorsteinn um leið og Steingrímur sló í bjöllu sína. Forseti sagðist þá þegar hafa ákveðið að leita til starfandi fjármálaráðherra í dag svo hann geti orðið við beiðni Miðflokksmanna. Hann frestaði því næst umræðum um þriðja dagskrármálið fram að næsta þingfundi, en samkvæmt dagskrá kemur þingið aftur saman klukkan 15 í dag. Lauk þar með rúmlega 14 klukkustunda löngum umræðum gærdagsins og næturinnar um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Umræðurnar hófust klukkan 15:03 og var slitið klukkan 05:20 sem fyrr segir Miðflokkurinn var áberandi í umræðum um málið en allir níu þingmenn flokksins röðuðu sér á mælendaskránna. Aðrir þingmenn blönduðu sér lítt í umræðuna, að frátöldum snörpum orðaskiptum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem greint var frá í gær.Seðlabankinn hafði hvatt til þess að frumvarpið yrði samþykkt í tæka tíð áður en gjalddagi á tiltekins flokks ríkisbréfa rennur upp, sem var í gær. Benti Seðlabankinn á að yrði frumvarpið ekki samþykkt fyrir þann tíma myndi hættan aukast á því að stórir aflandskrónueigendur muni leiti út með fjármagn sitt í stað þess að endurfjárfesta í íslenskum skuldabréfum. Það geti haft í för með sér slæmar afleiðingar fyrir efnahaginn.
Alþingi Tengdar fréttir Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45 Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45
Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11