Warren Buffett viðurkennir mistök Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. febrúar 2019 08:30 Warren Buffett fjárfesti segir að hann og fleiri hafi verið of bjartsýnir við kaupin á Kraft. Vísir/GETTY Warren Buffett hefur viðurkennt í fyrsta skipti að fjárfestingafélögin Berkshire Hathaway, sem hann fer fyrir, og 3G Capital hafi greitt of mikið fyrir samruna Kraft við Heinz. Buffett stefnir ekki á að selja 27 prósenta hlut fjárfestingafélagsins í matvælaframleiðandanum. Kraft Heinz er að hans sögn enn gott fyrirtæki en hann og 3G Capital hafi verið of bjartsýnir á virði vörumerkjanna sem þeir fjárfestu í árið 2015. „Fyrirtæki hagnast ekki meira þótt þú borgir meira fyrir það,“ segir hann. Þetta kemur fram í Financial Times. Berkshire Hathaway og brasilíska fjárfestingafélagið 3G Capital keyptu Kraft fyrir 62,6 milljarða dollara til að sameina það við Heinz. Sameinuðu félagi var í kjölfarið fleytt á hlutabréfamarkað og nam markaðsvirði þess 89 milljörðum dollara. Í gær var markaðsvirðið 41,7 milljarðar dollara. Berkshire Hathaway og brasilíska fjárfestingafélagið 3G Capital keyptu Heinz árið 2013 fyrir 23,6 milljarða dollara. Að sögn Buffetts greiddu fjárfestarnir ekki of mikið fyrir þau kaup.Afskrifa 15 milljarða dollara Hlutabréfaverð Kraft Heinz féll um 30 prósent síðastliðinn föstudag eftir að það afskrifaði 15 milljarða dollara af sumum af þekktustu vörumerkjum sínum, það skar jafnframt niður arðgreiðslur og upplýsti að Fjármálaeftirlitið hefði hafið rannsókn á hvernig bókhaldinu væri háttað. Daginn eftir færði Berkshire Hathaway hlut sinn niður um þrjá milljarða dollara. Fram kemur í frétt The Wall Street Journal að tilraunir matvælafyrirtækisins til að skera niður kostnað með róttækum hætti hafi beðið skipsbrot. Fyrirtæki í matvælaiðnaði leggi nú allt kapp á að fjárfesta í nýsköpun og byggja upp vörumerki. Gagnrýnendur 3G Capital hafa lengi talið að niðurskurðurinn myndi bitna á vexti félagsins. Þeir höfðu á réttu að standa. Frá fyrsta ársfjórðungi 2017 hefur innri vöxtur dregist saman sex ársfjórðunga í röð. Baráttan við Kirkland Buffett segir að vandi Kraft Heinz felist í að risinn hafi ekki lengur sömu samningsstöðu gagnvart smásölum. Hann ber saman Kirkland, vörumerki í eigu Costco, og Kraft Heinz til að lýsa breyttu landslagi í smásölu. Fjöldi vörumerkja í eigu Kraft Heinz eigi rætur að rekja til 19. aldar á meðan Kirkland var hleypt af stokkunum fyrir fáeinum áratugum. Engu að síður voru tekjur Kirkland meiri en Kraft Heinz á síðasta ári. „Vörumerkin hafa auglýst rækilega í yfir 100 ár og fólk orðið vant að neyta þeirra og annað í þeim dúr, og þá kemur Kirkland, vörumerki í eigu smásala sem er einungis í 750 verslunum, og selur 50 prósent meira,“ segir hann. Berkshire Hathaway á um eins prósents hlut í Costco.Hlutabréf í matvælarisanum Kraft Heinz hafa hrunið í verði um tugi prósenta undanfarna daga eftir að framleiðandinn sagðist hafa niðurfært eignir upp á 15,4 milljarða dala á fjórða fjórðungi síðasta árs og upplýsti jafnframt um að bandaríska verðbréfaeftirlitið hefði hafið rannsókn á reikningsskilum fyrirtækisins. Matvælafyrirtækið varð sem kunnugt er til við samruna Kraft Foods og HJ Heinz árið 2015.Vísir/gettyBuffett hefur lengi talið að sterk vörumerki á neytendamarkaði muni leiða til þess að fyrirtæki haldi markaðshlutdeild og geti selt vörur dýrt miðað við keppinauta. Það þarf því ekki að undra að Berkshire Hathaway hefur fjárfest í Apple og Coca-Cola á hlutabréfamarkaði. Það á einnig fyrirtæki á borð við Dairy Queen og Duracell í heilu lagi. Buffett sagði á mánudaginn að Jorge Paulo Lemann, stofnandi 3G Capital, væri „algerlega framúrskarandi manneskja“ en hann vék sér undan spurningum þess efnis hvort Berkshire Hathaway myndi fjárfesta aftur með honum. Þegar samruninn var tilkynntur sagði Buffett kampakátur að viðskiptin væru að sínu skapi; að sameina tvö heimsklassafyrirtæki og skapa virði fyrir hluthafa. Buffett hefur áður sagt að Lemann, sem var atvinnumaður í tennis, sé hamhleypa til verka, þekktur fyrir að fjárfesta í fyrirtækjum á neytendamarkaði sem séu í vanda stödd og síðan draga úr kostnaði af miklu harðfylgi í því skyni að auka hagnað.Samstarfið ekki samt Fram kemur í frétt Financial Times að samstarfið við Brassana sé ekki samt eftir að Kraft Heinz gerði óvinveitt yfirtökutilboð í Unilever fyrir 143 milljarða dollara árið 2017 sem var hafnað. Buffett hefur lengi verið á móti óvinveittum yfirtökum. 3G Capital hefur sagt að einblínt verði á að fjárfesta í rekstri Kraft Heinz og telja að það versta sé að baki. Greinendur á Wall Street efast um að sú verði raunin. „Við teljum að Kraft glími við fleiri áskoranir en stjórnendur upplýsa um,“ segir Brittany Edward hjá Edward Jones. „3G Capital hefur ekki áður aukið við tekjur og bætt hagnaðarhlutföll án þess að ráðist sé í yfirtöku. Við höfum áhyggjur af því.“ Niðurlægingin fagnaðarefni fyrir keppinauta Niðurlæging Kraft Heinz er fagnaðarefni fyrir stjórnendur keppinauta þess. Sérstaklega þunglamalegu risana Unilever, Danone og Nestlé. Það var tilboð Kraft Heinz í Unilever árið 2017 sem leiddi til þess að niðurskurðarhnífurinn var mundaður hjá stórum þekktum vörumerkjum í Evrópu en þau hafa lengi vel verið óhagkvæmari í rekstri en keppinautarnir í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í frétt The Wall Street Journal. Unilever, sem framleiðir Dovesápur og Lipton-te, og mjólkurframleiðandinn Danone lofuðu að skera niður kostnað samanlagt um átta milljarða dollara. Nestlé, sem aðgerðafjárfestirinn Daniel Loeb hafði beint kröftum sínum að, lét undan pressunni og setti sér í fyrsta skipti markmið um framlegðarhlutfall. Nú munu aðgerðafjárfestar þurfa að leggja meira á sig. Fyrirtæki á neytendamarkaði skipuðu þriðja sæti í þeim geira sem þeir voru atkvæðamestir í. Sú atvinnugrein er væntanlega enn undir smásjánni en vogunarsjóðir munu þurfa að hafa eitthvað nýtt fram að færa. Elliott Advisors mun þurfa að tefla fram öðru en einföldum aðgerðum til að draga úr kostnaði hjá eiganda viskíframleiðandans Jameson, Pernod Ricard, til að rekstrarhlutföllin verði á pari við það sem gengur og gerist hjá Diageo, sem meðal annars á Guinness, segir í fréttinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Warren Buffett hefur viðurkennt í fyrsta skipti að fjárfestingafélögin Berkshire Hathaway, sem hann fer fyrir, og 3G Capital hafi greitt of mikið fyrir samruna Kraft við Heinz. Buffett stefnir ekki á að selja 27 prósenta hlut fjárfestingafélagsins í matvælaframleiðandanum. Kraft Heinz er að hans sögn enn gott fyrirtæki en hann og 3G Capital hafi verið of bjartsýnir á virði vörumerkjanna sem þeir fjárfestu í árið 2015. „Fyrirtæki hagnast ekki meira þótt þú borgir meira fyrir það,“ segir hann. Þetta kemur fram í Financial Times. Berkshire Hathaway og brasilíska fjárfestingafélagið 3G Capital keyptu Kraft fyrir 62,6 milljarða dollara til að sameina það við Heinz. Sameinuðu félagi var í kjölfarið fleytt á hlutabréfamarkað og nam markaðsvirði þess 89 milljörðum dollara. Í gær var markaðsvirðið 41,7 milljarðar dollara. Berkshire Hathaway og brasilíska fjárfestingafélagið 3G Capital keyptu Heinz árið 2013 fyrir 23,6 milljarða dollara. Að sögn Buffetts greiddu fjárfestarnir ekki of mikið fyrir þau kaup.Afskrifa 15 milljarða dollara Hlutabréfaverð Kraft Heinz féll um 30 prósent síðastliðinn föstudag eftir að það afskrifaði 15 milljarða dollara af sumum af þekktustu vörumerkjum sínum, það skar jafnframt niður arðgreiðslur og upplýsti að Fjármálaeftirlitið hefði hafið rannsókn á hvernig bókhaldinu væri háttað. Daginn eftir færði Berkshire Hathaway hlut sinn niður um þrjá milljarða dollara. Fram kemur í frétt The Wall Street Journal að tilraunir matvælafyrirtækisins til að skera niður kostnað með róttækum hætti hafi beðið skipsbrot. Fyrirtæki í matvælaiðnaði leggi nú allt kapp á að fjárfesta í nýsköpun og byggja upp vörumerki. Gagnrýnendur 3G Capital hafa lengi talið að niðurskurðurinn myndi bitna á vexti félagsins. Þeir höfðu á réttu að standa. Frá fyrsta ársfjórðungi 2017 hefur innri vöxtur dregist saman sex ársfjórðunga í röð. Baráttan við Kirkland Buffett segir að vandi Kraft Heinz felist í að risinn hafi ekki lengur sömu samningsstöðu gagnvart smásölum. Hann ber saman Kirkland, vörumerki í eigu Costco, og Kraft Heinz til að lýsa breyttu landslagi í smásölu. Fjöldi vörumerkja í eigu Kraft Heinz eigi rætur að rekja til 19. aldar á meðan Kirkland var hleypt af stokkunum fyrir fáeinum áratugum. Engu að síður voru tekjur Kirkland meiri en Kraft Heinz á síðasta ári. „Vörumerkin hafa auglýst rækilega í yfir 100 ár og fólk orðið vant að neyta þeirra og annað í þeim dúr, og þá kemur Kirkland, vörumerki í eigu smásala sem er einungis í 750 verslunum, og selur 50 prósent meira,“ segir hann. Berkshire Hathaway á um eins prósents hlut í Costco.Hlutabréf í matvælarisanum Kraft Heinz hafa hrunið í verði um tugi prósenta undanfarna daga eftir að framleiðandinn sagðist hafa niðurfært eignir upp á 15,4 milljarða dala á fjórða fjórðungi síðasta árs og upplýsti jafnframt um að bandaríska verðbréfaeftirlitið hefði hafið rannsókn á reikningsskilum fyrirtækisins. Matvælafyrirtækið varð sem kunnugt er til við samruna Kraft Foods og HJ Heinz árið 2015.Vísir/gettyBuffett hefur lengi talið að sterk vörumerki á neytendamarkaði muni leiða til þess að fyrirtæki haldi markaðshlutdeild og geti selt vörur dýrt miðað við keppinauta. Það þarf því ekki að undra að Berkshire Hathaway hefur fjárfest í Apple og Coca-Cola á hlutabréfamarkaði. Það á einnig fyrirtæki á borð við Dairy Queen og Duracell í heilu lagi. Buffett sagði á mánudaginn að Jorge Paulo Lemann, stofnandi 3G Capital, væri „algerlega framúrskarandi manneskja“ en hann vék sér undan spurningum þess efnis hvort Berkshire Hathaway myndi fjárfesta aftur með honum. Þegar samruninn var tilkynntur sagði Buffett kampakátur að viðskiptin væru að sínu skapi; að sameina tvö heimsklassafyrirtæki og skapa virði fyrir hluthafa. Buffett hefur áður sagt að Lemann, sem var atvinnumaður í tennis, sé hamhleypa til verka, þekktur fyrir að fjárfesta í fyrirtækjum á neytendamarkaði sem séu í vanda stödd og síðan draga úr kostnaði af miklu harðfylgi í því skyni að auka hagnað.Samstarfið ekki samt Fram kemur í frétt Financial Times að samstarfið við Brassana sé ekki samt eftir að Kraft Heinz gerði óvinveitt yfirtökutilboð í Unilever fyrir 143 milljarða dollara árið 2017 sem var hafnað. Buffett hefur lengi verið á móti óvinveittum yfirtökum. 3G Capital hefur sagt að einblínt verði á að fjárfesta í rekstri Kraft Heinz og telja að það versta sé að baki. Greinendur á Wall Street efast um að sú verði raunin. „Við teljum að Kraft glími við fleiri áskoranir en stjórnendur upplýsa um,“ segir Brittany Edward hjá Edward Jones. „3G Capital hefur ekki áður aukið við tekjur og bætt hagnaðarhlutföll án þess að ráðist sé í yfirtöku. Við höfum áhyggjur af því.“ Niðurlægingin fagnaðarefni fyrir keppinauta Niðurlæging Kraft Heinz er fagnaðarefni fyrir stjórnendur keppinauta þess. Sérstaklega þunglamalegu risana Unilever, Danone og Nestlé. Það var tilboð Kraft Heinz í Unilever árið 2017 sem leiddi til þess að niðurskurðarhnífurinn var mundaður hjá stórum þekktum vörumerkjum í Evrópu en þau hafa lengi vel verið óhagkvæmari í rekstri en keppinautarnir í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í frétt The Wall Street Journal. Unilever, sem framleiðir Dovesápur og Lipton-te, og mjólkurframleiðandinn Danone lofuðu að skera niður kostnað samanlagt um átta milljarða dollara. Nestlé, sem aðgerðafjárfestirinn Daniel Loeb hafði beint kröftum sínum að, lét undan pressunni og setti sér í fyrsta skipti markmið um framlegðarhlutfall. Nú munu aðgerðafjárfestar þurfa að leggja meira á sig. Fyrirtæki á neytendamarkaði skipuðu þriðja sæti í þeim geira sem þeir voru atkvæðamestir í. Sú atvinnugrein er væntanlega enn undir smásjánni en vogunarsjóðir munu þurfa að hafa eitthvað nýtt fram að færa. Elliott Advisors mun þurfa að tefla fram öðru en einföldum aðgerðum til að draga úr kostnaði hjá eiganda viskíframleiðandans Jameson, Pernod Ricard, til að rekstrarhlutföllin verði á pari við það sem gengur og gerist hjá Diageo, sem meðal annars á Guinness, segir í fréttinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira