Konudagurinn, dagurinn hennar Björk Eiðsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 09:15 Blóm eru auðvitað skotheld, en ýmis einföld viðvik geta líka slegið í gegn. Mynd/Getty Þessi fyrsti dagur góumánaðar hefur verið tileinkaður konum frá því um miðja 19. öld eða jafnvel fyrr að því er fram kemur á Vísindavefnum. Þó margt hafi breyst frá þeim tíma nær hefðin fyrir því að karlar gefi konum sínum blóm alla vega aftur á sjötta áratug þessarar aldar en fyrsta blaðaauglýsing þessu tengd frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana er frá árinu 1957. Þó Jón Árnason hafi ekki nefnt daginn í þjóðsögum sínum gera það aðrar heimildir frá tímabilinu. Dagurinn er nefndur í sögum eftir Guðmund Friðjónsson, þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar og virðist nafnið því hafa verið rótgróið í málinu. Það er svo árið 1927 þegar Almanak Þjóðvinafélagsins kemur út að dagurinn hlýtur opinbera viðurkenningu. Hvað sem sögunni líður er komin hefð á það hjá fjölda karla að færa konu sinni blóm á þessum degi eða sýna ást sína á einhvern annan hátt. Auðvitað eru einhverjir sem neita algjörlega að láta dagatalið stjórna hegðun sinni á þennan hátt. Segjast frekar gefa blóm þegar þá sjálfa lystir. Og það er auðvitað gott og vel – svo lengi sem þá einhvern tíma lystir. Ellefta hugmyndin gæti svo verið falleg skilaboð. þú þarft ekki að vera talandi skáld til að setja nokkur orð á blað.MYND/GETTY 10 heimatilbúnar hugmyndir Það er auðvitað skothelt að gefa blóm eða bjóða þinni heittelskuðu út að borða, í spa eða álíka. En það eru líka einföld viðvik sem gleðja. Hér eru nokkrar heimatilbúnar hugmyndir ef þú ert að brenna inni á tíma. Leyfðu henni að sofa út. Græjaðu óvænta næturpössun. Þrífðu bílinn hennar, sérlega að innan. Farðu í bakaríið og útbúðu djúsí bröns. Þrífðu heimilið, líka baðherbergin! Heitt bað, kertaljós og nudd klikkar seint. Sjáðu um krakkana og sendu hana í happy hour. Græjaðu kvöldverð fyrir ykkur tvö þegar þú ert búinn að svæfa. Finndu til þáttaröð á Netflix sem þú veist að hana langar að sjá. Kláraðu eitthvað sem hún bað þig um að klára fyrir löngu. Birtist í Fréttablaðinu Konudagur Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Þessi fyrsti dagur góumánaðar hefur verið tileinkaður konum frá því um miðja 19. öld eða jafnvel fyrr að því er fram kemur á Vísindavefnum. Þó margt hafi breyst frá þeim tíma nær hefðin fyrir því að karlar gefi konum sínum blóm alla vega aftur á sjötta áratug þessarar aldar en fyrsta blaðaauglýsing þessu tengd frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana er frá árinu 1957. Þó Jón Árnason hafi ekki nefnt daginn í þjóðsögum sínum gera það aðrar heimildir frá tímabilinu. Dagurinn er nefndur í sögum eftir Guðmund Friðjónsson, þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar og virðist nafnið því hafa verið rótgróið í málinu. Það er svo árið 1927 þegar Almanak Þjóðvinafélagsins kemur út að dagurinn hlýtur opinbera viðurkenningu. Hvað sem sögunni líður er komin hefð á það hjá fjölda karla að færa konu sinni blóm á þessum degi eða sýna ást sína á einhvern annan hátt. Auðvitað eru einhverjir sem neita algjörlega að láta dagatalið stjórna hegðun sinni á þennan hátt. Segjast frekar gefa blóm þegar þá sjálfa lystir. Og það er auðvitað gott og vel – svo lengi sem þá einhvern tíma lystir. Ellefta hugmyndin gæti svo verið falleg skilaboð. þú þarft ekki að vera talandi skáld til að setja nokkur orð á blað.MYND/GETTY 10 heimatilbúnar hugmyndir Það er auðvitað skothelt að gefa blóm eða bjóða þinni heittelskuðu út að borða, í spa eða álíka. En það eru líka einföld viðvik sem gleðja. Hér eru nokkrar heimatilbúnar hugmyndir ef þú ert að brenna inni á tíma. Leyfðu henni að sofa út. Græjaðu óvænta næturpössun. Þrífðu bílinn hennar, sérlega að innan. Farðu í bakaríið og útbúðu djúsí bröns. Þrífðu heimilið, líka baðherbergin! Heitt bað, kertaljós og nudd klikkar seint. Sjáðu um krakkana og sendu hana í happy hour. Græjaðu kvöldverð fyrir ykkur tvö þegar þú ert búinn að svæfa. Finndu til þáttaröð á Netflix sem þú veist að hana langar að sjá. Kláraðu eitthvað sem hún bað þig um að klára fyrir löngu.
Birtist í Fréttablaðinu Konudagur Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira