Býst við breyttri skipan þingnefnda í kjölfar stækkunar Miðflokksins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 20:04 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 gera ráð fyrir breyttri verkaskiptingu í nefndum Alþingis í kjölfar þess að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson gengu til liðs við Miðflokkinn. Þeir voru í desember reknir úr Flokki fólksins eftir að Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar og hafa síðan þá setið á þingi sem óháðir þingmenn. Sigmundur segir viðbótina, sem gerir Miðflokkinn að stærsta stjórnarandstöðuflokknum á þingi, hafa áhrif innan þings og utan. „Innan Alþingis hefur þetta þau praktísku áhrif að við erum orðin stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og fyrir vikið gerum við ráð fyrir breyttri verkaskiptingu í nefndum og slíku,“ segir Sigmundur og bætir við að Miðflokkurinn sé í raun orðinn forystuflokkur stjórnarandstöðunnar. „Út á við hefur þetta þau áhrif að þingflokkurinn er orðinn stærri, kominn með tvo gríðarlega öfluga liðsmenn, Ólaf Ísleifsson, fáir standast honum snúning á sviði hagfræðinnar, Karl Gauta sem er gríðarlega öflugur á sviði lögfræði, laga og réttar og auðvitað eru þeir öflugir í mörgum öðrum málum líka. Þannig að þetta hefur bæði áhrif innan þings og utan.“ Sigmundur segist þá telja eðlilegt að stokkað verði upp í nefndum sem skipaðar voru að samkomulagi þingflokkanna eftir kosningar. „Við teljum að sjálfsögðu tilefni til þess, enda eðlilegt að hlutverkaskipting í nefndum endurspegli þingstyrk flokkanna.“ Aðspurður hvort að breytingin á skipan þingflokks Miðflokksins muni hafa þau áhrif að flokkurinn muni leitast við að vinna betur með öðrum stjórnarandstöðuflokkum eða hvort hún kunni að leiða til meiri átaka innan andstöðunnar segir Sigmundur að eðlilegast væri ef stjórnarandstöðuflokkarnir funduðu um framhaldið. „Við höfum verið í ágætis samstarfi hvað varðar praktísk atriði þó að það sé rétt að við séum mjög ólík pólitískt en eðlilegt næsta skref er að funda um þau mál.“Viðtal við Sigmund Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 gera ráð fyrir breyttri verkaskiptingu í nefndum Alþingis í kjölfar þess að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson gengu til liðs við Miðflokkinn. Þeir voru í desember reknir úr Flokki fólksins eftir að Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar og hafa síðan þá setið á þingi sem óháðir þingmenn. Sigmundur segir viðbótina, sem gerir Miðflokkinn að stærsta stjórnarandstöðuflokknum á þingi, hafa áhrif innan þings og utan. „Innan Alþingis hefur þetta þau praktísku áhrif að við erum orðin stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og fyrir vikið gerum við ráð fyrir breyttri verkaskiptingu í nefndum og slíku,“ segir Sigmundur og bætir við að Miðflokkurinn sé í raun orðinn forystuflokkur stjórnarandstöðunnar. „Út á við hefur þetta þau áhrif að þingflokkurinn er orðinn stærri, kominn með tvo gríðarlega öfluga liðsmenn, Ólaf Ísleifsson, fáir standast honum snúning á sviði hagfræðinnar, Karl Gauta sem er gríðarlega öflugur á sviði lögfræði, laga og réttar og auðvitað eru þeir öflugir í mörgum öðrum málum líka. Þannig að þetta hefur bæði áhrif innan þings og utan.“ Sigmundur segist þá telja eðlilegt að stokkað verði upp í nefndum sem skipaðar voru að samkomulagi þingflokkanna eftir kosningar. „Við teljum að sjálfsögðu tilefni til þess, enda eðlilegt að hlutverkaskipting í nefndum endurspegli þingstyrk flokkanna.“ Aðspurður hvort að breytingin á skipan þingflokks Miðflokksins muni hafa þau áhrif að flokkurinn muni leitast við að vinna betur með öðrum stjórnarandstöðuflokkum eða hvort hún kunni að leiða til meiri átaka innan andstöðunnar segir Sigmundur að eðlilegast væri ef stjórnarandstöðuflokkarnir funduðu um framhaldið. „Við höfum verið í ágætis samstarfi hvað varðar praktísk atriði þó að það sé rétt að við séum mjög ólík pólitískt en eðlilegt næsta skref er að funda um þau mál.“Viðtal við Sigmund Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34
Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25